Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 44
r~ ViOarbiliur á ioft oo veooi EIK GULLÁLMUR ASKUR CAVIANA LERKI BEYKI FURA OREGON PINE TEAK VALHNOTA MANSONIA HARDVIDARSALAH s). Þórsgötu 13 Sími 11931 & 13670. Fólk heldur því fram að Char- lotte sé ennþá mjög ástfangin af eiginmanninum fyrrverandi. Þegar Jaqueline Kennedy gift- ist Onassis, sagði Charlotte við einn blaðamanninn: — Ég vona að hann reynist henni vel, ég hef sjálf verið gift Grikkja, og ég veit hvað það er. Charlotte er góð vinkona Jaqueline ,og hún lítur oft eftir John og Caroline Kennedy, þegar móðir þeirra er fjarverandi. Tveim vikum eftir að Char- lotte giftist, var haldið brúðkaup Anne yngri og Gianni Uzielli. Þótt bæði Fordunum og Mc Dannel fjölskyldunni líkaði vel við hinn vel menntaða Itala, höfðu þau samt áhyggjur af því að hann hafði verið kvæntur áð- ur, svo brúðkaupið gat aðeins verið borgaralegt. Móðir hennar gerði allt til að athöfnin yrði sem hátíðlegust, en hún er enn með áhyggjur af öllum þessum brotum við kaþólsku kirkjuna. (Það er eiginlega eina áhyggju- efni hennar nú, þegar hún sjálf er gift og hamingjusöm). Gianni er skemmtilegur maður og hvers manns hugljúfi. Anne er líka orðin miklu rólegri eftir að hún eignaðist soninn Aless- andro árið 1966. Hún hneykslaði fólk og stöðvaði einu sinni um- ferðina um Broadway, þegar hún sázt þar á gangi í gegnsæjum tækifæriskjól á leið til frumsýn- ingar. Nú er orðið hljóðara um þess- ar konur, (að minnsta kosti eins og er), en þær eru samt alltaf kallaðar „hinar fjórar frægu Ford konur“. ☆ Ég hef gaman af . . . Framhald af bls. 19 þarna í vistlegri stofunni með glæsilegasta útsýni, sem ég hef nokkru sinni séð. Hljóm- plata með Pete Seeger snýst á plötuspilaranum, og hann syngur um mannvonzku, stríð, blómin og náttúruna. Ohjákvæmilega beinast sam- ræður okkar inn á sömu brautir með nokkrum útúr- dúrum, svo sem pillunni, tón- list, guði og kirkjuhaldi, handavinnu og flótta íslend- inga til annarra landa. „A vissan hátt,“ segir Sig- ríður, „skil ég þetta vesalings fólk, sem er að flytja búferlum til annarra landa, eins og til dæmis Astralíu. En ég hef bara ekki trú á, að þeir sem ekki geta bjargað sér hér, geti nokkuð betur gert það annars staðar. Maður verður að sætta sig við, að það koma erfið tímabil inn á milli, en ég hef tröllatrú á bjartri fram- tíð þessa lands. Hér höfum við allt til alls, og ísland býður upp á engu minni möguleika en Astralía. Fólk verður bara að horfast í augu við vand- ann og hafa kjark til að tak- ast á við hann.“ Það er orðið framorðið, og við göngum öll út á svalirnar, þar sem ljósmyndarinn ætlar að smella af nokkrum mynd- um í kvöldsólinni. Þegar mað- ur er svona hátt uppi og sér svona vítt vfir, þá er það furðulegt, að skipulag borgar- innar er alls ekki eins slæmt og virðist, þegar maður er staddur á jörðu niðri. Að myndatöku lokinni þökkum við fyrir okkur og kveðjum hjónin Hákon Olafs- son, verkfræðing, og Sigríði Rögnu Sigurðardóttur, — stúlkuna, sem brosir svo blítt í stofunni hjá okkur á kvöldin. IIIIAR tll DBKIM BflNS HÖA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Slðast er dreglð var hlaut verðlaunin: Rúnar K. Jónsson, Kleppsvegi 68, Reykjavík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Heimill Örkin er á bls. 33 44 VIKAN 33- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.