Vikan


Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 21
Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði — öldruð kempa, sem man tímana tvenna. fásinnið norður um Strandir var einmitt ák]ósanlegt fyrir þá. Enda fór svo í þessari ferð þeirra Egg- erts, að þegar þeir komu að Engi- nesi, sem átti að vera í eyði, hafði þar setzt að þjófur, sem brotizt hafði úr fangelsi á Suðurlandi, og sett upp bú ásamt konu sinni. Ingibjörg KetiIsdóttir og Pétur Guð- mundsson. Þau bjuggu í Ófeigsfirði í meira en hálfa öld. Nú eru þau þar á sumrin en búa annars í Kópa- vogi. Núverandi íbúar Ingólfsfjarðar láta sér ekki bregða, þótt gest beri að garði. Þó fara ekki allir að með miklum friði og kurteisi. Til að mynda kom í vor leið langferða- bíll fullur fólks inn í Ingólfsfjarðar- botn og tjaldaði það á grundunum. En það lét ekki þar við sitja, held- ur dauðhreinsaði fjörurnar af spýt- um, sem þangað hafði rekið og heimilisfólkið notar jafnan til eldi- viðar, og gerði sér af mikinn varð- eld. Heimafólk verður síðan að kaupa kol, því rekinn brást á Ströndum í ár. En Magnús bóndi tók Ijúflega þeirri málaleitan okkar að tjalda á grundunum. Ég spurði hann, hvort nokkur frágangssök væri að ganga yfir Seljaneshlíðina til Ofeigsfjarð- ar, þótt með væru tvö börn, þriggja og fimm ára. Nei, ekki hélt hann það frágangssök, en ærið bratt Ingólfsfjarðarmegin. Svo sýndi hann mér, hvar gönguleiðin lá. Ég spurði enn, hvort ég mætti ekki koma á jeppanum heim yfir ána morguninn eftir og skilja hann eft- ir hjá bænum, meðan við færum yfir. Það var líka auðsótt. í stafalogni, sól, en þokuhnoðra á Munaðarnesinu ókum við morg- uninn eftir heim að ánni. Bjarnveig húsfreyja var að mjólka svarta kú við traðarhliðið. Þegar yfir kom, lét Þetta er fjölskyldan, sem nytjar hlunnindin í Ófeigsfirði. Frá vinstri: Ás- geir og Pétur, hjónin Elín og Guðmundur, og yzt til hægri er Torfi. I glugganum fyrir ofan þau er yngsti sonurinn, Böðvar — hann afneitaði að vera með á myndinni! Fyrir aftan Guðmund og Torfa er rekahnyðja, en hnyðjur af þessu tagi eru algengar norður um strandir. Nú er stefnt inn Ingóifsfjörð. Beint fram undan stafni er Eyri, mikill sildar- staður meðan sá fiskur var og hét við landið. Eitt mesta sport litlu strákanna er að leika sér í bátunum. Þessi skekta er notuð mest til að fara á milli lands og lægis, og svo ferðast yngsta kyn- slóðin á henni langar ferðir — uppi í fjörusandinum. hún þess getið, eins og meðal ann- arra orða, að Magnús ætlaði víst að skreppa á bátnum til Ofeigs- fjarðar að sækja sér sel. Þetta þótti okkur heppileg tilviljun og föluð- um far, sem var auðsótt. Þau hjón- in fóru svo með okkur á báti sín- um, voru til kvölds í Ofeigsfirði og tóku okkur þá með til baka aftur. Aldrei létu þau okkur finna það, og neituðu því enda afdráttarlaust, að þau hefðu farið þetta okkar vegna, engu að síður erum við sannfærð um, að svo var. En svona er Strandafólkið. Það verður að játast, að nokkuð er Ofeigsfjörður frábrugðinn þeirri glansmynd, sem dregin hafði ver- ið upp fyrir mér af staðnum. Að vísu eru þar hlunnindi góð, nema silungur og hrokkelsi eru lítið sem ekki. Og ekkert kemur fyrirhafnar- laust, ekki einu sinni rekinn. Það sem eftir stendur af glansmynd- inni eru húsin, bátarnir og land- Framhald á bls. 34. 37. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.