Vikan - 11.09.1969, Qupperneq 27
þetta starf er fyrir ungt og lifandi
fólk, enda eru sífellt fleiri að fá
áhuga á því. Ég kenndi einn tíma
í viku í háskólanum í fyrravetur og
býst við að gera það aftur í vet-
ur. Nemendur mínir voru aðeins
fjórir (í bókasafnsfræðum), mjög
áhugasamir og skemmtilegir.
Ég held að fólk sé æ meira að
gera sér grein fyrir því, að bóka-
söfn eru ekki bókageymslur, held-
ur mennta- og menningarmiðstöðv-
ar.
Á Borgarsjúkrahúsinu fer einnig
fram svolítið sérstök starfsemi, sem
sé útvarp. Hingað til hefur aðeins
verið útvarpað þrjá tíma í viku, en
við vonumst til að geta aukið það
eitthvað í nánustu framtíð. Tvær
dagskrár eru sendar úr útvarps-
herbergi spftalans, og einnig er út-
varpað kvöldvöku geðdeildar, en
Jón AAúli hefur veg og vanda af
þeim samkomum. Þessar dagskrár
samanstanda af tónlist, sögum, Ijóð-
um og þar fram eftir götunum; —
mörgu eftir sjúklingana sjálfa, og
þá lesa þeir stundum eigin verk.
Ég veit af svona sjúkrahússút-
varpsstöð í Stokkhólmi, og nýlega
barst mér bréf ásamt úrklippum frá
þeim sem hefur með það að gera,
bar sem sagði meðal annars, að
betta væri svo virt og vinsælt þar
f borqinni, að jafnvel vinsælustu
Ég neut ekki dvalarinnar sem
skyldi . . .
skemmtikraftar byðust hreinlega til
að koma þar fram endurgjaldslaust.
Og einu sinni í viku er heilmikil
dagskrá, eingöngu með þekktum
skemmtikröftum."
Mér verður á að spyrja Kristínu
hvenær hún sofi; hún getur naum-
ast haft mikinn tíma til að gera
neitt annað en að vinna.
Hún brosir viðkunnalega, bros-
inu sem allir þekkja, og segir hæ-
versklega: „Jú, ég sef alveg nóg
og mér finnst að konur eigi að
vinna af öllum kröftum að sínum
áhugamálum. Það er það sem okk-
ur vantar hér: Konur sem taka virk-
an þátt í uppbyggingu þjóðfélags-
ins, þingkonur og annað.
En ég skal viðurkenna það, að
éq hef takmarkaðan tíma til að
skemmta mér, og hefur það verið
bannig alveg síðan ég lauk námi.
Fn eins og ég seqi, þá er drengur-
inn númer eitt, þá starfið oa síðast
éo. Oq þó maður hafi yfirleitt aldr-
ei nægan tíma til að gera hlutina
eins og maður vildi qera þá, finnst
mér ég aldrei vera f tímaþröng
Éq les töluvert, eins og starfið
reyndar krefst, og þá mest bók-
menntir viðvfkiandi faainu. En ég
nr nÞI<i eins on sumir kollegar mín-
ir sem lesa allt spjaldanna á milli.
Fo les bað sem éq hef áhuga á og
annað ekki."
. . . sonurinn var eftir heima, og á
mér var betra að tala sem minnst
um hann.
Við fáum okkur aftur í bollana
og höldum áfram að spjalla f stíl-
hreinni og látlausri stofunni heima
hjá Kristínu, þar sem hún býr ásamt
syni sínum í Drápuhlíðinni. Það er
komið víða við, og áður en við vit-
um af hefur stóri vísirinn farið allt-
of langt fyrir önnum kafna Kristínu
og pakksadda VIKU-menn.
Því þökkum við fyrir okkur og
kveðjum húsráðanda, Kristínu H.
Pétursdóttur, sjónvarpsþulinn sem
er bókavörður, kennir bókasafns-
fræði við Háskóla fslands og hefur
ótal fleiri störf með höndum.
Þú þekkir hana. Hún brosir til
þín í hverri viku — á skermi stofu-
stássins.
ó. vald.
37. tbi. VIKAN 27