Vikan


Vikan - 11.09.1969, Side 46

Vikan - 11.09.1969, Side 46
Pucci vill hafa brúðarkjóla litskrúðuga, hann segir að brúðkaup séu hátíð gleðinnar. Þingmaðurinn Emilio Pucci. 37. tbl. NÚ KLÆÐIR HANN FÓLKIÐ í FRÉTTUNUM Emilio Pucci er markgreifi, sérfræSingur í kven- fatnaði og stjórnmálum. - Þrjá daga í viku teiknar hann og framleiðir fatnað handa feg- urstu og bezt klæddu konum heims, -hina þrjá dagan situr hann á þinginu í Rómaborg..................... Hann er hávaxinn, grannur og fuglslegur í framan, og hreyfir sig eins og ballettdansari. Maður gæti haldið að hann væri af rússnesku bergi brotinn, enda er það ekki fjarri sanni, því ef farið er að athuga ættartölu hans, þá voru amma hans og langamma rússneskar að ætt, langamma syst- kinabarn við Katrínu miklu, en amman í ætt við Pétur mikla. Pucci ættin er ein af elztu og göfugustu ættum í Flórens, þar er jafnvel ein gata sem heitir eftir þeim. Via dei Pucci, og Iiggur bak við dómkirkjuna. Þar stendur hin geysimikla höll ættarinnar, sem byrjað var að byggja fyrir 1000 árum. Margir frægir arkitektar og listamenn lögðu þar hönd að. Meðal þeirra var Brunelleschi, frumherji flórentisku meist- aranna, sem settu sinn svip á borgina við Arno. Hann bjó sér verðugt minnismerki með kúplinum yfir Santa Maria del Fiore kirkjunni. Meðlimir Pucci fjölskyldunnar, sem hafa setið fyrir meist- urum eins og Botticelli, Leonardo da Vinci og Rafael, myndu eflaust lyfta brúnum, ef þer gætu fylgzt með þessum nútíma ættingja þeirra, sem vinnur 19—20 klukkutíma á sólarhring, teiknar tízkufatnað, og fer í kosningaleiðangra, með mikilli gleði. Emilio Pucci er eini íhaldsmaðurinn í sínu kjördæmi, hann er einn mesti mótstöðumaður kommúnista í Toskana, og ckur um kjördæmið í opnum bíl, á ameríska vísu, með glæsi- legri konu sinni, sem heitir Christina og er þrjátíu árum yngri en hann. Það er táknrænt fyrir Pucci, segja kjósendur hans brosandi, að hann i'ór um héraðið og dreyfði ávísunum til héraðsbúa, sem urðu harðast úti í flóðunum miklu í nóvember árið 1960, þótt hann hefði sjálfur orðið fyrir miklu tjóni, sem var metið á 550 milljón lírur, misst þar á meðal 200.000 metra af dýrmætum vefnaði. I þinginu, þar sem Pucci situr ennþá, eftir síðustu kosn- mgar stingur þessi ílorentinski markgreifi nokkuð í stúf við hina þingmennina, sem yfirleitt eru ldæddir svörtum ullar- fatnaði. Hann gengur alltaf í glæsilegum shantungfötum, sem hann hefir teiknað og framleitt sjálfur. Þegar hann Framhald á bls. 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.