Vikan - 11.09.1969, Side 37
■elna lotus
Bylting í saumavélaframleiðslu
Með því að símða hina nýju Elna Lotus, hafa
Elnaverksmiðjurnar skapað nýtízkulega og lipra
saumavél. Á nokkrum augnablikum er vélin til-
búin til notkunar, hvar sem henni hefur verið
komið fyrir. Elna Lotus opnast og lokast jafn
auðveldlega og blóm. Hún er svo fyrirferðarlítil
og einföld í útliti, að hægt er að fara með hana
hvert sem er, jafnvel í ferðalög. Þegar vélin er
opnuð, mynda hlffðarlokurnar saumaborð. Fylgi-
hlutunum er komið fyrir í innbyggðu hólfi ofan
|
$
KOMIÐ í AUSTURSTRÆTI 17, sem hefur Elna vélar á boðstólum og kynnizt af eigin raun, hversu marg-
ir möguleikar eru við notkun Elna Lotus, hversu auðveldlega hún leikur sér að því að sauma í gegn-
um allar fellingar í efninu, vegna þess að spenna tvinnans og fótþrýstingurinn er hvort tveggja sjálf-
stillt. Og jafnvel þó saumaskapur hafi alls ekki freistað yðar hingað til, þá er Elna Lotus þannig úr
garði gerð, að hún getur auðveldlega tekið hug yðar allan.
X'iUí 8 ItciUU,
AUSTURSTRÆTI 17
ar, með sitt fólk, og fleiri, sem ég
verð því miður að viðurkenna, að
ég kann ekki nöfnin á, enda gleym-
inn á nöfn og ómannglöggur. En
allt þetta fólk tók okkur eins og
aldavinum og gerði okkur allt til
geðs.
Pétur og Ingibjörg eru nú tekin
að reskjast, enda komin að áttræðu,
en eru hress vel, nema hvað Pétur
sér illa frá sér orðið. Hann bauð
mér til stofu í gamla húsinu, sem
hann byggði 1914, eftir að gamli
bærinn hafði brunnið, og mun það
eitt með elztu steinhúsum á land-
inu. En vel hefur verið til þess
vandað, því það lítur vel út, bæði
utan og innan, brakar lítið sem
ekki í gólfum og engin fruggulykt
er í því, þótt það hafi staðið autt
og óupphitað nú um nokkra vetur.
Pétur sagði mér, að þau Ingi-
björg hefðu gengið í hjónaband
1911 og hefðu því verið gift nú i
58 ár. Þau áttu 9 syni, og eru 7 á
lífi. Tvíbýli var í Ófeigsfirði og einu
sinni þríbýli, þá var bústofninn 6
kýr og 300 ær, en auk búsýslunnar
þurfti að sinna hlunnindunum. Þau
voru meiri hér áður fyrr, þá var
silungur í ánum og fiskur í firðin-
um, hvort tveggja er nú aflagt,
sagði Pétur, flóinn dauður og ekki
nokkur silungsbranda.
Fyrir 1918 var helmingi meiri
selur á Ofeigsfirði en nú er. Það
ár kom pest í selastofninn, svo sel-
ina rak á land í hrönnum og þar
eyðilögðust þeir. Pestarinnar hefur
að vísu ekki gætt síðan, en stofn-
inn hefur aldrei náð sér aftur. Þó
er enn drjúgt af sel þar, 119 voru
teknir í sumar og er það með allra
minnsta móti. 1800 krónur búast
þeir við að fá fvrir kópskinnið í ár,
en 6000 krónur fyrir kílóið af
hreinsuðum dún.
Rafmótor hafa þeir í Ofeiasfirði,
en áður reyndu þeir að virkia Hús-
ána við svonefndan Húsárdalsfoss.
nokkru vestan við bæjartúnið. Það
gekk þó ekki sem bezt, því mis-
mik'ð er í ánni, og henni hætti til
að ryðja af sér stíflunni. Trúlena
væri bó hægt með nútímaaðferð-
um að búa svo um hnútana, að
virkjun stæðist þar, en það er erf-
itt að koma stórvirkum vinnuvélum
til Ofeigsfjarðar. Þó brauzt jarðvta
einu sinni yf:r Innólfsfiarðarbrekk-
nna banaað. en sú ferð þótti takast
m°ð naumindum. Lítil heimilis-
dráttarvél stóð þar úti á túni, en
hún var ekki stærri en svo, að hana
mátti flytia á nóSum b=ti.
Fins og vænta má komst Pétur
ekki hjá að taka þátt í opinberum
sförfum byqqðarlags síns. Hann var
nddviti ( 19 ár oa enn lennur átti
hann sæti í sýslunefnd, auk þess
s-'m hann var um lanqt skeið org-
anisti við kirkiuna í Árnesi. Það var
ahtaf til orael í Ófeiqsfirði, on bar
var oft tekið lagið við undirleik
orqanistans á dimmum vetrarkvöld-
1's.i. Hann kveðst bó að mestu hafa
hætt að spila á orgelið heima, þeg-
ar útvarDÍð kom, en hefur alltaf
meira naman af að vera þátttak-
and: f tónlistinni en hlutlaus hlust-
andi.
Þegar við hættum að spjalla
saman inni í stofu, bað hann okk-
ur að ganga með sér suður yfir
túnið, að svokallaðri Lómatjörn,
sem þar er. Enginn var þó á henni
lómurinn núna, en síli vökuðu í yf-
irborðinu. Þarna var skýlt og kyrrt,
þögnin slík að hún bjó yfir þessum
sérkennilega nið, sem aðeins grein-
ist þar sem tæknimenningin er víðs
fjarri. Enda var hvergi vél í gangi,
Guðmundur niðri ( fjöru að flá, en
annað heimilisfólk við vinnu sína
hér og þar, gestir og gangandi hjal-
andi létt yfir aukakaffi hjá sviða-
hlóðunum.
Það þarf að hafa fyrir selnum í
Ófeigsfirði. Lagnirnar eru út með
firðinum norðanverðum, nokkur
sigling að lögnunum, og háð gæft-
um. Æðarvarpið þarf líka góða
vörzlu, svartbakurinn er þar vargur
í véum. Hlunnindi á landi eru Ktið
nytjuð nú til dags, fjallagrös og
ber, og um búpening er ekki að
ræða, þar sem aðeins sumarbúskap-
ur er. En fallegt er ( Ófeigsfirði og
fólkið glatt og gestrisið. Þegar
Ingólfsfjarðarbáturinn skreið með
okkur um kvöldið aftur út fjörðinn,
en tveir bátar úr Ófeigsfirði stefndu
norður með ströndinni í átt að reka
og sel, fann ég, að mig langaði
ekkert að fara, miklu fremur að
vera þarna kyrr og læra að nytja
sel, enda þótt hann sé skírlegur í
augunum.
Við Seljanesið kemur stór sels-
haus upp úr sjónum og kobbi fylg-
ist með okkur gaumgæfilega, sting-
ur sér svo og kemur upp aftur inn-
ar á firðinum. Hugvitsamlegar
fuglahræður á Seljanesi veifa okk-
ur hreyfingarlausar og sjórinn
brotnar á Tólfmannaboða áður en
Ingólfsfjörður opnast til hálfs og
Eyri kemur ( ijós eins og kubba-
byggð. Þar ætlum við að staldra
við á morgun og hitta menn að
máli, þar var mikil síldarhöfn með-
an sá góði fiskur entist við (sland
og margt hefur á daga Guðjóns
hreppstjóra á Eyri drifið. — OI(u-
bíli frá Esso er á leiðinni út að
Munaðarnesi; þangað komum við
ekki í þessari ferð, en einhvern
tíma seinna langar mig að koma á
hvern byggðan bæ á Norður strönd-
um — gjarnan Kka þá, sem nú eru
í eyði. Að fenginni reynslu óttast
ég ekki móttökurnar.
☆
37. tbi. VIIÍAN 37