Vikan


Vikan - 11.09.1969, Qupperneq 7

Vikan - 11.09.1969, Qupperneq 7
það gerði það nú samt, og nú veit ég ekki hvert ég á að senda peningana. Með fyrirfram þökk. G.R. Dagblöffin og Biskupsskrifstofan taka á móti svona áheitum. — Mundu samt, aff ekkert er ómögulegt á þessum síffustu og verstu tímum! Viðtalið við Vilhjálm Pósturinn, Vikan! Í!g hef undanfarið verið að dunda við að lesa Vikuna mér til dægrastyttingar og skemmt- unar; í sem fæstum orðum vil ég segja að sú viðleitni hefur bor- ið nokkuð góðan árangur. En svo fór ég að lesa viðtalið við hann Vilhjálm Vilhjálmsson, og til að hafa líka sem fæst orð um það, þá vil ég leyfa mér að meina að það sé uppspuni frá rótum — eða svo gott sem. Og þessum parti þarna um dáleiðsluna trúi ég alls ekki. Það þarf ekki nokk- ur maður að segja mér að Vil- hjálmur hafi í rauninni dáleitt hann — og allra sízt eftir allt sem þessi blaðamaður er búinn að vera að fíflast í sumar. Segðu mér nú eitt, Póstur góð- ur: (Og án útúrsnúninga). Var ekki viðtalið, eða allavega þessi dáleiðslu-hluti, einber tilbúning- ur? Kveðja, Dubious. Nei, Dubious minn, hvert ein- asta orff sem í viðtalinu var, er eins satt og þaff getur framast veriff. Vilhjálmur dáleiddi blm. í raun og veru, og þó þaff hafi ekki veriff nákvæmlega eins og maffur hafffi hugsaff sér dá- leiffslu, þá getur hann dáleitt. Og meffal annarra orffa: Hvaff meinar þú meff því að blm. hafi veriff aff fífiast? Ern öldungur Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áð- ur, en nú er ég í svo miklum vandræðum að þú verður að hjálpa mér hvað sem það kost- ar. Ég er 20 ára og er búinn að vera með stelpu í 3 mánuði; hún er nú farin að koma mikið heim með mér og sefur þar stundum. Foreldrum mínum líkar mjög vel við hana og einnig afa mín- um sem er á heimili okkar (ég er einkabarn). En nú kem ég að kjarna máls- ins: Foreldrar mínir fóru norður á Akureyri um daginn og ég átti að gæta hússins og afa á meðan, en þar sem ég fékk ekki frí frá vinnu bauðst vinkona mín til að vera heima. Foreldrar mínir samþykktu það og einnig afi, sem ekki taldi verra að hafa unga blómarós í námunda við sig. Svo er ekki meira um það, þau fara til Akureyrar, og ég í vinn- una (ég vinn á sendibíl). Um 5 leytið fer ég með vörur í hús við sömu götu og við búum í; mér lá ekkert á svo ég stanzaði við okkar hús fyrst. Enginn var í eldhúsinu er ég kom inn og ruggustóll afa stóð auður. Ég gekk inn í stofu, þar var eng- inn heldur. Mér dettur þá í hug að þau hafi bæði lagt sig, því afi fær sér oft blund á daginn, og ég læðist að svefnherberg- inu til að vekja þau ekki (afi er mjög svefnstyggur). Það sem ég sá hverfur mér aldrei úr huga. Vinkona mín (unnusta) og afi lágu í hjónarúminu, hálf-nakin og veittust hvort að öðru. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hljóða eða drepa þau bæði, en ákvað samt að læðast burt sem ekkert hefði í skorizt. Það gerði ég, og er ég kom heim úr vinnunni um kvöldið leit út frá þeirra hálfu, sem ekkert hefði gerzt, og auð- vitað minni líka. Á ég að hætta við stelpuna eða láta þetta gott heita? P.S. Afi er níræður. Toppías. Ja, þaff er eins gott aff afi þinn er ekki á elliheimilinu! En mér finnst alveg sjálfsagt aff þú reynir aff tala viff þau fyrst — þaff er aff segja áffur en þú drep- ur þau, sem er heldur óráfflegt. Ef þau láta sér ekki segjast, þá skaltu fá þér affra dömu; þú verffur víst aff sitja uppi meff sama afann, þó það verffi varla mikiff lengur ef hann heldur svona áfram. Hitt er annaff mál aff ég trúi ekki einu einasta orffi af þessu bréfi þínu. Ef ég hef rangt fyrir mér, þá skal ég skrifa um þig minningargrein einhvern tíma — vonandi ekki nærri strax. Meffal annarra orffa: Gerir þú mikiff af því aff skrifa nafnlaus bréf? Strákurinn, sem ég er meS, gaf mór minnsta kveikjara sem ég hef séS — svo lítinn aS óg fæ varla nógu litla steina I hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti ( siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man óg, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eSa strákinn. Ég er alltaf aS kaupa eldspýtur, en þær misfarast meS ýmsum hætti. En eld þarf ég aS hafa. Hver vill gefa mér RONSON? Mig langar svo í einhvern af þessum MUady gas kvelkjari Comet gas kveikjarl Adonis gas kveikjari Emprcss gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur 5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiftir. Og kveikjarinn. — Hann getur enzt aS eilifu. RONSON Einkaumboð: I. Guðmundsson i Co. hf. 37. tbi. viKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.