Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 6
Illilega ill nauðsyn Kæri Póstur! É'g ræðst í það stórvirki að skrifa þér bréf, þótt ég sé með pennalötustu manneskjum í heimi, því að nú liggur mér mikið á hjarta. 'Ég er einstæð móðir eða nánar tiltekið fráskil- in með tvö ung börn. Að sjálf- sögðu varð ég að fara að vinna úti til þess að sjá mér og börn- um mínum farborða. É'g var svo heppin að geta komið börnun- um fyrir á barnaheimili. Þau kunnu prýðilega við sig þar og allt virtist leika í lyndi í nokkra mánuði. Þá er skyndilega til- kynnt, að bamaheimilið verði lokað í heilan mánuð vegna sumarleyfa! Þetta gerði heldur betur strik í reikninginn hjá mér, enda hafði ég ekki látið mér detta í hug, að það væri hægt að loka barnaheimili af slíkum sökum. Þetta olli mér geysilegum erfiðleikum, og ég fékk sannarlega að finna til þess, að það er ekkert spaug að vera fráskilin tveggja barna móðir í þessu fína velferðarríki okkar. Auðvitað varð ég að leita á náðir fjölskyldunnar. Ég kom öðru barninu fyrir hér og hinu þar; þeim líkaði illa hjá skyld- fólki sínu, enda aðstæður erfið- ar á báðum stöðunum. Þetta varð einn allsherjar grátur og gnístran tanna, og hef ég aldrei lifað erfiðara tímabil. Sú skýring var gefin á lokun barnaheimilisins, að hún hafi verið óhjákvæmileg, ill nauðsyn eins og mig minnir að það hafi verið orðað. Nú langar mig til að spyrja: Hversu illileg getur þessi svokallaða „illa nauðsyn" orðið hér á landi? Er hægt að afsaka allar gerðir, sem valda fólki miklum erfiðleikum, með því, að þær séu „ill nauðsyn"? Er því ekki hægt að búast við hverju sem er? Ég verð að segja það, að ég finn til mikils ör- yggisleysis, síðan barnaheimil- inu var lokað og ég trúi því ekki, að ekki hefði mátt koma í veg fyrir slíka ráðstöfun. Með beztu kveðjum og þakk- læti fyrir Vikuna. Ein ein. Við erum alveg sammála þessu. Það getur ekki gengið, að barna- heimilum sé lokað vegna sum- arleyfa. Við megum kannski eiga von á, að lögreglan, slökkvi- liðið og pósturinn fari líka að loka í heilan mánuð „vegna sumarleyfa“? Ef þróunin heldur áfram í þessa áttina, fer að verða þörf á samræmdum að- gerðum, svo að allir loki að minnsta kosti í sama mánuðin- um. Hjálmar og Páll Kæra Vika! Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til sérfræð- inganna, sem lýstu hinni ævin- týralegu ferð til tunglsins bæði í útvarpi og sjónvarpi, þeirra Hjálmars Sveinssonar, verk- fræðings, og Páls Theódórsson- ar, eðlisfræðings. Samræður þeirra voru óvenjulega þægileg- ar og skemmtilegar og allar upplýsingar þeirra eins og bezt varð á kosið. Með þökk fyrir birtinguna. Sveinn. Það geta víst allir tekið undir þetta, því að frammistaða þeirra félaga var með afbrigðum góð og átti sinn þátt í því, að þessi stórkostlegi atburður verður öll- um ógleymanlegur. norski hvíldarstóllinn. — Framleiddur á Islandi með einkaleyfi. — Þægilegur hvíldar- og sjónvarpsstóll. — Mjög hentugur til tækifær- isgjafa. — Spyrjið um VIPP stól í næstu húsgagnaverzlun. — Umboðsmenn um allt land. VIPP STÓLL Á HVERT HEIMILI. FRAMLEEÐANDI: ÚLFAR GUÐJÓNSSON HF. - AUÐBREKKU 63 - KÓPAVOGI - SÍMI 41690 6 VIKAN 33-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.