Vikan


Vikan - 07.08.1969, Side 48

Vikan - 07.08.1969, Side 48
Angelique fékk tvenna, fínprjónaða vettlinga og í litilli silfuröskju fann hún slípaðan gimstein, vangamynd af gyðju. Myndin sjálf var hreinhvit á rauðleitri skel. Hún leit á Cantor, þvi hún vissi að þessi gimsteinsmynd hafði verið verndargripur hans, allt síðan á bernsku- dögunum á Miðjarðarhafinu og nú hafði hann látið verndargripinn af hendi til að gefa henni hann. — Ég gerði litlu silfuröskjurnar og kórónuna á kónginn og drottn- inguna, sagði Florimond, ofurlítið afbrýðisamur vegna augnaráðsins, sem Angelique sendi yngri bróður hans. Og þrátt fyrir aldur sinn fékk hann ríflegan skammt af kossum. Honorine tók brúðuna sina með fyrirvara fyrst í stað. Hún hafði aldrei verið mjög spennt fyrir smástúlkuleikjum og Angelique óttaðist að hún kynni að bregðast þannig við að það særði skapara leikfangsins, sem hefði verið búið til með þvilíkri umhyggju. En eítir stundarihugun hreiðraði Honorine um brúðuna í fangi sér og allir brostu ánægjulega, en Angelique stundi feginsamlega. Með hinni hendinni taldi Honorine nýju dýrgripina, sem myndu safnast til hinna í boxinu dýrmæta, sem hún hafði haft með sér frá La Rochelle: perlufestarnEir, sem mamma hennar hafði gert handa henni, voru henni mikið fagnaðarefni og hún vafði þeim um hand- leggina, hálsinn, silfurkórónuna og meira að segja hinn unga kon- ung sinn. Meðal gjafanna voru margir hlutir gerðir af mikilli lagni úr silfri, sem unnið hafði verið úr iðrum jarðar. Þetta var forsmekkur af jarð- arauðæfunum í Wapassou, sem smám saman voru að koma fram úr myrkrinu og fá ljóma af sjálfum sér! Þegar upphrópanir og undrunarhljóðin tóku enda, minntu mennirnir Peyrac greifa á, að hann hafði sagzt iuma á tveimur óvæntum atriðum: Hann varð að viðurkenna, að hvað snerti hið fyrra, myndu aðeins þeir, sem hefðu dvalið á Miðjarðarhafssvæðinu, kunna að meta það. Það var iítil skjóða með möluðu kaffi. Þegar hann dró það fram, blönduðust saman fagnaðaróp og mótmæli þeirra, sem voru á móti þessu dökka dufti. Hvernig, spurðu Englendingarnir og Kanadamenn- irnir, aldrei þessu vant á sama máli, var mögulegt að þykja góð þessi beiska leðja? Það var ekki nema fyrir barbara á borð við Tyrkina. En þeir, sem voru fyrir kaffið, skiptu um sæti við hina, og mynduðu þéttan hóp um greifann, til að missa ekki af neinu, í sambandi við undirbúninginn. Meðan Kouassi-Ba sótti bollana á koparbakkanum, sem hafði staðið af sér ýmsar hremmingar og Angeiique hafði álitið að væri týndur, dreifði greifinn viskum af virginiutóbaki, beztu tegund, til hinna mannanna. Florimond kom með pípurnar þeirra og hélt logandi kvisti að vel troðnum pípuhausunum. Hann var ekki fyrir kaffið, hann vildi heldur súkkulaðið, sagði hann og drap tittlinga framan í mömmu sína. Cantor naut iyktarinnar á hinn bóginn, þvi hún minnti hann á spennandi leiðangrana á Miðjarðarhafinu með föður hans, staðina, sem þeir höfðu leitað hafnar á, bardagana sem þeir höfðu séð og Palermo, þar sem hann hafði numið af Jesúitunum í skuggunum af fornum moskurri og norrænum höllum. Angelique var stórhrifin og klappaði saman höndunum í gleði. Löngun hennar i kaffi var ef til vill barnaleg, en tilkynning eigin- manns hennar kom augum hennar til að ijóma og gleðisvipur færð- ist yfir andlitið. Og Cantor, Enrico Enzi, Porguani, Spánverjarnir og Perúmaðurinn hnöppuðust umhverfis Peyrac greifa. — Manstu eftir gamla Tyrkjanum á Krít, sem bjó til þetta stór- kostlega kaffi? spurði Peyrae Enzi. 48 VIKAN 32- tbl- Angelique andaði að sér örvandi ilminum og eins og ævinlega vöknuðu hjá henni minningar, sem blönduðust saman við bláan mökk- inn úr pípum mannanna, þrælamarkaðinn á Krít, kjötkveðjuhátíðar- verurnar klæddar í vefjarhetti og siðar skikkjur; og hún upplifði þær áköfu tilfinningar, sem hún hafði fundið til á þeim tíma — fyrst skelfingu, síðan ósegjanlegan létti, þegar hún stóð við hliðina á grímu- klædda manninum, sem hafði keypt hana ......... Hún drakk sjóðheitt kaffið. Já, herra minn, Rescator, það varst þú! Hvernig gat það farið framhjá mér? Og hún bölvaði kaldhæðni örlaganna, sem hafði gert henni þvíiika glennu. — Þú varst mér æfareiður, var það ekki, fyrir að þekkja þig ekki? spurði hún og hallaði sér að honum. Og þar sem þau sátu þarna svo nærri hvort öðru, við endann á stóra borðinu, lengst inni í skógum nýja heimsins, skiptust þau á blíð- legum augnaráðum og bæði fundu, að nú var allt gott. 63. KAFLI — Sum ykkar vita, hvað nú er í vændum, sagði Peyrac greifi og stóð upp. — Og hvað hina snertir kemur það þeim á óvart, en ég held að allir verði ánægðir, því allir verðskulda það. Italinn Porguani og Ciovis höfðu farið inn á verkstæðið. Þegar þeir komu hægferðugir til baka út úr myrkrinu, sáu allir að þeir báru á milli sín trébörur, svo þungar, að vöðvar mannanna hnykluð- ust af átökunum. Það sem á börunum lá, glitraði dauflega og þegar þeir komu nær urðu lengjur sýnilegar og af þeim stafaði, köidum, dularfullum bjarma. Burðarkarlarnir tveir settu börurnar niður á borðsendann frammi fyrir Peyrac. Þetta var guli. Á börurnar var raðað mörgum gullkiumpum, hverjum ofan á ann- an. — Hér er árangurinn af starfi okkar. Þessa síðustu vetrarmánuði höfum við verið önnum kafnir við að bræða upp guilið, sem við gróf- um úr námunum síðastliðið sumar. I hverjum gullklumpi eru þrjú málmpund af gulli eða 1700 únsur. Þetta er fyrsti hlutinn, sem ég ætla að gefa ykkur nú á þessari þrettándanótt. Árangurinn hefur farið fram úr öllum okkar vonum. Hugsið ykkur bara: Við höfum fram- leitt hundrað og fimmtíu þúsund punda virði af gulli, með öðrum orðum meira en árleg fjárhagsáætlun Kanada er. Þetta er töiuverður árangur. þegar það er haft í huga að á síðustu öld ótti Medici fjöl- skyldan, sem var sú auðugasta í heimi, ekki meira en hundrað pund af gulli í kistum sínum. Við höfum aflað okkur helmingi meira gulis á minna en tveimur árum. Nú erum við auðugri en Medicifólkið, og á næsta ári, þegar við höfum stækkað virkið, gengið úr skugga um að það sé vel vopnað og varið, þegar við höfum flutt hingað hóp af mála- liðum upt) eftir Kennebec, ásamt fallbyssum og birgðum getum við heigað okkur friðsamlega verki okkar og framelitt enn meira gull. Samkvæmt þeim samningi, sem við höfum öll undirritað, verður fjórðungi af afrakstrinum skipt reglulega milli ykkar, fyrstu félaga minna, svo þið getið smám saman orðið auðugir sjálfir. Með afgang- inum ætla ég að bæta og stækka staðinn, borga málaliðum okkar, útbúa skip okkar og svo framvegis, og á þann hátt munum við alltaf standa í nánum tengslum með styrk gulls og silfurs, en silfrið er mik- ilvæg hliðargrein, og völd okkar munu fara vaxandi. Við bætum skipum i flotann í verzlunartilgangi, og Gouldsboro er ein af heimahöfnunum. Og við getum reist vöruhús meðfram Kennebec og Penobscot. Við getum opnað fleiri námur. Sumir ykkar taka ef til viil við þeim, þegar þið eruð reiðubúnir að horfast i þá

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.