Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 8
’glugga tjalda- efni.. LAUGAVEGI 59 SÍMl 18478 M1ÐAPRENTUN Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar, kvitt- anir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyr- irliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. Leitið upplýsinga. HILNIR mf Skipholti 33 — Sími 35320. ■ I MIG DREYMDI Ást í tjaldi og gullhringur í jólagjöf Kæra Vika! Um áramótin dreymdi mig draum, sem hefur orðið mér minnisstæður og mig hefur lengi langað til að fá ráðinn. Mér fannst ég vera á ferða- lagi með vinkonu minni, ásamt strák, sem ég átti vingott við fyrir ári, og vini hans. Við höfð- um tvö tjöld. Strákurinn, sem ég var eitt sinn með, við skul- um bara kalla hann A, var með lítið tjald, sem var eins og kassi í laginu. Það var svo lítið, að þegar hann lá endilagnur í því, skagaði höfuðið og fæturnir út í tjaldið, þannig að það mynd- uðust eins og kúlur utan á það. Vinur hans var með annað tjald, stærra. Bæði tjöldin voru bleik að lit með bláum toppi. A átti að vera með vinkonu minni, en ég með vini hans. Við sátum öli inni í litla tjaldinu og vorum eitthvað að fíflast og leika okk- ur. Allt í einu horfðum við A einkennilega á hvort annað. Fannst mér þá eins og við vær- um enn hrifin hvort af öðru. Okkur langaði til að vera sam- an aftur, en vissum ekki, hvern- ig við ættum að koma því við, án þess að særa hina krakkana. Eg man ekki glöggt hvað gerð- ist síðan, nema hvað vinur hans og vinkona min fóru að lokum yfir í hitt tjaldið, en við A urð- um saman eftir í litla tjaldinu. Lengri varð þessi draumur ekki, en nokkrum dögum seinna dreymdi mig annan draum og læt ég hann einnig fylgja. Mér fannst ég vera niðri í bæ. Þetta var á Þorláksmessu. Ég stóð í Austurstræti á móts við Hressingarskálann með fangið fullt af bögglum. Þá stanzar bíll hjá mér og þekkti ég strax, að þar var A kominn. Hann kallar á mig og spyr, hvort ég vilji ekki að hann aki mér heim. Eg svara, að það sé alveg óþarfi, ég geti tekið strætisvagn. Með það fór hann. Svo fannst mér ég vera komin neðar í Austur- strætið á horninu hjá Veltu- sundi. Þá kemur bíllinn aftur og A spyr mig enn sömu spurn- ingar og áður. Eg neita, en hann gefst ekki upp fyrr en ég er setzt inn í bílinn. Hann réttir mér lítinn pakka og segir, að þetta sé gjöf frá sér til mín, og ég megi ekki taka hana upp, fyrr en á aðfangadagskvöld. Ég verð afskaplega forvitin og spyr, hvort hann sé að gera gys að mér með því að gefa mér snuð eða eitthvað slíkt. Hann segir, að þetta sé ekkert í þá áttina, en ég muni komast að raun um það daginn eftir. Þegar ég var komin heim, gat ég ekki staðizt freistinguna og opnaði því pakk- ann til að athuga, hvort hann væri ekki að gera grín að mér eftir allt saman. í pakkanum reyndist vera stór og geysilega fallegur gullhringur og mér fannst hann vera með afmælis- steininum mínum í. Að lokum pakkaði ég hringnum aftur inn og lét hann með hinum gjöfun- um. Lengri varð þessi draumur ekki. Telur þú að eitthvert sam- hengi sé milli þessara tveggja drauma? Vonandi kemstu fram úr þessu hrafnasparki mínu, svo að ég fái svarið fljótt. Jú, það er enginn vafi á því, að samband er á milli þessara tveggja drauma. Þegar menn dreymir, að þeir dvelji í tjaldi, er það talið merkja, að viðkom- andi lendi í illindum innan skainms. Gullhringur táknar hins vegar giftingu og ekkert annað. Þess vegna ráðum við draumana á þann hátt, að þú munir aftur taka saman við strákinn, sem þú varst með fyr- ir ári. Svar til einnar í vand- ræðum í Kópavogi: Draumur þinn er fylrir ein- hverjum erfiðleikum; varla stórvægilegum þó. Yfjrleitt er það þannig, að dreymi mann föður sinn látinn, þá skyldi mað- ur fara eftir því sem hann segir við' mann, en þar sem þú vilt ekki tala við föður þinn, þá er ekki gott að segja hvers konar erfiðleikar það eru scm þú átt í vændum. Næst skaltu leggja þig fram við að reyna að tala við liann, og sjáðu þá til. Þú biður um langt og gott svar: Það er ekki fyrir öllu að svarið sé langt, en ég vona að þér finnist þetta gott. Svar til einnar í óvissu á Selfossi: Svona draumar licita sam- vizkubit og ekkert annað. Fyrr eða síðar verður þetta búið, og því fyrr sem það er, því betra, því enginn veit hverjar afleið- ingarnar gætu orðið. Taktu mitt orð fyrir því, að draumur þessi er fyrir hörmulegum endalok- um, ef þið sjáið ekki að ykkur í tíma. 8 VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.