Vikan - 11.09.1969, Qupperneq 44
Þotuflug er ferðamáti nútímans
- HVERGI ÓDÝRARI FARGJÖLD
FLUCFÉLACISLANDS
FORYSTA í ÍSLENZKUM FLUGMÁLUM
/ ----------------------------
Nútíminn gerir fyllstu kröfur
til hraða og þæginda á ferða-
lögum og þota Flugfélagsins
uppfyllir þær. Ferðin verður
ógleymanleg, þegar þér f Ijúgið
með Gullfaxa. 13 þotuferðir
vikulega til Evrópu í sumar.
I____________________________/
ÞJÓNUSTA HRAÐI ÞÆGINDI
arfatnað fyrir útlenzka frú, sem
koma frekar klæðalítil til eyjar-
innar. Saumakonur á staðnum
saumuðu fötin, og þar með var
hann búinn að fá frægðarorð sem
tízkumeistari. Það var ekki ein-
göngu á Capri að það orð fór af
honum, heldur alla leið til
frönsku Rivierunnar og Porto-
fino.
Emilio Pucci var orðinn fræg-
ur, og fyrirspurnir frá vinum og
kunningjum og fínum smábúð-
um (boutiques) komu honum til
að setja upp vinnustofu í Flor-
ens. Og þegar ítalska tízkan var
fyrst sýnd í heimaborg hans, ár-
ið 1950, þá var tízkuhús hans
löngu orðið þekkt um heim all-
an. Markgreifinn í Florens fram-
leiddi hentugan fatnað handa ný-
tízku konum, sem stöðugt voru
á ferðinni og allsstaðar með.
— Áður var tízkan nokkuð
stöðnuð, en hinar frjálslegu kon-
ur nútímans þurfa hentug föt,
sem hindra ekki eðlilegar og
frjálsmannlegar hreyfingar.
Glæsileg kona á að hafa falleg-
an limaburð og frjálsmannlegar
hreyfingar, og fötin mega ekki
hindra það.
Emilio er mjög hugmyndarík-
ur, og mjög litaglaður. Þeir litir
sem hann hefir mestar mætur á
eru: kóralrautt, Capriblátt,
möndlugrænt og Emilio-rautt.
Herrarnir geta líka fengið mjög
litskrúðug hálsbindi, (allt of lit-
skrúðug, finnst sumum), skyrtur
og sokka. Á hverju ári sendir
Emilio Pucci frá sér tvær send-
ingar af fatnaði, hver þeirra
meira en 500 snið. Hann sýnir
alltaf fatnað sinn, áður en tízku-
meistararnir í París fara á stúf-
ana, og þá safnast kaupendur
allsstaðar að úr heiminum. Flest-
ar af þekktustu konum heims
kaupa fatnað hjá Pucci, þar á
meðal Jaqueline Onassis, Liz
Taylor, prinsessurnar Grace af
Monaco og Margrét Bretaprins-
essa.
Hann segist haga tízkufatnaði
sínum aðallega eftir sólskins-
löndunum, fyrir lífið í sólinni.
í sólinni glitra konur Pucci
eins og eðalsteinar, og hann seg-
ir:
— Þegar Guð skapaði fílinn og
/
nashyrninginn, þá færði hann þá
í gráan hjúp, en þegar hann
skapaði kolibrifuglinn og para-
dísarfuglinn, þá notaði hann
alla regnbogans liti.
☆
V._________________________________________________________——______________________________'
44 VIKAN 37- tbl-