Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 35
Zager og Evans
Harttítarkarfir
INNI
OTI
BlLSKÚRS
SVALA
HURÐIR
ýhHi- & 'Utikuftir H Ö. VILHJÁLMSSDN
RÁNARBÖTU 'Z SÍMI19669
V.
' r
m
Framhald af bls. 28.
verskum veitingastað og
fengu að launum fyrir söng-
inn eins mikið af mat og þeir
gátu í sig látið. Nú þegar þeir
félagar eru orðnir þekktir og
eftirsóttir skemmtikraftar
syngja þeir enn á þessum
veitingastað. Þeim finnst
maturinn góður! ☆
Hún fór í
megrunarklúbb....
Framhald af bls. 31.
öllu sem hún átti, og gat ekki feng-
ið nokkra flík í búðum.
Um það leyti var hún farin að
vinna í skyrtuverksmiðju, og ein af
vinnufélögunum hjálpaði henni við
saumaskapinn. Þær sprettu upp
gömlum kjól, og sniðu eftir hon-
um. Brjóstmál Aliciu var tiltölulega
lítið, samanborið við annan vöxt,
svo hún gat keypt brjóstahaldara,
sem voru ætlaðir gömlum konum.
Hún tók sauma úr skálunum. Hún
varð líka að panta sérstaklega stóra
sokka, venjulegar stærðir náðu
henni ekki upp fyrir hné.
Svo kom að því að Elsie og unn-
usti hennar giftu sig. Alicia keypti
fleiri metra af Ijósrauðu silki, og
saumaði kjól fyrir brúðkaupið.
Eina ástæðan fyrir því að hún
fékkst til að fara í brúðkaupið var
að hún tilbað þessa systur sína. Það
reyndu allir að fullvissa hana um
að kjóllinn væri dásamlegur, en
hún vissi ósköp vel sjálf að það var
ekki satt.
Megrunarklúbburinn
Þegar Elsie flutti að heiman, varð
Alicia mjög einmana. Hún bjó með
móðurbróður sínum, sem var mjög
sérvitur. Hún hugsaði mikið um
dauðann. Hún gat ekki varizt því
að hugsa um að ættingjar hennar
höfðu yfirleitt ekki verið langlífir,
flestir látizt um fertugt. Banamein
þeirra var i flestum tilfellum orsök
offitu, til dæmis hjartasjúkdómar,
sykursýki og of hár blóðþrýstingur.
Alicia hafði á tilfinningunni að
þetta yrðu líka örlög hennar. En
hún talaði aldrei við neinn um
þessar hugsanir sínar.
Þremur árum eftir lát móðurinn-
ar, hringdi Minnie Sommers til Ali-
ciu. Minnie Sommers var fyrirlesari
í Weight Watchers International,
sem eiginlega er hægt að kalla ,,fé-
lag baráttunnar við hitaeiningarn-
ar". Maðurinn hennar vann í sömu
verksmiðju og Alicia, og hann hafði
margoft beðið konu sína að
hafa samband við Aliciu. Þetta var
eiginlega á móti öllum reglum
klúbbsins, því að til þess var ætl-
azt, að þeir sem vildu fá inngöngu
í klúbbinn, óskuðu þess sjálfir. En
M'nnie lét undan þrábeiðni bónda
síns. Alicia vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið, en Minnie bað hana
um að koma á klúbbfund á þirðju-
dagskvöld, og sagðist ekki vilja
hlusta á mótmæli.
Alicia fór þangað, í þeim tilgangi
að reyna að hlýða klúbbreglum, að
minnsta kosti eina viku.
Fjórtán mánuðum síðar, í febrú-
ar 1967, var Alicia Madeiros búin
að ná því takmarki að léttast um
84 kíló!
Alicia ætlar að verða
kennslukona
Hún er eiginlega ekki ennþá bú-
in að venjast því að vera þetta
grönn. í fyrstu var hún hrædd við
að borða reglulega. Ef hún sá ís-
topp, minntist hún fitunnar og fékk
í sig hroll. A nóttunni vaknaði hún
oft af martröð, og fannst þá að hún
væri orðin ofboðslega feit aftur.
Hún fylgir ennþá matarreglum
klúbbsins. Þegar hún byrjaði á
megruninni, sagði Minnie henni að
hún myndi örugglega fá ógeð á
margs konar fæðutegundum, sem
hún hafði áður verið hrifin af. Ali-
cia trúði henni ekki, en það kom á
daginn að hún hafði á réttu að
standa. Hún snertir ekki smjör og
kartöflur, og finnst þykkar sósur
vondar, og ef hún borðar kökur, þá
verða þær að vera sérstök tegund.
Nú getur Alicia keypt tilbúinn
fatnað númer 42—44, en þegar hún
velur sér föt, þá þykir henni gaman
að því að velja fyrst of stór númer,
til að geta sagt: — Ég held ég þurfi
eitthvað minni stærð.
Nú er Alicia ein af fyrirlesurum
klúbbsins, og hún reynir að upp-
örva alla, sem eiga við þetta erfiða
vandamál að stríða.
Fyrir mörgum árum var það inni-
leg ósk Aliciu að fara í háskóla, og
taka kennarapróf, en hún vissi að
hún hefði aldrei kjark til að standa
fyrir framan nemendur. En síðan
hún varð grennri, hefur áhugi
hennar vaknað á ný. Hún sækir nú
kvöldnámskeið við Bridgewater
State College, tvö kvöld í viku, svo
það tekur langan tíma fyrir hana
að ná takmarkinu, en hún er nú
þegar búin að Ijúka byrjunarprófi,
sem sýnir það að hún hefur góða
von um að ná settu marki með góð-
um árangri. ' ☆
Apaköttur
Framhald af bls. 29.
Lonrlon, og hefur hún fengið
nokkuð misjafna dóma. Þeir
eru væntanlegir til Bretlands
innan tíðar, þar sem þeir
halda hljómleika. Kemur þá í
Ijós, hvort þeir sveinar eiga
jafn mikil ítök í fólki og áð-
ur fyrri meðan þeir voru fjór-
ir saman. ☆
Bee Gees....
Framhald af bls. 29.
hafa nú hafizt handa um gerð
13 sjónvarpsþátta, sem sýndir
verða í vetur í brezka sjón-
varpinu og má ætla, að þætt-
irnir auki að mun vinsældir
þeirra, sem eru þó miklar fyr-
ir. ☆
Julie Rogers
Framhald af bls. 28.
horfir með nýjustu plötuna
hennar og er Julie hin kátasta.
Hún gifti sig líka á dögunum.
Sá lukkulegi heitir Terrv Dor-
an, en það var hann sem
fyrstur tók eftir sönghæfi-
leikum hennar, og það var
hann, sem kom henni áleiðis
í músikbransanum. ☆
Sumarbú í eyðibyggð
Framhald af bls. 21.
rýmið, á þriðja hundrað selir á ári
og 40 kg af hreinum dún. Og, það
sem aldrei var nefnt: Fjöldi af mjög
elskulegu fólki.
Við höfum varla fyrr tekið land,
en okkur var boðið inn að borða.
Soðið selkjöt. Óvenjulegur matur
fyrir fólk sunnan úr Mosfellssveit
og nágrenni (Reykjavík). Ég verð
að játa, að ég varð að taka á tölu-
verðu þreki til að halda niðri
morgunmatnum og enn meira til
að koma fyrsta selbitanum ofan á
hann, en annar bitinn var betri og
sá þriðji góður, það endaði með
því að ég fékk mér aftur á disk-
inn. Konunni þótti kjötið gott frá
fyrsta bita og dótturinni líka, en
sonurinn lagði hreint ekki í þetta
grásvarta kjöt. Vissulega er það
öðruvísi á litinn en kindakjöt, en
Ijómandi matur og grátlegt til þess
að vita, að ekki skuli vera hægt að
nytja það nema að heldur litlu
leyti.
Það voru hjónin Elín Guðmunds-
dóttir og Guðmundur Pétursson,
sem buðu okkur að borða. Guð-
mundur er sonur Péturs í Ófeigs-
firði, sem margir þekkja og enn
fleiri þekkja til, hann var aftur Guð-
mundsson Péturssonar og giftist sá
Guðmundur til Ófeigsf jarðar og
keypti síðar hluta af jörðinni. Hann
var rómaður garpur og gerði með-
al annars út áttæringinn Ófeig á
hákarlaveiðar. Ófeigur er enn til,
heill og óbrotinn, enda alltaf
happafleyta, kominn yfir öldina og
nýtur nú hvíldar á byggðasafninu
að Reykjum í Hrútafirði.
Guðmundur heitinn Pétursson á
meðal annars heiður af því, að hafa
fyrstur manna tekið upp elda-
mennsku á hákarlaskipi. Fram til
1880 höfðu menn ævinlega farið
með kaldan mat í hákarlalegur, svo
entist til viku og stundum lengur,
því útilegurnar gátu orðið langar.
Þetta voru erfiðar ferðir að öllu
leyti, því ofan á kuldann og kalda
mat'nn voru varla tök á að sofna,
meðan á útilegunni stóð. Það hef-
ur því verið mikil framför, þegar
Guðmundur fann það upp að
hvolfa botnlausum pottgarmi á
upphringaða keðju og kveikja eld
í þeim potti en setia annan yfir.
Það er sonarsonur hans og nafni,
Guðmundur Pétursson, sem nú
nvt’ar hlunnindin í Ófeigsfirði að
mestu. Með honum er kona hans,
Flín. on fjórir synir þeirra, þrír
vaxnir úr grasi. Fleira fólk var þó
í Ófeigsfirði þessa daga; Pétur Guð-
mundsson, og kona hans, Ingibiörg
Ketilsdóttir, foreldrar Guðmundar,
Fior'ður sytir Péturs. Ófeigur, Ket-
ill oo Inqólfur, bræður Guðmund-
Framhald á bls. 37.
34 VIKAN 37- tbl'
DPŒ
37. tbi. VIKAN 35