Vikan


Vikan - 11.09.1969, Side 31

Vikan - 11.09.1969, Side 31
-dk'Þetta eru nokkrir meðlimir megrunarklúbbsins á Long Island. Eins og sjá má, eru þetta eingöngu þéttvaxnar konur, en þær feitustu vildu ekki vera með á myndinni. ALICIA MADEIRO GEKK í MEGRUNARKLÚBB- INN WEIGHT WATCHERS, OG ÞAÐ GJÖR- BREYTTI LÍFI HENNAR. FYRSTI KLÚBBURINN VAR STOFNAÐUR í BANDARÍKJUNUM ÁRIÐ 1961, AF SEX KONUM, SEM ÁLITU AÐ ÞAÐ VÆRI LÉTTARA AÐ MEGRA SIG, EF FLEIRI VÆRU SAMAN UM ÞETTA VANDAMÁL. NÚ ERU ÖTAL SLÍKIR KLÚBBAR, VÍÐSVEGAR UM BANDARÍKIN, KANADA, ENGLAND OG ÍSRAEL. FÉLAGSFÖLK BORGAR SMÁVÆGILEGT MÁN- AÐARGJALD, OG FÆR MATSEÐIL, KLÚBB- REGLUR, LYFSEÐLA OG VIGTARTÖFLU. ÞAÐ ER AÐEINS FÖLK, SEM ÞARF AÐ LÉTTAST UM FIMM KÍLÖ MINNST, SEM ER TEKIÐ í FÉLÖGIN... Hún var hrædd í leikfimitímum í sjöunda bekk var Alicia orðin 98 kíló, og þá varð hún eins konar „ástamiðlari" í bekknum. Hún paraði bekkjarfélagana saman, en fór f felur með sínar eigin tilfinningar. Og það versnaði með aldrinum. En hún tók þessu með mesta jafnaðargeði. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að hún fann svo sárt til þess hve afskipt hún var. Hún var dauðskelkuð yfir því að þurfa að stunda leikfimi. Þá þurfti hún að afklæðast, og bekkjarsysturnar sáu ólögulegt sköpulag hennar greinilega. Þaer störðu á hana, en hún álasaði þeim ekki fyrir það, þær höfðu aldrei séð svona feita manneskju. En svo vöndust þær því að sjá hana, sérstaklega eftir að það kom í Ijós að hún var bezti bakvörðurinn í körfubolta. — Það komst enginn framhjá svona fituhlussu, eins og ég var, sagði Alicia síðar. Hún sætti sig líka ótrúlega vel við það að geta ekki notið þess, sem jafnaldrar hennar voru aðnjótandi. Hún gat til dæmis aldrei verið í stutt- buxum eða sundbol á ströndinni. Hún reyndi oft að megra sig, en það fór í handaskolum, ef hún komst í tæri við góða tertu. Þrátt fyrir þetta var Alicia ekki beinlínis óhamingjusöm. Hún átti fjölda vina, og hún var táknrænt dæmi upp á það að feitlagið fólk er skapgott og glaðlynt. Hún gerði sjálf grín að sköpulagi sínu, og hótaði kunningj- unum að setjast ofan á þá, ef þeir væru ekki skikkanlegir. Síðdegis komu vinkonurnar heim til hennar. Þær spiluðu á spil og hlustuðu á útvarp. En hún fór aldrei út með þeim á kvöldin. — Það lá í augum uppi að þær vildu ekki hafa mig með, sagði hún. Það var útilokað að nokkrir piltar litu í áttina til hennar. Svo Alicia sat venjulega heima. Bezta vinkona hennar var móðirin. Þær höfðu báðar sama vandamálið, fituna, en töluðu aldrei um það. Frú Madeiros var líka leið yfir því. Hún fór aldrei á foreldrafundi, eða skóla- slitahátíðir, því hún gat ekki afborið að sitja innan um hinar mæðurnar, sem voru svo fíngerðar og nettar. Hún saumaði sjálf á sig og börnin, alltaf sama sniðið; eins og stórt tjald með ermum. Alicia var hálftíma á hverjum morgni að strauja kjólinn sinn. Sokkana þurfti að panta sérstaklega stóra Þegar frú Madeiros dó, varð Alicia mjög einmana. Móðurforeldrarnir voru líka látnir, og Elsie systir hennar var með pilti, sem hún hitti á hverju kvöldi. Alicia varð að sauma sjálf fötin sín. Hún var búin að slíta Framhald á bls. 34. Þegar systir Aliciu grfti sig, var Alicia brúðarmey. Kjóllinn er úr Ijósrauðu silki, og hún geymir hann ennþá, til aS minna sig á hve feit hún var forð- um. Það skal aldrei henda hana aftur. 37. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.