Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 16
ÁSTIR FRUMSTÆÐRA ÞJÖÐA - I PTNÐINOAR Á BRÍBEAIFSNÓTT VIKAN mun á næstunni birta nokkrar gr hér og þar á hnettinum. í hinni fyrstu se Hjá þeim eru kvenréttindi óþekkt og liti 5 úr sjálfri kynnautninni, og sumir brúðka Paragvæ er eitt af minnstu, frumstæðustu, fátækustu og aft- urhaldssömustu ríkjum heims. Það er á stærð við ísland, á suð- urmörkum hitabeltisins og að miklu leyti vaxið frumskógi, klemmt á milli nágrannaland- anna Brasilíu, Argentínu og Bólivíu og nær hvergi að sjó. Það lætur því að líkum, að land- ið er afskekktur og vanræktur útkjálki. Þjóðfélagsástandið er hörmulega bágborið, meira að segja á suður-amerískan mæli- kvarða. Landinu stjórnar ein- ræðisherra að nafni Alfredo Stroessner, og er svo afturhalds- samur og illur viðskiptis, að þriðjungur eða fjórðungur allra landsmanna kváðu hafa gerzt pólitískir flóttamenn í nágranna- löndunum, og er það líklega heimsmet. Stroessner hefur reynzt nasískum flóttamönnum í Suður-Ameríku haukur í horni og jafnan svarað illu einu þegar hann hefur verið beðinn að framselja þá. Enda kváðu marg- ir þeirra búa í sæmilegu yfir- læti í Paragvæ, til dæmis hef- ur oft verið fullyrt, að sá marg- umtalaði Martin Bormann hefð- ist þar við. íbúar landsins eru kringum tvær milljónir talsins og flestir af blönduðum stofni spænskra landnema og Indíána. Langflest- ir frumbyggjanna voru af Indí- ánaþjóð þeirri er Gvaranar kall- ast og voru að ýmsu leyti á hærra stigi atvinnulega en aðr- ir Indíánar austan Andesfjalla. Þegar Spánverjar komu til lands- ins árla á sextándu öld, voru þeir farnir að stunda akuryrkju, og t.unga þeirra, guaraní, var og er annað útbreiddasta mál Indí- ána í Suður-Ameríku. Það hef- ur gilt sem einskonar alþjóða- mál meðal Indíána á frumskóga- svæðinu, hliðstætt quechua, máli Fegurð hennar er herská, og sízt af öllu hefur hún svip ambáttar. Þó er það nákvæmlega það sem hún er. Og á brúðkaupsnóttina bíta hana fjögurra sentimetra langir maurar.... 16 VIKAN 33 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.