Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 39
— Get ég ekki fengið að sjá hana?
— Þú skalt kalla mig Dinny. Jú þú færð að sjá hana, en ég
held það sé bezt að þú hittir móður mína um leið.
Hann þrýsti hönd hennar.
— Þú hefur alltaf verið elskuleg.
Dinny brosti daufu brosi.
— Líður þér sæmilega?
— Eftir vonum. Heldurðu að hún muni nokkurn tíma koma til
með að elska mig?
— Ég vona það.
— Fólkið þitt heldur vonandi ekki að ég hafi aðeins hug á að
skemmta mér með henni?
— Ekki hér eftir. Þú ert það sem einu sinni var sagt um mig,
gegnsær.
— Þú? Mér finnst ég aldrei vita hvað þú ert að hugsa.
— Það var fyrir löngu síðan. Komdu!
Á erfiðum stundum fannst Dinny þæglegra að vera í Mount
Street heldur en á Condaford. Sir Lawrence var svo miklu glað-
lyndari en faðir hennar, og ósamkvæmni Em frænku hennar var
miklu notalegri en hljóðlát samhyggð móður hennar. En þegar
vandræðin voru um garð gengin, þá var alltaf notalegast að hreiðra
um sig á Condaford.
Þegar hún hafði skilið Clare eftir í Mews, ók hún í leigubílnum til
Mount Street, og kom þangað um miðdegisverðarleytið.
Michael og Fleur voru þar, og samtalið snerist um stjórnmál og
bókmenntir. Michael var á þeirri skoðun að blöðin klöppuðu þjóð-
inni of snemma á bakið, og að stjórnin gæti fengið sér blund, en Sir
Lawrence lét í ljós ánægju sína yfir því að hún væri ennþá vakandi.
Lafði Mont spurði allt í einu: — Heyrðu Dinny, hvernig dafnar
drengurinn?
— Mjög vel, frænka, hann er farinn að ganga.
— Ég hef verið að gá í ættartöluna, hann er sá tuttugasti og fjórði
með þessu nafni á Condaford, þar áður voru þeir franskir. Á Jean
von á fleiri börnum?
— Það geturðu bókað, sagði Fleur. — Ég hef aldrei séð nokkra
unga konu svo upplagða til barneigna.
— Það verður þá ekki mikið fyrir þau að lifa af.
— O, hún sér um það.
— Dinny, hvernig líður Clare?
— Ágætlega.
—- Er nokkuð að ske? Skær augu Fleur virtust bora sig inn í
vitund Dinnyar.
— Já, en .
Rödd Michaels greip fram í.
— Pabbi, Dornford heldur . .
Dinny hafði engan áhuga á skoðunum Dornfords, en velti því fyrir
sér hvort hún ætti að gera Fleur að trúnaðarmanneskju sinni. Hún
þekkti engan sem var svo fljót að hugsa og hún treysti heilbrigðri
dómgreind hennar, — en þetta var leyndarmál Clare, og hún ákvað
að tala við Sir Lawrenee fyrst.
Síðar um kvöldið gerði hún það. Hann lyfti brúnum, þegar hann
heyrði fréttirnar.
— Heila nótt í bíl, það er svolítið erfitt að kyngja því. Ég fer og
tala við lögfræðingana á morgun. Roger yngsti Forsyte, frændi Fleur,
er þar nú; ég tala við hann, hann er líklegri til að skilja betur hlut-
ina en þeir eldri. Við skulum bæði tala við hann.
— Ég hef aldrei komið til City.
— Það er furðulegur staður. Þú skalt undibúa þig undir að verða
hissa.
— Finnst þér þau eigi að fara út í það að verja sig?
— Ef þú spyrð hvort þeim verði trúað, þá segi ég nei. En það
má ræða um málið.
— Trúir þú þeim sjálfur?
— Ég reiði mig á þig, Dinny, Clare myndi aldrei skrökva að þér.
— Þau segja sannleikann, það er greinilegt á svip þeirra. Það væri
ljótt að trúa þeim ekki.
— Það eru engin takmörk fyrir mannvonzku í þessari vondu ver-
öld. Þú ert þreytt, vina mín, þú ættir að koma þér í rúmið.
Þau komu á skrifstofu Kingson, Cuthcott og Forsyte klukkan
fjögur daginn eftir.
— Hvað er orðið af Gradman gamla, heyrði Dinny frænda sinn
spyrja Roger Forsyte yngsta, — er hann hér ennþá?
Yngsti Roger Forsyte, sem nú var fjörutíu og tveggja ára, svaraði:
— Ég held hann sé ennþá á lífi, hann býr í Pinner eða Highgate, og
ég held honum líði vel.
— Það þykir mér gott að heyra, tautaði Sir Lawrence. — Forsyte
gamli .... frændi yðar hafði mikið álit á honum. Hann var hrein-
ræktaður Victoriu-tímabils maður.
Roger yngsti brosti. — Fáið ykkur sæti.
r------------------------------a
GEFJUNARGARN
‘Tizkan í dag
MIOA
PRENTUN
Takið upp hina nýju aðferð og
látið prenta alls konar aðgöngu-
miða, kontrolnúmer, tilkynning-
ar, kvittanir o.fl. á rúllupappír.
Höfum fyrirliggjandi og útvegum
með stuttum fyrirvara ýmis konar
afgreiðslubox.
LEITIÐ UPPLVSINGA
HILMIR HF
SKIPHOLTI 33 - SlMI 353208« _
------------------/