Vikan


Vikan - 07.08.1969, Qupperneq 34

Vikan - 07.08.1969, Qupperneq 34
ólíkar öðrum myndum, sem hann hefur leikið í. Þessar myndir nefnast „Charro“ og „The Trouble With Girls And How To Get Into It“. Næsta kvikmynd, sem Presley leikur í, er gerð fyrir Universal kvik- myndafélagið. I myndinni, sem nefnist „Change of Habit“, leikur Presley ungan lækni, sem kynnist nunnu — og fella þau hugi saman. Þeir eru ekki margir, sem hafa orð- ið þeirrar æru aðnjótandi að kynnast Presley persónulega. Hvert sem hann fer fylgir hon- um fjöldi verndara — krafta- jötnar, sem þenja út kassana, ef einhver skyldi taka upp á því að áreita „kónginn“. Þeir fáu, sem hafa kynnzt honum segja, að hann sé bezta skinn, kurteis og dagfarsprúður. Hann sé fyrirmyndar fjöl- skyldufaðir og sjái ekki sól- ina fyrir konu sinni, Priscillu og litlu dóttur Lius Maríu. I tómstundum sínum (þá sjald- an þær gefast) fæst hann við jóka og dulspekikukl. Hann hefur lengi langað til að fá að spreyta sig á leik- sviði í söngleik, og bendir nú margt til þess að sá draumur hans muni rætast. Tveir Bret- ar, Doug Flett og Fuv Flet- cher, sem samið hafa mörg þeirra laga, sem hann hefur sungið á plötur, hafa samið söngleik sérstaklega fvrir hann. Söngleikurinn nefnist „Wager“ og byggist á hinni frægu sögu Mark Twain „Milljón punda seðillinn“. I sögunni segir frá bandarísk- um sjóara, sem kemur til Bretlands og eignast þar morð fjár vegna veðmáls. Presley hefur mikinn áhuga á þessu fyrirtæki og er ekki annað sýnna en að af þessu verði. Þar með mun hefjast enn einn áfangi á ferli þessa vinsæla söngvara, sem svo sannarlega á einstæðan feril að baki enda má segja með sanni að hann eigi engan sinn líka. ☆ Það er óskaplega skemmtileg............ Framhald af bls. 27 fór í handboltalandsliðið sama ár og fótboltalandsliðið. En hann telur fótboltann langtum skemmtilegri íþrótt. — Því er ekki saman að jafna, segir hann. f---------------------N UarÍtíiarhtihtir INNI ÚTI BÍLSKURS SVALA HURÐIR * ýnhi- & Wtikurtir H Ö. VILHJÁLMBBDN RÁNARGÖTU 1* BÍMI 19669 Winther bríkiol fást í þrem stærðum. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. örnhi Spítalastig 8. - Sími 14661. - Pósthólf 671. — Fótboltinn er miklu meiri íþrótt. Margir segja, að fótbolt- inn sé alltaf að harðna, en þó hefur hann það fram yfir hand- boltann, að þeim, sem hafa ein- hverja leikni, verður aldrei bægt frá. Það er miklu auðveldara að brjóta niður menn, sem hafa knattleikni í handbolta heldur en í fótbolta. Eg hef ekkert gam- an af handboltanum núna. Ef maður fer til dæmis inn á línu í handbolta. er það beinlínis heppni að sleppa með heil bein út úr því. Það er miklu meira leggjandi upp úr því í handbolt- anum að vera sterkur og stór heldur en leikinn, eins og ætti að vera. Fyrir tveimur árum varð Her- mann fyrirliði í liði Vals, og fyrsta leik sinn sem fyrirliði lék hann með brotna tá. Það var í Evrópubikarkeppninni á móti at- vinnumannaliði Luxemburg. — Hermann hafði farið í sundlaug skömmu áður og þar varð litla táin á hægri fæti fyrir því hnjaski, að hún stóð nærri beint út frá fætinum. Þetta þótti lækn- um ekki gott fyrir knattspyrnu- mann, en Hermann og félagar reyrðu tána vel að fætinum og fyrirliðinn var með í leiknum! Valur hafði sigur, og varð þar með fyrst íslenzkra liða til að komast í aðra umferð í Evrópu- bikarkeppninni, sem þykir frá- bært, því flestar þjóðir eru sam- dóma um, að áhugamannalið hafi ekkert að gera í keppnina. Og einmitt í þetta sinn var leik- ið á móti atvinnumannaliði. En það mun lengi í minnum haft, að alla ferðina á enda eftir þetta, haltraði Hermann um í stífum klossum. Nokkur markamet á Hermann. Hann skoraði flest mörk á ís- landsmótinu 1968 og í 1. deild 1965. og meðan hann var í yngri flokkunum skoraði hann flest mörk, sem einn maður hefur skorað yfir sumar: 62 mörk í 15 leikjum. — Annars breytist þetta, þegar maður verður fyrir- liði, segir hann. — Maður verð- ur ekki eins markagráðugur. Eg vil ekki segja, að ég hafi tapað á að verða fyrirliði, en maður hugsar öðruvísi eftir en áður. Það er óskaplega skemmtileg til- finning að gera mark í leik. Maður er alltaf að leitast við að ná sem beztum árangri. Hann virðist í flokkaibrótt.um sem knattspyrnu vera fólginn í því. að gera sem flest mörk, sem er ákaflega vitlaus þróun. Þó er hún réttlætanleg vegna þess, að fvrir bragðið beita menn sér meira. Og þegar maður er kom- inn inn á vítateig, þá fer mann að klæja í tærnar (eða fingurna. ef það er i handbolta) og maður reynir bara af eigin krafti að skora mark. Markasýkin verður ólæknandi pest, sem ekkert er við að gera. Ég get tekið dæmi um bak- vörð í okkar liði, sem hefur 34 VIKAN 32- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.