Vikan - 11.09.1969, Page 49
legri martröð, sem ihann reyndi seinna að neita að hefði verið raun-
veruieg, lenti í fangabrögðum við KONU.
Þessa nótt höfðu drengirnir verið sendir til að sofa. í útihúsi, Þvi
biskupinn og fylgdarlið hans höfðu komið óvænt til skólans. Svo dreng-
irnir höfðu hreiðrað um sig i heyinu. Orgeval hafði farið í fjarri enda
hlöðunnar, því hann vildi sem minnst vera í bland við aðra, þegar i
skugganum birtist allt í einu KONA, FÖGUR SEM NÖTTIN. Hún
horfði á hann með óræðu brosi, brosi sem brenndi hann eins og eldur
og kom honum til að skjálfa.
— Vík frá mér Satna, sagði ungi drengurinn, en honum fannst varir
hans ekki svara fulikomlega og hann þreifaði undir klæði sin eftir litlu
bjöllunni með igreyptri mynd heilags Ignotíusar, sem rak burtu djöfla,
þegar hún var hrist. En þessi birting sjálf hafði hlátur eins og silfur-
bjalla og hún hvíslaði: — Ekki vera hræddur, engillinn minn og lagði
hönd á líkama hans og gerði við hann ýmislegt, sem hann gat með
engu móti staðizt og hann hafði orðið að gefa sig á vald þessu óþekkta,
líkamlega afli, sem gersamleg yfirbugaði hann. Hann hafði þegið losta-
full atlot hennar, hafði þegið allt og gert það sem til var ætlazt af
honum. Gefizt upp í einskonar skelfingu....
Þegar þeir vöknuðu seinna, sagði hann: — Þú sást Það var það ekki.
Þú sást?
Svo hristi hann þann sem næstur honum var, Loménie. En sá siðar-
nefndi mundi ekkert mjög glöggt, því hann var saklaus, hraustur dreng-
ur. sem svaf eins og engill.
En hann mundi eftir að hafa séð konu og ósjálfrátt mundi hann eftir
hávaða, líkt og af einhverjum hræringum, allt þetta hafði hann skynjað
gegnum svefninn. En slík var örvænting eldri drengsins, að hann sagði
vini sínum allt, hann skildi raunar minnst af því. En Loménie gat aldrei
gleymt þessum bláu augum sem örvæntingin og reiðin leiftruðu úr á
víxl, sem hann dáðist svo mjög að og hann myndi aldrei gleyma því
hve drengurinn skalf og titraði. Hann talaði við hann fram í dögun
og reyndi að hugga hann með ófullnægjandi orðum barns: — Vertu
ekki svona æstur yfir þessu.... Við segjum ábótanum frá þessu á
morgun .... Þetta var ekki þér að kenna. Það var konunni að kenna.
Eh þeir höfðu ekkert sagt. Eða öllu fremur þeim hafði ekki lánazt að
gera sig skiljanlega....
Þeir höfðu ekki fyrr tekið til máls heldur en gripið var fram í fyrir
þeim.
— Hafið engar áhyggjur drengir. Það var engin yfirnáttúrleg vera,
sem þið sáuð, heldur ein af okkar mestu velgjörðarkonum. Það er hún
sem leggur til peningana — og það þanf mikið af þeim — handa þurf-
andi nemendum, eins og þér til dæmis, Orgeval og hún nýtur þeirra
forréttinda að geta komið ókynnt í heimsókn til skjólstæðinga sinna
„privilegiae muliers sapinetes" — og það er mjög forn regla, sem mörg
kristin kennslusamfélög hafa tekið upp, sem sannar að við þurfum ekk-
ert að fela á nóttu né degi....
— En.....
Þeir voru hneykslaðir. Voru feðurnir aumingjar? Eða hafði þá dreymt
þetta allt?
Að lokum höfðu þeir gleymt þessu öllu saman, og það varð líka allt
auðveldara i dagsbirtunni.
Síðar varð skólabróðir Lémonies greifa, faðir Orgeval og hann hafði
nú náð hátindi mikilsverðs ferils síns. Og gat hann nú ekki í blóma
lífsins, í rósemi preststarfsins, jafnvæginu sem næst með sjálfsafneitun
og líkama, sem eftir langa afneitun var orðin ónæmur fyrir kulda,
hungri og pyntingu, farið að brosa að þessum minningum, að þessum
daufa draumi?
Tvisvar eða þrisvar vaknaði Loménie Chambord af draumum sínum,
fuilur ógleði og strauk kaldan svitann af enninu. Hann heyrði nætur-
hljóðin umhverfis Wapassou og Það bráði af honum. Svo rann á hann
aftur þessi kvíðafulli dvali þar sem ihann sá kvendjöfulinn i gervi hins
djöfullega freistingapúka, sem vinur hans hafði líkt við konu, með svarta
snáka fléttaða í hárið og eld logandi úr augunum, sem ekki voru annað
en rifur. Hún reið á einhyrningi og lagði í auðn hið snævi þakta land
Akadíu. Undir morgun var sýn hans tekin að breytast; kvendjöfullinn
hafði gullið hár og smargaðsgræn augu ....
Faðir Orgeval, sem hlotið hafði heilaga köllun og snúið aftur til
heimsins eftir fimmtán ára nám, hafði aldrei skort innsæi.
Hann sá inn í sálir mannanna, sagði fyrir um óorðna atburði, gat
jafnvel spáð fram >í tímann og gefið viðvaranir, sem virtust ekki byggð-
ar á neinu. Hann setti þær þannig fram að þær virtust alveg út í hött,
en engu að síður fór þó eftir sem hann sagði fyrir ....
Við hvert tækifæri, sem Mölturiddarinn hafði verið svo heppinn að
geta skriftað fyrir þessum mikla Jesúíta, hafði honum alltaf fundizt
hann betri maður, þegar hann kom aftur og álitið að hann þekkti sjálf-
an sig betur og verið vissari um hvaða stefnu lif hans myndi taka. Hann
gat fyllilega skilið hversvegna fólk barðist um þennan skriftastól og
stóð í biðröðum svo klukkustundum skipti í litlu, ísköldu kapellunni í
gömlu trúboðsstöðinni við Saint Oharles fljótið, þar sem faðir Orgeval
hélt alltaf til, þegar hann kom til Quebec.
Það var ekkert, sem bent: til þess að ekki mætti treysta þessum
manni út í æsar.
Loménie var skynsamur og athugull maður, sem hafði hlotið dýrmæta
reynslu í þjóðfélagi nýlendnanna. Mörgum sinnum hafði hann séð hve
þolinmóður, uppfindningasamar og ótrúlega slóttugar, sumar konur gátu
verið og vissi að Það var ekki auðvelt að sjá við þeim.
ávo hann ákvað að vera varkárnari og athugulli og reyna að afhjúpa
hina djöfullegu hlið Angelique, með aðstoð Monsieur d’Arreboust, ef
hún hafði slika hlið.
76. KAFLI
Nóttin skall á aftur, nótt sem stóð í sex daga. Snjór og vindur tóku
höndum saman og geisuðu svo ákaft að engin skíma náði inn um snævi
þakta ljórana. Það var meira að segja erfiðleikum háð að opna dyrhar
suma dagan og þegar það heppnaðist rauk vindurinn í stórum gusum
inn í herbergið og flutti með sér snjó og kulda. En húsið stóð af sér
átökin. Skjólið þeirra í Wapassou var friðarstaður, þrátt fyrir átök höf-
itðskepnanna, sem stundum létu svo ákaflega að það brakaði í þakinu.
En svartir eikarraftarnir, vel tilhöggnir og saman settir létu undan.
Þau sátu þétt saman í þessum aðsetursstað sinum.
Það var einhiverntiman þessa löngu nótt, sem annar hestanna, svarti
folinn lenti í úlfakjöftum.
Þá ákvað Joffrey de Peyrac að slátra hryssunni Wallis. Otihúsin höfðu
flest farið svo illa að þau voru ekki lengur dýrum hæfandi. Þar að
auki var enga beit að fá, fóðrið á þrotum og fólkið tekið að hungra.
.Toffrey de Peyrac ásakaði sjálfan sig fyrir að hafa dregið svo lengi að
slátra hestunum í von um eitthvað ómögulegt kraftaverk. Hann vissi
að kjötbirgðirnar voru orðnar hættulega litlar og jafnvel þótt mennirnir
hafðu getað gengið til veiða á hverjum degi var ólíklegt, að veiðibráðin
hefði nægt þeim til viðurværis. Og nú höfðu afkomumöguleikar þeirra
minnkað enn með tapi svarta folans.
Angelique sagði ekkert. Allt hafði breytzt. Þau höfðu öll barizt fyrir
lífi þessara hesta; að taka þá með sér svona langt inn í landið, hafði
táknræna bölvunarþýðingu og þeim hafði öllum virzt svo yfirþyrmandi
mikilvægt að halda í þeim lífinu.
En nú var það líf mannanna, sem þurfti að varðveita, svo það var
ekki lengur tilvera hesta á efri svæðum Kennebec sem var í veði, held-
ur tilvera Peyracs og manna hans.
Enginn sagði neitt. Þeim hafði brugðizt það ætlunarverk að halda
lífinu í hrossunum, en Angelique sagði við sjálfa sig, að ekki mætti
vænta þess að allt færi vel og það væri óhugsandi að ná erfiðu marki,
án þess að fórna einhverju á leiðinni.
Það hýrnaði líka yfir henni, þegar hún sá að hún myndi geta gefið
mönnum sínum góða og holla kjötsúpu og þar að auki nægilegt kjöt í
nokkra daga og lyktin af steikinni örvaði þá og hjálpaði þeim fll að
sýna þolinmæði.
Aldrei hafði Angelique dottið i hug að hún ætti eftir að borða hrossa-
kjöt. Aðalsfólk gat ekki hugsað um hesta á sama hátt og önnur húsdýr,
sem ætluð voru til slátrunar, tarfa. kindur og kálfa...
Því hesturinn var vinur þeirra frá fyrstu bernsku, félagi þeirra á
gönguferðum, ferðalögum og .í stríði.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún hugsað til þess að éta
hrossakjöt með sama hryllingi og ef hún ætti að éta mannakjöt.
Það var mögulegt að skynja hina ýmsu bakgrunna mannanna í þessu
litla samfélagi eftir því hvernig þeir brugðust við. Kanadamennirnir,
ensku bændurnir, sjómennirnir og jafnvel ungu mennirnir eins og Flori-
mond og Cantor hikuðu aldrei, þeim fannst verst, að þeir skyldu þurfa
að fara þannig með hestana, eftir allt það, sem þeir höfðu orðið að
leggja á sig þeirra vegna, en seinna myndu þau koma með aðra hesta
og byrja upp á nýtt.
Þeir fundu ekki til þessa innra ógeðs, sem aðalsmennirnir í hópi þeirra
fundu til. Dagar riddaratimabilsins voru örugglega allir, ný kynslóð
manna hafði fæðzt.
U.m allt þetta hugsaði Angelique síðar, því nú var hún of þreytt til
að kryfja hlutina svo til mergjar. Það sem hún sá strax var að kinnar
Honorine urðu aftur þrýstnar, að allir hresstust og hún tók að skynja
tignun Indíánanna á matnum og hversvegna það, að safnast saman við
eldinn með vinum sínum til að „halda hátíð“, nálgaðist að vera trúarleg
athöfn.
77. KAFLI
Angelique leit á gullstöngina i hendi sér.
Peyrac greifi hafði gefið henni hana eins og öllum hinum; hún var
„einn af mönnum hans".
Hana langaði að hrinda í framkvæmd hugmynd, sem hafði verið henni
mjög liugstæð upp á siðkastið.
Hún hafði gert það áheit að gefa öllum dýrlingum á himnum heilt
knippi af kertum ef þau kæmust undan bólunni, en nú ákvað hún að
gefa gullstöngina sína til kapellu heilagrar önnu af Beaupré, sem
Kanadamenn minntust oft á.
Kapellan var byggð af bretonskum sjómönnum, sem bjargazt höfðu
úr skipsskaða á bökkum heilags Lawrentsfljóts og sagt var að ýmis
kraftaverk ættu sér þar stað.
Þegar Angelique kom inn í meginskálann þetta síðdegi, áleit hún að
stundin væri komin, þvi Monsieur d’Arreboust og Monsieur de Loménie
sátu einir við borðið og lásu í bænabókum sínum.
Hún gekk til þeirra, rétti þeim gullstöngina og sagði þeim hvað hún
hefði í hyggju.
Aðalsmennirnir tveir stukku á fætur og hörfuðu af svo miklum ofsa
að Monsieur d’Arreboust felldi stól.
Þeir horfðu með skelfingu á gullið, sem glitraði dauft á borðinu fyrir
framan þá.
— Óhugsandi, stamaði hertoginn. — Þeir myndu aldrei þiggja þetta
gull i Quebec, allra sízt, þegar þeir vissu hvaðan það kæmi og hver
hefði gefið það.
— Hvað eigið þið við?
Hans hágöfgi biskupinn kysi áreiðanlega heldur að brenna niður
kapelluna eða láta djöflahreinsa hana.....
— • Eh ....
— Þetta gull er bölvað.
— Ég skil ykkur ekki, sagði Angelique. — Þið létuð ekki svona yfir
gullinu, sem eiginmaður minn gaf ykkur fyrir Missisippileiðangurinn.
Ég man ekki betur en að þið kæmuð einmitt hingað til að biðja um það.
— Það er ekki hið sama.
— Hversvegna ekki?
— Úr höndum yða r.... Hugsið yður bara.... Við yrðum grýttir
fyrir það.
Hún horfði þegjandi á þá, vissi að þeir voru ekki gengnir af vitinu.
Það var eitthvað ennþá verra.
— Madame, sagði Loménie og starði niður fyrir sig. — Mér þykir
mjög fyrir því að vera kominn hingað I þeim tilgangi að segja yður, að
ákveðinn kvittur hefur komizt á kreik um yður, kvittur sem hefur vaxið
og skipt í hópa meðborgurum okkar I Quebec og raunar Kanada öllu.
Ákveðnir aðilar undruðust komu yðar hingað og þó öllu fremur afrek
yðar hér og þóttust sjá i gerðum yðar og hegðun ákveðna líkingu ... .
Hvasst augnaráð Angelique, sem hvíldi á honum gerði honum ekki
hægara um hönd.
S7. tbi. VIKAN 49