Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 34
Gvaranar svo á, að kynlífið sé
ekki til annars en að framleiða
börn (það hefur líka löngum
þótt góður, kristinn rétttrúnað-
ur), því að barnafjöldi gildir í
þeirra augum svipað og olía og
dollarar hjá svokölluðu sið-
menntuðu fólki í sömu heims-
álfu.
Hjá Gvarönum ríkir föðurrétt-
ur, patríarkí. Konan er karl-
manninum undirgefin eins og
Eva Adam. Þegar May flytur í
kofa Rantus, koma systur henn-
ar með. Þeim er einnig ætlað að
bera honum börn. Þó má hann
samkvæmt lögum ættbálksins
ekki eiga fleiri konur en fjórar,
eins og Múhameð taldi líka há-
mark fyrir aðra en sjálfan sig.
Brjóti Gvarani þessi lög er hon-
um harðlega refsað: rekinn vopn-
laus út í frumskóginn.
May hefur hins vegar lítil sem
engin kvenréttindi. Hætti hún að
falla manni sínum í geð getur
hann fyrirvaralaust gefið hana
einhverjum vini sínum, sem ekki
á ennþá fjórar konur. Verði hún
ótrú, er Rantu frjálst að drepa
hana. En nú, þegar hún gengur
með honum til kofans, brosir
hún og er hamingjusöm. Veizlu-
fólkið, allt niður í sjö ára börn,
heldur fagnaðinum áfram af
fullum krafti til morguns. *
HádegisverSurinn
Framhald af bls. 12
borðið einn rétt? Ég er viss um,
að yður mundi líða miklu betur
þá.“
„7n ég borða bara einn rétt,“
reyndi ég að malda í móinn.
34 VIKAN 33-tbl-
Þjónninn kom enn með mat-
seðilinn. Hún bandaði honum frá
sér og baðaði út höndunum.
„Nei, nei, ég borða aldrei neitt
um hádegið. Aðeins einn bita,
ég vil aldrei meira, og ég fæ
mér þennan bita svona til mála-
mynda til að fá tækifæri til að
tala við fólk. Ég gæti ekki með
nokkru móti borðað meira . . .
nema ske kynni að þeir
hefðu þennan risaspergil. Mér
þætti leiðinlegt að fara frá París,
án þess að bragða á honum."
Mér féll allur ketill í eld. Ég
hafði séð hann í búðunum, og ég
vissi, að hann var hræðilega dýr.
Það hafði oft komið vatn í
munninn á mér, þegar ég sá
hann.
„Frúna langar til að vita, hvort
þið hafið þennan risa spergil,"
sagði ég við þjóninn.
Ég reyndi af öllum mætti að
fá hann til að segja nei. En
sælubros færðist yfir hans
breiða, prestlega iandlit. Hann
sagði, að þeir hefðu svo sannar-
lega spergil, mjúkan og fínan
spergil, sem væri hreinasta lost-
æti.
„Ég er ekki nokkurn skapað-
an hlut svöng,“ sagði gestur
minn og andvarpaði, „en fyrst
þér viljið endilega, þá hef ég
ekkert á móti því að fá svolít-
inn spergil.“
Ég pantaði hann.
„Aítlið þér ekki að fá yður
neinn?“
„Nei, ég borða aldrei spergil."
„Ég veit, að það er til fólk,
sem þykir hann ekki góður.
Sannleikurinn er sá, að þér eyði-
leggið bragðnæmi yðar með öllu
þessu kjötáti.“
Við biðum, á meðan verið var
að sjóða spergilinn. Ég var skelf-
ingu lostinn. Nú var spurningin
ekki lengur, hve mikla peninga
ég ætti eftir til að lifa fyrir það
sem eftir var mánaðarins, held-
ur hvort ég ætti nóg til að borga
reikninginn. Það yrði skammar-
legt að vanta kannski tíu franka
og þurfa að slá sinn eigin gest
um þá. Ég gæti aldrei gert það.
Ég vissi nákvæmlega hvað ég
átti, og yrði reikningurinn hærri,
var ég ákveðinn í að stinga
hendinni í vasann, reka upp
undrunaróp og segja, að pening-
unum hefði verið stolið. Auðvit-
að kæmist maður í bansetta
klípu, ef hún hefði heldur ekki
peninga til að greiða reikning-
inn. Þá væri ekki annað að gera
en skilja úrið sitt eftir og segja,
að ég kæmi seinna og borgaði.
Spergillinn kom. Hann var
feikna stór og mikill, safaríkur
og ginnandi. Lyktin af bráðna
smjörinu kitlaði nasaholur mín-
ar, eins og hinar brunnu fórnir
dyggðuðu Semítanna kitluðu
nasaholur Jehova. Ég horfði á
konufjandann háma græðgislega
í sig hvern bitann á fætur öðr-
um, og í hæversku minni ræddi
ég um, hvernig ástandið væri í
harmleiknum í Balkanlöndunum.
Liksins var hún búin.
„Kaffi?“ spurði ég.
„Já, bara ís og kaffi,“ svaraði
hún.
Ég var orðinn alveg kærulaus
núna, svo ég pantaði kaffi fyrir
mig og ís og kaffi fyrir hana.
„Ég skal segja yður, að það er
eitt, sem ég hef óbifanlega trú
á,“ sagði hún, á meðan hún var
að borða ísinn. „Maður skyldi
alltaf standa svo upp frá borð-
um, að maður finni, að maður
geti borðað svolítið meira.“
„Eruð þér ennþá svangar?"
spurði ég veikum rómi.
„Ónei. Ég er ekki svöng. Þér
vitið, að ég borða ekki hádegis-
mat. Ég fæ mér kaffi á morgn-
ana og svo kvöldverð. En ég
borða aldrei nema einn rétt um
hádegið."
„Já, einmitt!"
Það kom hræðilegt atvik fyr-
ir. Á meðan við biðum eftir kaff-
inu, kom yfirþjónninn, brosti
smeðjulega og var ekkert nema
falsið í framan. Hann kom að
borðinu til okkar og hélt á körfu
með feikna stórum ferskjum í.
Liturinn á þeim var eins og þeg-
ar saklaus stúlka roðnar. En
ferskjuuppskeran gat þó ekki
staðið yfir núna? Guð mátti vita,
hvað þær kostuðu! É'g fékk að
vita það — svolítið seinna, því
að gestur minn, sem hélt áfram
samræðunum, tók eina ferskjuna
og virtist gera það ósjálfrátt.
„Sjáið þér nú til,“ sagði hún
við mig í umvöndunartón. „Þér
hafið raðað í yður ógrynni af
kjöti (ræfils, litla kótelettan
mín!) — og þér getið því ekki
borðað meira. En ég hef bara
fengið mér svolítið snarl, og þess
vegna nýt ég þess virkilega að
fá mér eina ferskju."
Reikningurinn kom, og þegar
ég greiddi hann, sá ég að ég átti
aðeins óveru eina eftir í þjórfé.
Hún horfði sem snöggvast á þrjá
frankana, sem ég skildi eftir
handa þjóninum, og ég vissi, að
henni fannst ég vera smásálar-
legur. En þegar ég gekk út úr
veitingahúsinu, þá átti ég ekki
grænan eyri eftir í vasanum til
að lifa fyrir það sem eftir var
mánaðarins.
„Farið að mínum ráðum,“
sagði hún um leið og við tók-
umst í hendur að skilnaði. —
„Borðið aldrei nema einn rétt
um hádegið."
„Ég skal gera enn betur,“
svaraði ég. „Ég skal ekkert
borða, hvorki í hádegisverð né
kvöldverð."
„Gárungi," kallaði hún glað-
lega um leið og hún hoppaði
inn í leigubíl. „Þér eruð nú meiri
gárunginn!"
En ég hef fengið hefnd að lok-
um. É’g held, að ég sé ekki hefni-
gjarn maður að eðlisfari. En
þegar hinir ódauðlegu guðir taka
málið í sínar hendur, þá er það
fyrirgefanlegt, að maður virði
árangurinn fyrr sér með vel-
þóknun.
í dag er hún 260 pund! ☆