Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 29
ekki eins bundinn á staðnum. Hann sagðist koma til borgarinnar á laugardag, og bað hana að hitta sig. Clare las bréfið í rólegheitum og fann til samúðar með honum. Vesalings Tony! Hún náði í eyðublað og sendi honum skeyti' Komdu í te, í Melton Mews. Clare. Hún sendi skeytið á leið til vinnunnar. Tony Croom flýtti sér til Melton Mews, án þess að hugsa um nokkuð annað en Clare. Hann veitti því ekki eftirtekt litlum þybbn- um manni, með hornspangargleraugu, sem hafði verið honum sam- ferða frá Bablock Hythe, og gekk nú í sömu átt, frá Paddington stöðinni að Coffee House, og frá Coffee House að Melton Mews hann horfði á Tony fara inn í húsið númer tvö, og tók þá upp vasabók og skrifaði eitthvað í hana. Hann hét Chayne, og hafði góða atvinnu, vegna þess að hann hafði einstakt minni, og vissi meira um náungann en margur annar. Hann hafði verið fimm daga í þessu starfi, byrjaði þegar Clare kom til borgarinnar frá Condaford. Þrjár vikur liðu, og Clare hitti Tony ekki oftar en fjórum sinn- um. Hún var að setja niður í tösku, til að fara til Condaford um helgina. Þá hringdi dyrabjallan. Við dyrnar var lágvaxinn maður, með hornspangargleraugu. Hann tók ofan. — Lafði Corven? — Já. — Afsakið, ég var beðinn að fá yður þetta bréf. Og hann rétti henni aflangt, gult umslag. Clare las: Frá rétti dómsmála, deild hjónaskilnaða. Tuttugasta og sjötta dag febrúarmánaðar 1932. Vegna ákæru Sir Geralds Corven. Hún varð hálf máttlaus í hnjánum og leit framan í manninn. Hann hneigði sig lítillega. Hún hafði það á tilfinningunni að hann vorkenndi henni, og flýtti sér að loka dyrunum. Þegar hún kom upp, kveikti hún í sígarettu, og breiddi skjalið fyrir framan sig. Hún var róleg þar til hún kom að orðunum: Og ákærandi krefur téðan James Bernard Croom um 2.000 pund, vegna áðurnefndrar ákæru. Tony. Hann sem ekki einu sinni átti tvö þúsund shillinga. Hún þaut á fætur og flýtti sér að símanum og bað. um númerið á gisti- husinu í Bablock Hythe. — Get ég fengið að tala við herra Croom. . . . Farinn til London ... í bílnum sínum. . . .? Hvenær? Hún sá það í hendi sér að hún gæti ekki náð lestinni til Conda- ford, svo hún hringdi þangað. — Dinny? Þetta er Clare. Ég get ekki komið í dag, ég kem á morgun Nei! Það er allt í lagi ég er aðeins dálítið áhyggjufull. Dálítið áhyggjufull! Hann var sannarlega hefnigjörn skepna. Rétt i .þvi heyrði hún i bíl fyrir utan, og flýtti sér niður. Tony var fölur og áhyggjufullur. — Við skulum ekki tala um það sem við hefðum átt að gera, heldur um það sem við þurfum að horfast í augu við. Iiann settist og grúfði andlitið í höndum sér. — Það veit guð að þetta var það sem ég þráði, sagði hann. — Að vera laus við hann. Clare horfði á hann og brosti. — Heyrðu Tony, reyndu að taka þessu eins og fullorðinn maður. Þú veizt það sjálfur að við erum saklaus. Hvað eigum við að gera í málinu. — Auðvitað geri ég það sem þú vilt. — Ég verð að fara til Condaford, og tala við fjölskylduna. Ég held það sé bezt að þú komir þangað líka. — Drottinn minn, sagði Tony, — ég má ekki til þess hugsa að ef við förum í mál til að verja okkur, þá ertu ennþá bundin honum. — En ef við gerum það ekki, þá verður þú öreigi. — Það er ekki af miklu að taka, þeir geta ekki annað gert en að gera mig upp. — En starfið? — Ég get ekki séð að það skipti máli. — Ég fer þá til Condaford á morgun, og þú kemur á eftir. Hefur þú nokkurn lögfræðing? — Nei. — Ég ekki heldur. Við verðum að fá okkur lögfræðing. — Ég skal sjá um það. Ó, að ég hefði næga peninga! — Mér finnst ég verði að biðja þig fyrirgefningar á því að ég skuli eiga svona hefnigjarnan eiginmann. Tony greip hönd hennar. ■— Ég var að hugsa um lögfræðinginn. — Það er fallegt af þér, Tony, en ég verð fyrst að tala við fjöl- skylduna. Hann gekk fram og aftur um gólfið. — Heldurðu að þau trúi okkur? — Við segjum þeim allan sannleikann. — Fólk trúir ekki alltaf sannleikanum. Með hvaða lest ferðu? — Klukkan tíu. — Á ég að koma með þér, eða á ég að koma seinna frá Bablock Hythe? — Það er bezt, þá verð ég búin að tala við þau. — Viltu kyssa mig? — Þú veizt að við verðum að segja sannleikann, þá verða það þrír kossar í allt. — Guð blessi þig, sagði hann, og flýtti sér út. Það var nokkuð þvingað andrúmsloft á Condaford, þegar Clare kom þangað daginn eftir. Hún kaus að bíða þangað til eftir há- degisverðinn með að tala við föður sinn. Þá gekk hún inn í dag- stofuna til hans, tók skjölin upp úr tösku sinni og rétti honum. — Þetta fékk ég sent, pabbi. Hún heyrði undrunarhljóð, og sá Dinny og móður sína ganga til hans. Loksins sagði hann: — Segðu okkur sannleikann. Hún horfði á þau. — Þetta er ekki satt, við erum alveg saklaus. — Hver er þessi maður? — Tony Croom? Ég hitti hann á skipinu á leiðinni heim. Hann er tuttugu og sex ára, vann á plantekru, sem var sameinuð ann- arri, en vinnur nú hjá Jack Muskham; á að gæta arabisku meranna, sem hann er að fá til Bablock Hythe. Hann er fátækur. Ég sagði honum að koma hingað síðdegis. — Og þú ert ástfangin af honum? — Nei, en mér líkar vel við hann. — Er hann ástfanginn af þér? — Já. — Þú segir að ekkert hafi verið á milli ykkar? — Hann hefur kysst mig þrisvar á kinnina, það er allt og sumt. — Hvað er þá átt við að þú hafir verið með honum nóttina þann þriðja? — Ég fór með honum í bílnum hans til að skoða húsið sem hann kemur til með að búa í. Á leiðinni til baka biluðu ljósin, ég held það hafi verið um fimm mílur frá Henley. Það var bleksvart myrk- ur, svo ég stakk upp á því að við yrðum kyrr, þar til birta tæki. Við sofnuðum, og vöknuðum strax við birtingu, þá héldum við áfram til borgarinnar. Hún heyrði að móðir hennar saup hveljur og eitthvert skuggalegt kokhljóð frá föður sínum. — En á skipinu, eða heima hjá þér? Þú segir að það hafi ekkert verið á milli ykkar, þó hann sé ástfanginn af þér? — Ekkert. — Er það alveg satt? — Já. — Auðvitað er það satt, skaut Dinny inn í. — Ég veit það, sagði hershöfðinginn, — en hver er kominn til að trúa því? — Við vissum ekki að okkur var veitt eftirför. — Hvenær kemur hann? — Á hverri stundu. — Hefurðu séð hann síðan þú fékkst þetta bréf? — Já, í gærkvöldi. — Hvað sagði hann? — Hann sagðist fara algerlega eftir mínum vilja. — Það er auðvitað. Heldur hann að ykkur verði trúað? — Nei. Hershöfðinginn gekk með skjalið út að glugganum, eins og til að lesa það betur. — Þegar hann kemur, sagði hann og sneri sér að þeim, — þá vil ég hitta hann fyrstur, enginn á undan mér. Skiljið þið það? Svo rétti hann Clare skjölin. Hann var þreytulegur á svipinn. — Ég er leið yfir þessu, pabbi. Við höfum hagað okkur eins og kjánar. Hann snerti öxl hennar og marsjeraði svo út að dyrunum. Dinny fylgdi honum eftir. — Heldurðu að hann trúi mér, mamma? — Já, en það er aðeins vegna þess að þú ert dóttir hans. Honum finnst annað ekki koma til greina. — Er það sama máli að gegna með þig, mamma? — Ég trúi þér vegna þess að ég þekki þig. Clare beygði sig niður og kyssti hana á kinnina. — Þakka þér fyrir, mamma mín. Framhald á bls. 36. 33. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.