Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 3
31. árgangur - 33. tölublaS - 15. ágúst 1969
i ÞESSARI VIKU
„Smekkurinn breytist með kynslóð hverri"
segir Gerður Hjörleifsdóttir í viðtali
við Vikuna. Hún veitir forstöðu nýrri
verzlun, sem Heimilisiðnaðarfélag íslands
rekur i Hafnarstræti, en þangað hafa
erlendir ferðamenn flykkzt í sumar.
Þau kynntust að eigin sögn á ósköp
venjulegan og órómantiskan hátt — á Hótel
Sögu. Og giftu sig síðan í febrúarmánuði
siðastliðnum. Vikan heimsótti á
dögunum Sigriði Rögnu Sigurðardóttur,
sjónvarpsþul og kennara, og eiginmann
hennar, Hákon Olafsson, verkfræðing.
Við segjum frá heimsókninni í máii og
myndum á bls. 18 og 19.
Ástir frumstæðra þjóða heitir nýr greina-
flokkur, sem hefst í þessu blaði.
í fyrsta þættinum segir frá Paragvæ, sem er
eitt frumstæðasta og fátækasta ríki í
heims. Þar þykja pyndingar sjálfsagður
liður við hjónavígslur. Ef brúðhjónin
standast prófið, hafa þau sýnt og sannað,
að þau séu fólk til að glíma við
erfiðleika lífsins.
VIKAN
( NÆSTU VIKU
Hinn nýi forseti Frakklands, Pompidou,
hefur verið mikið í kastljósinu að
undanförnu. Og ekki hefur hin fagra kona
hans vakið minni athygli. í næsta blaði
bregðum við upp svipmynd af
frönsku forsetahjónunum.
Utgáfa á íslenzkum hljómplötum hefur
alltaf verið nokkur, en farið ört vaxandi á
síðustu árum. En hvernig verður hin
íslenzka hljómplata til? í næsta blaði
rekjum við sögu einnar íslenzkrar plötu,
allt frá því að hugmyndin að henni
fæðist, og þar til hún er sett á markaðinn.
„Ég lifi heldur ómerkilegu lífi", sagði
Bing Crosby í einkaviðtali við Vikuna, þegar
hann kom hingað í siðasta mánuði
til að veiða lax. Vikunni tókst eftir mikið
stímabrak að fá langt og ítarlegt viðtal
við Bing Crosby, þar sem hann
rekur frægðarferil sinn í stuttu máli, segir
frá lífinu í Hollywood og vinum sínum
þar og ýmsu öðru.
í FULLRI ALVÖRU
Eitt af því bezta í fari nútimans er stöðugt
vaxandi raunsæi, tilhneiging til að skyggnast
undir yfirborð hlutanna og láta ekki glepjast
af fagurgala og lýðskrumi. Fréttamiðlar, blöð,
útvarp og sjónvarp, gera sér æ betur Ijóst, að
hlutverk þeirra er fyrst og fremst að flytja sann-
ar og hlutlausar fréttir. Aukin menntun og víð-
sýni gerir almenningi kleift að draga sjálfur
ályktanir, ef hann aðeins fær staðgóðar upplýs-
ingar, sem óhætt er að treysta.
Það er hætt við, að stjórnmálamönnum reyn-
ist erfitt nú á dögum að stunda starf sitt á sama
hátt og gert hefur verið hér á landi til skamms
tima: Haga seglum eftir vindi; leggja höfuð-
áherzlu á að túlka málin sjálfum sér og flokki
sínum í hag í stað þess að segja sannleikann
umbúðalaust. Almenningur sér í gegnum mold-
viðri sýndarmennsku og blekkinga, enda trúa
menn ekki í blindni á sína menn og sinn flokk
eins og áður.
Stærsta blað landsins hefur í allt sumar hamr-
að á þvf í forystugreinum sínum, að tekizt hafi
að sigrast á efnahagsörðugleikunum og hættan
sé liðin hjá. Þetta er að sjálfsögðu sagt til að
sýna fram á, að stefna stjórnarinnar hafi verið
rétt og lofi snilli núverandi ráðamanna og snar-
ræði á hættunnar stund.
En skyldi þetta vera rétt? Síldin hefur brugð-
izt gjörsamlega, og sáralítið hefur verið unnið
við byggingarframkvæmdir. Verzlunarmenn
segja, að kaupgeta almennings hafi síður en svo
aukizt, þótt ofurlítil hækkun hafi komið til.
Mikil óvissa er því enn ríkjandi og allra veðra
von.
Senn tekur að hausta, og margir bera kvíð-
boga fyrir erfiðum vetri. Þess vegna trúa menn
varlega digurbarkalegum skrifum og hóli um
eigið ágæti.
G.Gr.
VIKAN Útgefandi Hilmir hf. Ritstjóri: SigurSur
Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamaður:
Dagur Þorleifsson. Útli tsteikning: Halldóra Hall-
dórsdóttir. Drcifing: Óskar Karlsson. Auglýsinga-
stjóri: Jensina Karlsdóttir. — Kitstjórn, auglýsingar,
afgrciðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35330 —
35333. Pósthólf: 533. Verð í lausasölu kr. 50.00.
Áskriftarvcrð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórð-
ungslega, 900 kr. fyrir 36 tölublöð missirislega, eða
170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftar-
gjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru; Nóvem-
bcr, febrúar, maí og ágúst eða mánaðarlega.
33. tbi. VIKAN 3