Vikan - 07.08.1969, Qupperneq 23
Forráðamenn International |
hótelsins í Las Vegas voru hinir
kátustu, þegar Presley undirrit-
aði samning um að koma þar
fram.
þykjast fyrir löngu hafa fund-
ið óbrigðula patentlausn gegn
slíku.
— Við setjum kóngimi bara
í „gullfiskakúlu“ og þá verður
hann tíu sinnum stærri! Þeg-
ar Colonel Parker var spurð-
ur álits á slíkri hugsanlegri
ráðstöfun, sagði hann:
— Ef Elvis yrði stækkaður
tíu sinnum, hefði það í för
með sér tíu sinnum meiri
þóknun!
Þessi ummæli þykja lýsa
nokkuð vel þessum klóka um-
boðsmanni, sem ráðið hefur
málum Presley frá fyrstu tíð,
enda þykir hann með snjallari
mönnum í faginu. A Presley
velgengni sína honum að
þakka öðrum fremur. Colonel
Parker kann svo sannarlega
að græða peninga. Eftirfar-
andi saga er ágætt dæmi um
það:
Sjónvarpsstöð nokkur ósk-
aði eftir að fá að gera sérstak-
an þátt með Presley. Parker
sagði, að það kæmi ekki til
mála.
— Ég er raunar að hugsa
um tilboð frá annarri sjón-
varpsstöð, bætti hann við.
— O, nei, nei, sögðu þá
sjónvarpsmenn og báru sig
mjög illa.
i Presley gekk að eiga Priscillu
sína fyrir tveimur árum.
Þá þóttist Parker sjá aum-
ur á þeim og sagði:
— Gott og vel. Við skulum
þá miðla málum. Presley kem-
ur hvort sem er ekki fram í
þætti hjá ykkur, en fyrir
þrjár og hálfa milljón (50 ]>ús.
dali) getið þið tryggt, að hann
muni ekki koma fram hjá ann-
arri sjónvarpsstöð næstu þrjá
mánuði.
Colonel Parker fékk þrjár
og hálfa milljón — fyrir ekk-
ert!
Framhald á bls. 33.
Elvis leikur töffara í nýjustu
kvikmynd sinni, „Charro“.
32 tbl- VIKAN 23