Vikan


Vikan - 07.08.1969, Side 21

Vikan - 07.08.1969, Side 21
Sonur Goldwaters senators og Tri- cia Nixon í boði í Hvíta húsinu. Við- ræður þeirra voru að sögn heldur fáskrúðugar. leggur megináherzlu á að verða ekki truflaður, ofreyna sig ekki; — heimurinn er ekki ofgóður til að bíða. Washington er ekki hrifin af Nix- on, satt er það. En meginmáli skipt- ir að Washington og Bandaríkin eru ekki eitt og hið sama. Meirihluti íbúa höfuðborgarinnar eru negrar, og þar er vitaskuld yfirfullt af stjórnmálamönnum, diplómötum, menntamönnum og allrahanda skvaldurskjóðum af báðum kynjum. Þessu fólki finnst nýi forsetinn of- boðslega leiðinlegur, dreifbýlisleg- ur, heimóttarlegur. Allt öðru máli gegnir um Bandaríkjamenn almennt. Meirihluti þeirra er (eins og Nixon hefur sjálfur sagt) ekki ungur, ekki svartur og ekki fátækur. Þessum stóra meirihluta líkar dável við for- setann, finnst hann þægilegur og traustvekjandi. Hinir grónu útborga- búar voru orðnir dauðþreyttir á stjórnmálamönnum, sem stöðugt máluðu hroðalegar ófarir á vegg- inn, hétu á þjóðina að leggja sig alla fram, o. s. frv., o. s. frv. Fram- ar öllu var þetta góða fólk þreytt á alls konar aðfinnslum, sem beind- ust að því sjálfu. Það vill fá ró og næði, og stjórn Nixons til þessa lofar góðu hvað það snertir. Enda varð Nixon langefstur á listanum ( síðustu vinsældakönnun Gallups. Fimmtíu og tvö prósent til- nefndu hann sína hetju og fyrir- mynd, en aðeins þrjátíu og þrjú prósent Edward Kennedy. ☆ Til hægri: Pat Nixon á yngri árum. Hún er manni sínum mjög samhent f smekk og viShorfum, hefur and- styggð á pínupilsum og er spör á kampavínsbros. A3 neðan: Nýi for- setinn á skrifstofu sinni. Hann hefur hugsað sér aS veita bandarísku miS- stéttarfólki þaS rósemdarlíf, sem það sækist nú mest eftir.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.