Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 33

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 33
Mentol sigarettan sem hefur hreint og hressandi bragð. miklu úrvali. Þar á meðal má nefna míníatúr-eftirlíkingar af húsmunum ýmsum, sem áður fyrr voru sjálfsagðir hlutir í húshaldi hvers heimilis. Þarna eru kolur úr gljáandi kopar og fylgir með leiðarvísir á íslenzku og erlendum málum, þar sem skýrt er frá hvernig þessi ljós- færi voru handtéruð á sínum tíma. Svo eru þarna útskornir askar, blöndukönnur, strokkar og fleira og fleira. Enn má nefna útskorna prjónastokka, ætlaða til að geyma í bandprjóna og því um líkt, en nú nota ungu stúlkurnar þá undir eyrnalokka og aðra skartgripi, segir Gerður. Þá eru hérna veggteppi og inni- skór, unnir úr lopa, eftir frú Barböru Árnason, mjög fallegt hvorttveggja eins og annað sem sú kona gerir. — Og hér eru svokallaðir akkeriskrossar, segir Gerður. — Það eru kertastjakar, smíðaðir sérstaklega fyrir kapellu, sem er við húsmæðraskóla kirkjunnar á Löngumýri. Og þarna er hrossahársgjörð, uppi á bitan- um. Fléttuð úr hrosshári. Það kunna fáir núorðið. Við fengum hana norðan af Langanesi. —■ Eru viðskiptavinirnir af einhverjum aldursflokkum fremur en öðrum? — Þeir eru á öllum aldri, og ekki sízt ungt fólk. Unga fólkið leggur vaxandi áherzlu á að hlutirnir sem það notar séu fal- legir, hlutir sem það notar dag- le"a, til dæmis konurnar í eld- húsinu. Það er mjög ánægjulegt að verða var við það. Mér finnst það áberandi hvað unga fólkið hefur þroskaðan smekk. Smekk- urinn batnar greinilega með hverri kynslóð. — Og þér líkar starfið vel? — Já, það er skemmtilegt og skapandi. Vinnudagurinn er að vísu oft langur, en ef einhver árangur sést af starfinu, þá tel- ur maður það ekki eftir. dþ. Pyndingar á brúðkaupsnótt Framhald af bls. 17 og þau stíga bæði ofan í körf- una. Allir viðstaddir steinþegja og halda niðri í sér andanum. Maurarnir skríða uppeftir líköm- um ungmennanna og bíta í óða- önn. Andlit brúðhjónanna kipp- ast til af sársauka, en ekkert hljóð kemur fram á varir þeirra: þau standast prófið. Þar með hafa þau sýnt og sannað, að þau eru fólk til að standast erfið- leika lífsins. Gvaranar beita þessum pyndingum einnig gegn óvinum sínum, þegar þannig liggur á þeim. Um síðir fá brúðhjónin að stíga upp úr körfunni og eru þá alþakin maurum, sem í snarhasti eru þvegnir af þeim með vatni og sterkþefjandi bruggi. Körf- unni er hent á bálið með þeim maurum, sem eftir eru í henni. Þá hefst nokkurs konar hátíð- arganga. Allir karlmenn ætt- bálksins ganga í röð framhjá brúðhjónunum. Hver þeirra virðir andlit stúlkunnar vand- lega fyrir sér — í síðasta sinn. Upp frá þessu er hún tabú fyrir þá. Síðan er sezt að margvísleg- um veizlukosti: skjaldbökueggj- um, steiktum fiski og veiðidýr- um, ávöxtum og hunangi. Þessu er skolað niður með cachire, áfengum drykk sem bruggaður er úr rót vissrar maístegundar. Þegar fólkið er mett byrjar ballið. Dansað er kringum bálið, yfirleitt í pörum, en sumir karl- mannanna fá sér þó snúning með tveimur konum samtímis, svo og sumar konur með tveimur karl- mönnum. Rótarbruggið er knei- að ákaflega og smátt og smátt fækkar í danshringnum. Hvert parið eftir annað leiðist reikult út á milli trjánna, þar sem al- mennar samfarir hefjast af hjartans lyst. Brúðhjónin, May níu ára og Rantu fimmtán, yfirgefa fagnað- inn í kyrrþey og læðast niður að nærliggjandi fljóti. Rantu eys vatni á líkama konu sinnar til að draga úr sviðanum í sárunum eftir maurabitið. En ekki er þor- andi að fara í bað. Fljótið er krökkt af mannætufiskum, svo- kölluðum pirayos, sem breytt geta manni í beinagrind á nokkr- um sekúndum. May og Rantu leggja kinn við kinn, en þau kyssast ekki. Koss- inn er óþekktur hjá mörgum Indíánaþjóðflokkum á Amazon- svæðinu og þar suður af. Ástar- hót þeirra eru ósköp feimnisleg og lausleg, og sjálft kynlífið er algerlega laust við rómantík. Engin blíðlæti fara á undan kyn- mökunum og sjálf eru þau dýrs- leg og æðisgengin. Þegar karl- mennirnir koma úr veiðiferð, sem kannski hefur staðið í viku, þá þrífa þeir formálalaust til kvenna sinna og liggja þær í allra augsýn. Indíánar þessir hafa mjög tak- markaða ánægju af samförunum, jafnt andlega sem líkamlega. Þetta kemur sumpart til af því, að snemma á barnsaldri eru kyn- færi karlmanna harðvafin innan í snæri, og breytir það lögun þeirra verulega, svo sem að lík- um lætur. Þetta er gert til að verjast sjúkdómum. Enda líta 33. tbi VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.