Vikan


Vikan - 11.09.1969, Page 48

Vikan - 11.09.1969, Page 48
— Ó, guð minn góður, hvað verður um mig? hrópaði vesalings Lom- énie næstum upphátt og ihélt báðum höndum um höfuð sér. Hjarta hans var að brest, hann var eins og undir steini af þeim vanda, sem faðir Orgeval haföi lagt honum á herðar. Hann lagði aðra höndina yfir bréfið eins og til að sjá ekki orðin sem stóðu þar, en hvert eitt þeirra brenndi sig grimmúðlega inn í sál hans. Hann lagði engar spurningar fyrir sjálfan sig, reyndi ekki að hugsa um hvort hann ætti enn einhverra kosta völ, hvort það væri mögulegt að finna einhverja aðra leið út úr vanda, sem hann hafði ekki lengur stjórn á. Það sem skelfdi hana mest var djúpið, sem virtist opnast milli hans og hins bezta vinar hans og hann varð gripinn skelfingu við tilhugsun- ina um að finna hann ekki lengur á sínum stað, alltaf nálægan, sterkan og vitran sér við hiið, í þessu erfiða lífi. — Yfirgefðu mig ekki, vinur minn, reyndu að skilja, bróðir minn, faðir, bað hann. Faðir, faðir! Síðan ásakaði hann sig fyrir að beina ekki bænum sínum til guðs og hélt áfram: — Ó, guð minn, skildu mig ekki frá vini mínum. Léttu hjörtu okkar beggja, svo við getum skilið hvorn annan betur, svo við þurfum aldrei að þekkja þá þjáningu að líta hvor á annan sem ókunnugir menn. Guð minn, sýndu oss sannleik þinn.... En það var ekki svo einfalt. Menn urðu að þjást. Hann leit upp og sá Angelique nokkur skref frá sér. Þarna er hún, hugsaði hann. — Konan, sem faðir Orgeval leitast við að eyða, hvað sem það kostar. Hún horfði ofan í skál og laut síðan yfir pottinn til að taka úr honum vatn. Hún rétti úr sér aftur og leit i áttina til Loménie greifa og þegar hún sá framan í hann kom hún til hans. — Þér virðist dapur, Monsieur de Loménie. Djúp, mild rödd hennar vakti honum snöggan skjálfta og það var eins og þung alda skylli yfir hann. Hann átti erfitt með að bæla niður ekka. —• Já .. .. ég er dapur. Mjög dapur.... Og hann horfði á hana, standa þarna frammi fyrir sér.... Honum fannst hann sigraður, bug- aöur af hennar hendi, en höstug röddin í minningu hans gaf honum engin grið. — Okkar tími er ekki kominn til að gefast á vald konunni og öilu því sem hún er fulltrúi fyrir, það er að segja holdinu .... — Holdinu? Já, ef til vill, hugsaði hann, en einnig hjartanu.. .. öll sú hlýja og mildi, sem rúmast í einu konuhjarta — án þess væri heim- urinn ekki annað en kaldur vígvöllur. Og hann sá hana einu sinni enn fyrir sér eins og hún hafði stutt hann í veikindum hans. Angelique var veikari fyrir Loménie Ohambord greifa en hún vildi viðurkenna. Hann var mildur, en þó mjög hugrakkur og hann bar per- sónuleikan utan á sér. Það var ekkert falskt eða duiið við hann. Hann leit út fyrir að vera herforingi, eins og hann var, hermannlegur og þesslegur að standast hverja raun, en alvarleg grá augun ljóstruðu upp um riddaralegt hjartalag. Nánari kynni af honum yrðu aldrei til von- brigða. Ákveðið hik í framkomu hans stafaði ekki af hugleysi eða ráð- villu, heldur af nákvæmri samvizkusemi hans, þrá hans til að vera vinum sinum trúr eða þeim, sem hann hafði tekizt á hendur að verja og þjóna. Hann var einn af þessum karlmönnum, sem konur reyna að vernda fyrir vélráðum annarra kvenna eða ófyrirleitinna vina, því hann var af því tagi manna, sem eru svo viðkvæmir og tryggir að menn leitast oft við að notfæra sér það. 48 VIKAN 37 tbl Og það var það sem faðir Orgeval var að gera, svo mikið var hún viss um. Hana hafði langað til að segja við Loménie, þegar hann sat þarna með bréfið, óopnað: — Lesið það ekki, ég bið yður, ekki snerta það..... En öll ævi hans var þessu tengd, ævilöng vináttan milli Loménie greifa og föður Orgevals, það var nokkuð sem Angeliquei átti enga hlutdeild i. Mölturiddarinn reis þunglega á fætur eins og sligaður af sorg og gekk burt með drúptu höfði. 75. KAFLI Hugsunin um föður Orgeval — hann hefði næstum getað sagt návist hans — hvarf ekki frá honum aUan daginn. Hún fylgdi honum eins og skuggi, klifaði á honum hljóðlega en stöðugt. En þegar nóttin féll, tók röddin að breytast og tók á sig sorglegan, næstum barnalegan hreim, þegar hún muldraði: — Ekki fara frá mér, ekki svikja mig í nauðum mínum .... Það var rödd Sebastians de Orgevals, eins og hann hafði verið sem unglingur i Jesúítaskólanum, þar sem þeir urðu fyrst vinir. Vegna þess að Loménie Chambord greifi var nú fjörutíu og tveggja ára og hafði töluverða reynslu af heiminum fór hann ekki í grafgötur með hvað það var, sem knúði vin hans Orgeval til að heyja svo leyni- legt og harðvitugt stríð móti hinum nýkomnu. Það voru vissar minningar sem skýrðu óbilgirni hans, því hann, Lom- énie, hafði aldrei þekkt eins og Sebastian de Orgeval hinar dimmu, ástlausu eyðisléttur munaðarleysisins. Hann, Loménie, hafði átt viðkunnanlega og umhyggjusama móður, jafnvel þótt hún væri kannske dálítið veraldleg, sem aldrei 'nafði sleppt höndinni alveg af unga drengnum, sem hún sendi sem nemanda til Jesú- ítanna, né Mölturiddaranum, sem hann varð siðar. Hún skrifaði honum oft og þegar hann var barn sendi hún honum óvenjulegar gjafir, sem stundum gerðu hann vandræðalegan, en vöktu honum stundum fögn- uð: Vönd af vorblómum, feneyskan hníf, skreyttan dýrmætum steínum, ostruskeljarnisti með lokk af hári hans, frá því hann var barn, krúsir af sultu, þegar hann var fjórtán ára sendi hún honum fullkominn skot- liðabúning með hreinræktuðum hesti.... Jesúítafeðrunum þótti þetta allt heldur lítið guðfræðilegt. Rétt eins og móðir! Hann átti einnig tvær systur og önnur þeirra hafði orðið nunna. Þær voru glaðar, léttar og óþvingaðar. Þegar móðir hans dó. tíu árum áður, hafði Loménie grátið hana eins og látin vin. Hann hélt stöðugu sam- bandi við systur sínar, sem þótti vænt um hann og nutu rikulegrar væntumþykju hans í staðinn. Þetta kvöld í Wapassou leitaði hann skjóls í litla afhýsinu, þar sem Italinn Porguani svaf og las vandlega aftur bréfið frá Jesúítanum og þegar hann sofnaði fannst honum hann gegnsósa af þvi beiska, djúp- stæða ógeði, sem hann skynjaði milii línanna og hann einn vissi um upphafið til. Var hann sofandi eða aðeins hálfsofandi, þegar hann endurlifði nótt- ina skelfilegu, sem hann hafði mátt þola ásamt vini sínum, þegar þeir voru báðir börn? Sebastian hafði verið fórnarlambið í leiknum en hann sjálfur var að- eins lítilsháttar og ómeðvitað flæktur í það, því hann svaf eins og engill meðan Sebastian, í skuggunum við hlið hans eins og í hræði-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.