Vikan - 11.09.1969, Qupperneq 13
og svo framvegis. Hafðu umfram allt engar peningaáhyggjur. Allt sem
þú þarft að gera er að finna Livingstone!
Og það gerði Stanley.
Þetta var árið 1869, og þá hafði fátt heyrzt af Livingstone síðan 1866,
en talið var að hann væri einhvers staðar ( námunda við Tarrganjíka-
vatn. Ferðalög utan Evrópu tóku þá lengri tfma en nú, og það var ekki
fyrr en í ársbyrjun 1871, að Stanley kom til Sansíbar, en þaðan átti að
hefja leiðangurinn. Konsúll Breta þar virtist lítið hrifinn af fyrirtækinu;
kvað Livingstone sérsinna og duttlungafullan og ólíklegan til að vilja
hitta gesti úr menntaða heiminum. Þetta olli Stanley nokkrum heilabrot-
um. Erindi hans var að bjarga manni, sem trúlega var ( hættu staddur.
En hver var þá Livingstone í raun og veru, þessi dularfulli maður sem
negrarnir kölluðu Fljótaleitandann? Leitaði hann ef til vill einnig ein-
hvers, sem erfiðara mundi að skilgreina en fljót? Vildi hann kannski alls
ekki láta finna sig? Hafði hann snúið baki við siðmenningunni?
En hjá skipun Bennetts hjá New York Herald þýddi ekki að reyna að
komast. Og síðla í marz lagði hann af stað inn í land með miklum leið-
angri og vel búnum. Leiðin lá yfir svæði það er nú heitir Tansanía og
var þé lítið friðland. Hinir innfæddu þjóðflokkar áttu í stöðugum skær-
í frumskóginum beið voði við hvert fótmál.
um, allavega þegar þeir gátu á fótunum staðið fyrir margs konar sjúk-
dómum, sem þarna viku aldrei úr húsi. Sóttist ferðin því seint. Snemma
í nóvember höfðu leiðangursmenn tal af negrum, sem komu frá héruð-
unum vestan við Tanganjíka. Þeir höfðu komið við í Ujiji og séð þar
hvítan mann. Þessi hvíti maður var svipað klæddur og Stanley, sögðu
negrar þessir. Hann var gamall og grár á hár og skegg og hafði einu
sinni áður komið til Ujiji.
Þessar fréttir endurnýjuðu þrótt og vonir Stanleys. Hann hafði þá
veikzt af malariu og losnaði ekki fyllilega við þann sjúkdóm fyrr en eftir
tuttugu og fimm ár. Hann var hrifinn af Afríku og hafði andstyggð á
henni jafnframt. Hér var hann einn hvítra manna og hafði í fyrsta sinn
á ævinni ráð yfir fólki.
Hann var af allt annarri manngerð en mannvinurinn mikli, sem hann
leitaði að. Uppeldið hafði gert hann hörkutól og viðkvæman í senn, og
í þessari ferð magnaðist harkan um allan helming. Hann hafði með sér
bæði byssur og svipur og notaði hvorttveggja óspart á negrana, þegar til-
efni gáfust. Liðsmenn hans og burðarkarlar skiptu hundruðum, og hann
37. tb!. VIKAN 13