Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 11
höfðu verulegan áhuga og ánægju af að vinna ullina. Við gerum
okkur því góðar vonir með að þetta týnist ekki niður, að ungu kon-
urnar haldi áfram.
—- Og trémunirnir, eftirlíkingar af húsmunum, eru þeir líka fram-
leiddir hér á landi?
— Já, það er maður sem rennir þetta sérstaklega fyrir okkur. En
það sem háir okkur svolítið er að karlmennirnir eru ekki nógu dug-
legir að vinna að þessum málum. En þeim fjölgar nú heldur í fé-
laginu, svo að við gerum okkur vonir um að það standi til bóta með
þá.
Talið berst nú að stofnun félagsins, tildrögum hennar og sögu
þess síðan. Gerði farast svo orð:
— Félagið heitir Heimilisiðnaðarfélag íslands. Félagsmenn eru
áhugafólk um heimilisiðnað, og félaginu er ætlað að vinna að vernd-
un og eflingu þjóðlegs íslenzks heimilisiðnaðar. Það var stofnað
1913. Til að vinna að stefnumálum sínum hefur félagið gegnum ár-
in gengizt fyrir námskeiðum, haldið sýningar víðs vegar um land,
og síðan var sett á stofn verzlunin Islenzkur heimilisiðnaður. Hún
var stofnuð 1951, og byrjaði í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkis-
ins. Sú samvinna varði í sex ár, en ósk félagsins hefur alltaf verið
ins. En ósk félagsins hefur alltaf verið sú að geta staðið á eigin
fótum, svo að stofnuð var smásöluverzlun á Laufásvegi sex árum
síðar. Hún var fyrst í heldur lélegu og litlu húsnæði, síðan var það
lagfært og stækkað, og svo núna var opnuð verzlun í Hafnarstræti
3, fimmtánda júní, þannig að nú rekur félagið þessar tvær verzl-
anir. Þar vinna um tíu manns, nú yfir sumarmánuðina.
Stefán Jónsson arkitekt er formaður félagsins, í aðalstjórn eru
Arnheiður Jónsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Sigrún Stefánsdótt-
ir, Sólveig Búadó.ttir, Guðrún Jónasdóttir. Fyrsti formaður
félagsins var Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri. Af þeim sem ég
þekki til í félaginu og hafa lagt hvað mest af mörkum til starfsemi
þess myndi ég vilja nefna frú Sigrúnu Stefánsdóttur, sem byrjaði
Framhald á bls. 30.
Hildur Biering (til vinstri) og Kristín Ingólfsdóttir sýna nýjustu gerðirnar af
herðaslám. Annað er heklað, hitt prjónað. |
Frú Hulda Stefánsdóttir hefur lengi starfað af miklum dugnaði í Heimilis-
iðnaðarfélaginu og nú spinnur hún á rokk tvær stundir á dag, milli
tvö og fjögur, á loftinu í Hafnarstræti 3. Áður kenndi hún tóvinnu í hús-
mæðraskólanum á Blönduósi, þegar hún var þar skólastjóri. — Hér ræðir hún
við einn viðskiptavininn, og til hægri er Hanna Ragnarsdóttir að vefa brekáns-
teppi.