Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 10
BATNANDI SMEKKUR MEÐ KYNSLÓÐ HVERRI íslenzkt þjóðfélag stendur á mörkum tveggja menninga, bænda- menningar sem staðið hafði óbreytt í meginatriðum frá byggð lands- ins og átti sér þó miklu eldri rætur og Reykjavíkurmenningar, sem þróazt hefur með borginni okkar síðustu áratugina. Skil þessa tvenns voru skörp, minntu á straumiðu eða þotu sem skyndilega eykur hraðann og brýzt í gegnum hljóðmúrinn. í því róti kenndi ýmissa sjónarmiða, sem flest einkenndust af skammsýni og rákust hvert á annað, annars vegar forpokaðrar íhaldssemi og þess konar gagnrýnislausri fastheldni við hið heimafengna sem Hannes Haf- stein grínaðist að er hann kvað: Bara ef lúsin íslenzk er er þér bitið sómi. I gagnstæða átt beindust aðrar öfgar, miklu meiri fyrirferðar, gróf- ar og smekkvana, sem þeir fjölmörgu aðhylltust er töldu til lúsa undantekningarlítið allt það, er íslenzkt var og lögðu metnað sinn í að verða amerískar hermikrákur. Þetta fólk, áttavilt í róti tíma- skiptanna, hafði svipað álit á því sem innanlands var framleitt og einokunarkaupmenn reyndu að skapa til að drepa niður innrétt- ingar Skúla fógeta. En nú hefur borgríkið okkar staðið nógu lengi til að í því sé farið að gæta vissrar fágunar, sem dregur úr öfgum í hveria átt sem er. Eitt dæmi þess er sú endurvakning íslenzks heimilisiðnað- ar og aðlögun hans að nýjum og breyttum tímum, sem átt hefur sér stað undanfarin ár, fyrst og fremst fyrir forgöngu Heimilisiðn- aðarfélags fslands. Pélagið hefur um skeið rekið verzlun við Lauf- ásveg, en hefur nú fyrir skömmu opnað aðra við Hafnarstræti, götu þá sem er að verða okkar Oxford Street og má sannarlega muna tímana tvenna. Af tilefni opnunarinnar höfðum við tal af frú Gerði Hjörleifsdóttur, vefnaðarkennara, sem stjórnar verzlunum félagsins. í nýju verzluninni er loftið mengað ferskum viðarilmi og skrafi á mörgum þjóðtungum, því að meðal viðskiptavinanna eru margir erlendir ferðamenn, sem líta hér inn í minjagripaleit. Verzlunin er á tveimur hæðum, og á þeirri efri, sem er undir risi og með þver- bitum í baðstofustíl, er ofið og spunnið tvo tíma dag hvern, svo að viðskiptavinirnir geti kynnzt þessum þáttum heimilsiðnaðar frá fyrstu hendi. — Er vefnaður mikið stundaður hérlendis nú til dags? spyrjum við. — Nokkuð, held ég, enda er vefnaður kenndur í öllum húsmæðra- skólum. — Eru vefstólar framleiddir hérlendis? — Jú, eitthvað, en flestir eru þó innfluttir. Frá Noregi og Sví- þjóð. Þeir eru því miður orðnir mjög dýrir, líklega um tuttugu þús- und krónur. — Og rokkarnir. Eru þeir smíðaðir hérlendis? — Já, það er maður hér, sem smíðar þá fyrir okkur, er „rokka- drauari", eins og þeir voru kallaðir hér áður fyrr. Sigurjón Kristj- ánsson heitir hann. Rokkarnir hans eru ákaflega vel smíðaðir og þær láta vel af að spinna á þá. — Færist það í vöxt að spunnið sé? — Já, það var orðið lítið um það, en það er eitt af stefnumálum félagsins að halda við þessum gömlu vinnuaðferðum og aðlaga þær kröfum nýs tíma. Eitt af hlutverkum félagsins er að gangast fyrir námskeiðum, og í fyrra tók það húsnæði á leigu og hafði námskeið, þar sem megináherzlan var lögð á tóvinnu. Þar var kenndur spuni, alveg frá því er þær fengu reifið, tekið var ofan af, kembt og spunnið, og einnig var námskeið í jurtalitun. Og síðan var nám- skeið í listvefnaði. Þetta var alveg frá því að ullin var óunnin og þangað til hún var orðin að listvefnaði, stig af stigi. Þarna var litað með jurtum, sem hafa verið notaðar til þess hérlendis í ómunatíð. Það var alls konar lauf, lyng, birkibörkur o. fl. Úr þessu fást feikilega margir og fallegir litir. Það skemmtilegasta við þetta spunanámskeið var að meirhluti þátttakenda voru ungar konur, sem Einn mikið laglegur galdrastafur, kallað- ur Karlamagnúsar- innsigli og sjálfsagt magnaður eftir því. ♦ Smámynd af rokk, vinsæll minjagripur. Þetta er kola (eftir- líking úr kopar), cn Wm. \ lj§ svo voru kallaðir lýsislampar þeir er ' Mw \ |§ mikið voru notaðir # '' % á íslenzkum sveita- í Wl heimilum á öldinni $ B j sem leið. Ljósmetið Ijplll!! var sel- og hákarla- P | j !|J lýsi, og kveikurinn, sem snúinn var úr . 1 JNm fífu, lá fram í lampanefið, en þar brann ljósið. * mmtL i llBr '''' i Wk Renndur askur úr furu. Hér koma ár- 'Jk iáp / hringirnir að góðu haldi sem skreyting. Gerður Hjörleifsdóttir með prjónaða þríhyrnu. 10 VIKAN 33-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.