Vikan - 11.09.1969, Side 22
Hý framhaldssaga
EFTIR GORDON OG
MILDRED GORDON
KVÖLDID FYRIR
BRÚSKMPIS
Nýir lesendur geta byrjað hér:
Helen Rogers er ritari hins unga saka-
mannaverjanda, Frank Mitchells. Þau eru
trúlojuð, og œtla að giftast eftir tvo daga.
Helen vinnur fram eftir og bíður eftir Frank,
sem er hjá skjólstæðingi. En þegar koma
hans dregst, ákveður hún að halda heim.
Það er komið miðnætti. Hún er setzt inn í
bílinn og hefur spennt á sig öryggisbeltið,
þegar maður rís allt í einu upp af gólfinu
aftur í. Hann skellir pappakassa yfir höfuðið
á henni og tekur fyrir kverkar henni. Hann
skipar henni að sækja fyrir sig tvö hundruð
þúsund dollara til ákveðinnar persónu, en ef
hún ekki gegni því, skuli hann myrða bœði
hana og móður hennar, sem er á heilsuhœli
eftir hjartaslag. Það er eins og maðurinn í
aftursætinu viti allt um einkamál Helenar. í
hrœðslu sinni lofar Helen að gera sem hann
vill. Áður en maðurinn fer, segist hann munu
láta til sín heyra síðar með frekari upplýs-
ingum, þegar mál sé að sœkja peningana.
Hann varar hana einnig við að fara til lög-
reglunnar, því hann fylgist stöðugt með
henni.
En þegar Helen er komin heim, laumast
hún hugvitsamlega leið til lögreglustöðvar-
innar, leitar uppi Hawkins varðstjóra og
starfsbróður hans, Barney Carlson, og segir
allt af létta. Þegar hún kemur aftur heim
klukkan um þrjú um nóttina, hafa lögreglu-
menn auga með öllu nágrenninu, og meðan
hún var á lögreglustöðinni kom lögreglan
fyrir földum hljóðnemum í íbúð hennar og
hlerunartœki á símann. Henni er því sæmi-
lega rótt, en sem hún er komin upp í og
hyggst reyna að sofna, heyrir hún fótaták
úti fyrir. Það reynist vera Frank, sem er
orðinn órólegur, af því að hún hefur ekki
svarað í simann. Helen langar að trúa hon-
um fyrir sögu sinni, en hefur heitið lög-
regluvarðstjóranum því, að segja engurn frá
þessu, ekki einu sinni Frank. Þess í stað seg-
ist hún ekki hafa getað sofnað, og farið í
stutta gönguferð. Skömmu eftir að Frank fer,
hringir síminn. Það er maðurinn úr bílnum,
og hann segir: — Hvernig vœri, að ég kœmi
og við gömnuðum okkur saman, það sem eftir
er nœturinnar.?
Angela Simmons, hin tvítuga og íðilfagra
skrifstoíustúlka Hawks, kom inn með morg-
unskýrsluna handa yfirmanni sínum, en fór
svo aítur til síns herbergis. Hawk sneri sér
að Barney.
— Jæja, hvernig er með Helen Rogers?
Gaztu komið öllu fyrir í íbúðinni hennar?
Framhald á bls. 39.
22 VIKAN 37- tbl-