Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 46
Eftir að hafa átt vingott við Jane Asher í fjöldamörg ár, kom Paul McCartney
mjög á óvart með að giftast bandarískri stúlku, Lindu Eastman, fráskilinni
með 5 ára dóttur. En það er þó I rauninni ekkert undarlegt, því Bítlarnir koma
alltaf á óvart. Paul og Linda eiga nú von á fyrsta samciginlega afkvæmi sinu:
Paul McCartney, Jr.?
Sá orðrómur er nú á kreiki, að Diana Ross muni innan tíðar
segja skilið við vinkonur sínar í Supremes, Cindy Birdsong og Mary
Wilson. Fékk þessi orðrómur byr undir báða vængi nýlega, þegar
fröken Ross kom fram í sjónvarpsþætti vestan hafs án hinna. Að
því er sögusagnir herma hyggjast þær Cindy og Mary ekki leggja árar
í bát, þrátt fyrir þetta, heldur verða sér úti um annað „þriðja hjól“
í tríóið í stað Díönu.
Það fylgir þessum orðrómi, að Díana hyggi gott til að geta ráðið
sjálf sínum málum, meðfram sökum þess, að hún hefur fengið
ótal tilboð um að koma fram í kvikmyndum.
Ekki er að efa, að Díana Ross mun spjara sig sem einsöngvari,
og sjálfsagt fær hún þannig -betra tækifæri til að láta hæfileika
sína njóta sín. Á hitt er líka að líta, að margir munu sakna tríós-
ins Supremes, því að ekki er víst að það muni bera sitt barr þegar
Diana Ross er farin. Hingað til hafa Supremes sannarlega borið
nafn með réttu. Supremes merkir „Hinar æðstu, hinar beztu . . “
☆
V________________________________________________________________7
Rolling Stones
Framhald af bls. 25.
Um gítarleik Mikka segir Mick
Jagger:
— Stíll hans er töluvert frá-
brugðin stíl Brians. Hann er fyrst
og fremst blues-leikari en hefur
líka áhuga á rokki, en þetta kemur
einmitt vel heim við þá músik, sem
við flyt|um.
Ráðning Mick Taylor þykir gefa
vísbendingu um, að nú hyggist
Rollingarnir fara á kreik og koma
fram á hljómleikum. A. m. k. hefði
ekki verið þörf á að ráða fasta gít-
arleikara, ef svo væri ekki. Mun
ráðgert, að Rollingarnir haldi hljóm-
leika víðs vegar um Bretland í
september, en síðan munu þeir að
líkindum ferðast um önnur Evrópu-
lönd en halda síðan til Bandaríkj-
anna.
I júlíbyrjun sl. komu Rollingarn-
ir fram á útihljómleikum, sem
haldnir voru í Hyde Park í London.
Að sögn þeirra, sem reyndu að
kasta tölu á áheyrendaskarann,
munu um tvö hundruð og fimmtíu
þúsund manns hafa sótt þessa
hljómleika, en auk Rollinganna
komu fram ýmsar aðrar þekktar og
vinsælar hljómsveitir. Ekki varð
goðunum meint af útiverunni með
því að þeim var komið fyrir á palli,
sem var hátt yfir höfðum áheyr-
enda. Þessi óvenjulega samkoma
fór fram með hinn'i mestu spekt,
og áttu laganna verðir rólegan dag
í garðinum, en þeim til aðstoðar
við löggæzluna voru hinir frægu
mótorhjólakappar og töffarar,
„Hell's Angels". Þóttu „englarnir"
standa vel í stykkinu en auk lög-
gæzlunnar sáu þeir um sjúkrahjálp
og höfðu við það ærinn starfa. Var
ófáum áheyrenda ofraun að standa
tímum saman í steikjandi sólarhit-
anum, en „englarnir" veittu þeim
aðhlynningu, sem lognuðust út af
í sólinni. Eins og nærri má geta
ætlaði allt vitlaust að verða, þegar
Rollingarnir birtust á skörinni. Það
leið nokkur tími, þar til Mick Jagg-
er hafði tekizt að róa mannfjöld-
ann.
— Slappið af — og hlustið, sagði
hann, og þá þögnuðu allir.
Síðan minntist hann Brian Johns
alvarlegur í bragði. Það var ekki
laust við, að þessi harðsoðni töff-
ari væri eilítið hrærður, þegar hann
las upp Ijóð eftir Shelley í minn-
ingu Brians. Dauðaþögn rikti á
meðan. Að lestrinum loknum
slepptu Rollingarnir lausum 3.500
fiðrildum — og voru flest þeirra á
sveimi um hljómsveitarpallinn og
mannhafið í þær 75 mínútur, sem
Rollingarnir voru á pallinum. Við
þetta tækifæri fluttu þeir flest
þeirra laaa, sem þeir hafa gert vin-
sæl á ferli sinum, m. a. „Jumpinq
Jack Flash" og „Satisfaction". Síð-
asta lagið, sem þeir fluttu, var
„Svmpathy for The Devil". Hopp-
uðu þá inn á sviðið nokkrir Afrí-
kanskir bumbusláttarmenn í lit-
skrúðugum klæðum, en í broddi
fylkingar var gosi af sama kynþætti
með stríðsmálningu í framan. Var
hann ímynd hins vonda. Dansaði
skarinn um sviðið við fögnuð við-
staddra, en við þetta færðust Roll-
ingarnir í aukana, og hrifningin
náði hámarki.
Rollingarnir eru að sjálfsögðu
hressir yfir þeim góðu viðtökum,
sem nýjasta tveggja laga plata
þeirra hefur fengið. Lögin á plöt-
unni, „Honky Tonk Woman" og
„You Can't Always Get What You
Want", eru bæði eftir Mick Jagger
og Keith Richard. Nýgræðingurinn
Mick Taylor leikur með í báðum
lögunum, en þau voru unnin að
nýju eftir að hann kom í hljóm-
sveitina. Þótt báðum lögunum sé
gert jafn hátt undir höfði á plöt-
unni (þau eru bæði auglýst sem
„A-síðu" lög) heyrist „Honky Tonk
Woman" oftar, a. m. k. í óskalaga-
þáttunum hér. Hitt lagið er þó engu
tilkomuminna, en þar kemur m. a.
við sögu sextíu manna kór plús
lúðrar, sem gjalla hátt, þegar dreg-
ur nær lokum lagsins.
Þessi plata kom út í byrjun júlí,
en um svipað leyti kom út hæg-
geng plata, „Big Hits", þar sem er
að finna vinsælustu lögin, sem
Rollingarnir hafa látið frá sér fara
á undanförnum árum. Mun mörg-
um ugglaust þykja mikil búbót að
slíkri plötu. Þá hafa Rollingarnir
unnið að tveimur hæggengum plöt-
um, og mun sú fyrri koma á mark-
aðinn í september en hin síðari um
næstu jól. Lögin á þessum plötum
eru öll í lengra lagi eða um fjórar
til fimm mínútur hvert. Verða því
að líkindum tíu lög á hvorri plötu.
Þegar Mick Jagger var að því
spurður, hvort þessar plötur væru
frábrugðnar öðrum hæggengum
plötum hljómsveitarinnar, sagði
hann:
— Við höfum það fyrir sið að
endurtaka aldrei það, sem við höf-
um áður gert. Ef svo væri, værum
við sífellt að hjakka í sama farinu.
Lögin á þessum plötum eru í nokk-
uð öðrum dúr en önnur lög, sem
við höfum látið frá okkur fara.
Mick var einnig spurður að þvi,
hver af þeim hæggengu plötum,
sem hljómsveitin hefði látið frá sér
fara, væri honum mest að skapi.
— Bezt þykir mér sú plata, sem
við sendum síðast frá okkur. Og
lélegust er platan með heitinu „Be-
tween the Buttons".
— Hvað var það, sem þér líkaði
ekki við hana? var spurt.
— Öll lögin voru léleg. Ég man
varla eftir að hafa unnið að henni.
Éq hlýt að hafa verið eitthvað mið-
ur mín þá.
Þá var Mick að því spurður,
hvaða tveggja laga plötur hljóm-
sveitarinnar honum þættu beztar.
Hann sagði:
— „Come On" (það var fyrsta
olata hljómsveitarinnar) og „I
Wanna Be Your Man", en aðrar
^lötur eru líka ágætar. Þetta þvðir
þó ekki, að ég spili þær á hverjum
degi mér til ánægjuauka!
Þegar rætt er um hljómplötur
46 VIKAN **•tbl-