Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 40

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 40
— Herra Croom? — Ég er ástfanginn af henni. — Einmitt. Roger yngsti opnaði aftur tóbaksdósirnar. — Og þér, lafði Corven, þér lítið á hann sem góðan vin? Clare kinkaði kolli, nokkuð undrandi á svip. Dinny fann til þakklætis gagnvart spyrjandanum, sem nú bar mislitan klút upp að nefinu. — Þetta með bílinn var óhapp, sagði Clare; — það var bleksvart myrkur í skóginum, ljósin biluðu, og við vildum ekki hætta á það að láta sjá okkur saman. — Einmitt! Fyrirgefið að ég skuli spyrja, en það er nauðsynlegt; eruð þið viðbúin því að sverja framburð ykkar fyrir rétti? — Já. — Þið höfðuð ekki hugmynd um að ykkur var veitt eftirför? — Eiginmaður minn hafði hótað því, en við urðum þess ekki vör. — Viljið þér færa fram ástæðu fyrir því að þér yfirgáfuð eigin- mann yðar, lafði Corven? Clare hristi höfuðið. — Ég get ekki búið með honum, hvorki hér heima eða annars- staðar í heiminum. Ég fer ekki til hans aftur. — Ósamkomulag, eða eitthvað verra? — Miklu verra. — Þér viljið ekki gefa ákveðna ástæðu? — Jú það hefi ég gert, en ég get ekki rætt það opinberlega. — Hann hagaði sér sem ruddi, sagði Tony, og átti bágt með að hafa vald á röddinni. — Þekkið þér hann, herra Croom? — Hefi aldrei séð hann. — En. . . . — Hann segir þetta vegna þess að ég yfirgaf Jerry skyndilega. Hann veit ekki hvað skeði. Dinny fann að augu lögfræðingsins hvíldu á henni sjálfri, og hún hugsaði með sér: — Hann er ekki neinn asni! Hann sneri sér frá arninum og Dinny sá að hann haltraði svolítið, þegar hann gekk að borðinu og tók skjalið upp aftur. — Ég er hræddur um að rétturinn verði ekki ánægður með þenn- an framburð. Ég er hræddur um að þetta verði nokkuð erfitt mál. Ef þér getið komið með ákveðna ákæru á eiginmann yðar og við getum komist gegnum þennan atburð með bílinn.... Hann leit fyrst á Clare, og svo á Tony. — Þér getið ekki hætt svo miklu vegna vanrækslu, ef — e — þið eruð saklaus. Roger yngsti lyfti pappírshnífnum. — Það væri kannski hægt að fá yður lausa fyrir töluvert fé. Hverjar eru fjárhagsástæður yðar, herra Croom? — Ég á enga peninga. Dinny sá föður sinn rétta lögfræðingnum umslag. — Við erum komin hingað vegna þessa. Roger yngsti leit á upphaf skjalsins og svo á Clare. — Hvernig getur hann vitað hvor okkar það er? hugsaði Dinny. — Þessar ásakanir eru ósannar, sagði hershöfðinginn. Lögfræðingurinn svtuaði ekki, en strauk kjálkann meðan hann las skjalið. Dinny sá að athyglissvipur var kominn á hann. Þegar hann sá að Dinny veitti honum athygli, lagði hann skjalið frá sér. — Ákærandi virðist þurfa að hraða þessu, þetta er undirskrifað í Egyptalandi. Hann hlýtur að hafa farið þangað til að flýta fyrir, herra Croom? — Já. — Óskið þér eftir því að við tökum að okkur málið frá yðar hendi líka? — Já. — Þá vildi ég fá að tala við yður og lafði Corven, og síðar við Sir Conway. — Er yður sama þótt systir mín sé líka viðstödd, sagði Clare. Dinny leit á lögfræðinginn. — Já, það er mér, sagði hann. Hershöfðinginn og Sir Lawrence fóru fram. Roger yngsti hallaði sér upp að arinhillunni, og Dinny til undrunar, tók hann upp tóbaks- dósir og fékk sér í nefið. — Lafði Corven, faðir yðar segir að þið séuð höfð fyrir rangri sök. — Það er staðreynd að við vorum í bílnum, en ásakanirnar eru ósannar. Það hefir ekkert verið á milli min og herra Croom, ann- að en þessir þrír kossar á kinnina. — Ég skil, Roger yngsti vætti varirnar. — Mér er nauðsynlegt að vita hvaða tilfinningar þið berið hvort til annars, — ef þær eru einhverjar. Dinny sá að hann kipraði varirnar. Henni fannst hann frekar líkur listamanni en lögfræðingi. — Hvað er átt við með því að tala um vörn? spurði Clare. — Þið verðið bæði að fara í vitnastúkuna og neita ásökunum. Síðan verður tekið til að þaulspyrja. En ef ég á að segja yður sann- leikann, þá hafið þér mjög litlar vonir um að kviðdómendur verði með yður, nema þér færið fram gildar ástæður fyrir því að þér yfirgáfuð eiginmann yðar. Og, bætti hann við, svolítið. einlægari, — fyrir kviðdómendum er svart raunverulega svart. Nú vil ég tala við föður yðar og Sir Lawrence. Dinny gekk fram að dyrunum og hélt þeim opnum fyrir systur sinni og Tony. Hún leit við og sá Roger yngsta Forsyte, sem hneigði aðeins höfuðið, um leið og hann tók upp tóbaksdósirnar. Hún lokaði dyrunum og gekk til hans. — Þér gerið þeim rangt til ef þér trúið þeim ekki. Þau segja sannleikann. — Hvers vegna yfirgaf hún eiginmann sinn, ungfrú Cherrell? — Ef hún vill ekki segja yður það sjálf, þá get ég ekki gert það. En ég veit að hún gat ekki annað. Hann virti hana fyrir sér með athygli. — Einhvernveginn vildi ég óska að það væruð þér, sem ættuð hlut að máli, sagði hann snögglega, tók í nefið og sneri sér að hershöfðingjanum og Sir Lawrence, sem voru að koma inn. Svipur hans breyttist og hann leit á hershöfðingjann. Hefur hún góðar og gildar ástæður til að yfirgefa eiginmann sinn? — Það hefur hún, sagði hershöfðinginn. • — Pabbi! — Það virðist svo sem hún vilji ekki tala um það. — Það myndi ég heldur ekki gera, sagði Dinny. Roger yngsti tautaði. — Það myndi nú samt gera gæfumun- inn ........ Framhald í næsta blaði. 40 VIKAN ^3-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.