Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 13
Þessvegna notum við alltaf pappírservíettur nú orðið. En það sem ég er orðin þreytt á (,,Ó, læknir, ég er orðin svo hryllilega gömul og þreytt.") er það, að í síðastliðin tuttugu ár hefi ég sagt sömu leiðinlegu setninguna á hverju kvöldi: „Láttu ekki glasið þarna, þú veltir þvi um koll með olnboganum." En hvað á að gera? Maður verður að búa börnin undir það, að einhverntíma verði þeim boðið út að borða, og það er ekki hægt að hella mjólk yfir matborðin út um allan bæ. Ég er orðin dauðþreytt á að tala um mjólk. Hvenær komumst við á það stig að geta talað um tónlist og bókmenntir við matborðið? Og hvernig er það fólk sem heldur því fram að það geti talað um háfleyg efni við matborðið, þótt börnin séu litil? Drekkur þetta fólk aldrei mjólk með matnum? Sumir geta greint á milli barna sem eru fljót til og þeirra sem eru seinni að skilja, milli opin- skárra barna og þeirra innhverfu. Mín reynsla er sú, eftir tuttugu ár, að ég get aðeins séð tvær tegundir barna: Það eru börn sem sitja og pota í matinn, og þau sem gleypa allt sem að þeim er rétt, og meira til. Sá matleiði getur varla haldið á gaffli, situr með hönd undir kinn og lítur á girnilegt mat- borð með svo augljósum viðbjóði, að maður missir alla matarlyst. Nú veit ég vel að læknar segja eð ef barnið geti gengið upprétt, þá geti maður verið viss um að það fær nóg að borða, og ef ég gæti trúað því sjálf, þá hefði líf mitt verið áhyggjulausara. En þar sem það hefir alltaf verið min skoðun að ein skeið af kartöflumauki og tvær hveiti- brauðsneiðar séu ekki næringarrík fæða, hefi ég sett allskonar bjánalegar og óframkvæman- legar reglur, eins og til dæmis: ,,Þú leyfir þér ekki að standa upp frá borðinu fyrr en þú ert búinn með matinn þinn, þótt þú verðir að sitja fram á nótt." Þetta var orðið svo vélrænt hjá rnér, að ég hugsaði ekki um hvað ég sagði. Einu sinni, þeg- ar ég hafði staðið í ströngu á þessu sviði, var ég boðin út að borða um kvöldið. Mér var síðar sagt að veizlugestirnir hefðu brosað í laumi, þegar ég sagði í hvössum tón við borðherrann minn: „Hvað er að sjá þetta, þér eruð búinn með kjúklinginn, en hafið ekki snert kartöflurnar?" • Svo eru það metgoggarnir. Af þeim eru tvær tegundir, sú fyrri, sem maður þarf raunar tíðir á dag, standi í nokkru sambandi við likams- þunga. Það er eins og minn sonur fái fyrst reglu- lega matarlyst, þegar hann er búinn að fá sér tvisvar eða þrisvar af svínasteikinni, og varla er maður búinn að ganga frá uppþvottinum þegar hann kemur og vill fá nokkrar hveitibrauðssneið- ar með sultu. Og ef maður væri ekki á stöðugum hnotskóg eftir kexi, kökum og popkorni i vösum hans og skrifborðsskúffum, þá hefði hann orðið eins og blaðra, maður gæti haldið að einhver hefði skrúfað ventil af stóru tánni og blásið hana upp. Verst af þessu öllu er að hafa þetta ólíka fólk við sama borð, því að það getur komið fyrir að maður oti sósunni að þeim sem alls ekki má fá hana. • Nú hugsið þið ef til vill að tími sé kom- Inn til að ég hætti þessu nöldri, og verði sú blíða Framhald á bls. 37. kkntíma eíti1 klnkkntíma ettir ktukkutíma ekki sð hafa áhyggjur af, er sú sem virðizt vera algerlega óseðjandi, getur borðað meira en ein manneskja getur borið heim úr kjörbúðinni, á einum degi. Samt er hann alltaf jafn grindhor- aður, sinaber og botnlaus. Hinir, og það eru vandræðagemlingar, eru þeir sem hafa treg efna- skipti og slæmt minni. Þeir fitna allt of mikið og virðast ekki skilja að um það bil étta mál- «•«*• VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.