Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 24
RHUDR HERBERGID Teppið var gamalt og slitið, en hreint og lá alveg upp að mahogní- þilinu. Til vinstri var stigi með samskonar teppi, tröppurnar breiðar og enduðu á palli, sem sjáanlega var á næstu hæð. Þaðan lá stiginn í boga að svölum. Handriðið var úr valhnetuviði, tilvalið fyrir börn að renna sér á. Skyldi stjúpfaðir hennar nokkurn tíma hafa rennt sér þarna niður sem strákur? „Hvar er Aline frænka?" spurði Jim. „Að útbúa matinn, nema hvað?" „Hvaða herbergi hefur hún ætlað Lori?" „Rauða herbergið, nema hún, kunni ekki við hæðina." Nú varð Jim óþolinmóður. „Vísaðu henni upp og kallaðu á Aline frænku!" skipaði hann. „Ég kem með farangurinn hennar. Er til nokkurt koníak?" ,,Já", svaraði Peggy. „Verður þú í mat, Jimmy?" „Ef nýja frúin í núsinu býður mér", svaraði hann snöggt. „Þú ert hér með boðinn," mælti Lori hlæjandi. „En þú gleymdir að loka hliðinu." „Það er Frank búinn að gera," ansaði hann. „Þú kannt sjálfsagt að meta koníak? Það er það eina, sem við höfum. Það eru hérumbil fjögur hundruð gallón í kjallaranum. Að minnsta kosti fjörutíu ára gamalt, og Aline frænka sefur með lykilinn á sér. Skoðaðu þig nú um. Ég kem svo niður undir eins og ég er búinn að koma ferðatöskunum bínum upp." „En hvað þetta er stórbrotið," varð Lori að orði, er hún leit í kringum sig í anddyrinu. Hún hafði aldrei fundið til eins mikils einmanaleika og þegar hún fylgdi Peggy eftir til bókaherbergisins. Einnig hér var ófullnægjandi Ijós frá Ijósakrónunni. Þarna voru tveir leiðurstólar og lítið borð, sem á stóð gljáandi bakki með glasi og könnu, og við eina bókahilluna reis stigi með sex .tröppum. Lori þótti nóg um, hvað margar bækurnar voru í dýru bandi. En hún sá, að í herberginu var ekki nægileg birta til að hægt væri að lesa á kilina. Lori leit til Peggyar, sem var að skenkja í glösin. Það var eitthvað frekjulegt við framkomu hennar, og þegar Lori kaus koníak, átti hún erfitt með að leyna gremju sinni og mælti um leið og hún rétti henni glas: ,,Til hamingju! Sumir finna hamingjuna. Aðrir ekki." „Ég vona, að við eigum eftir að verða vinir," sagði Lori. „Mér finnst ég vera svo utanveltu hérna." Peggy sagði eins og síðustu orð Lori hefðu farið framhjá sér: „Mað- ur gæti haldið, að gamla konan hefði sjálf troðið allar þrúgunar — eða hvernig maður nú sjálfur býr til koníak. Langar þig til að sjá það, sem eftir er af þessum ruslahaug?" „Nei, ekki á stundinni," svaraði Lori og lét Ijúffengt koniakið renna niður kverkarnar. Mig langar til að heilsa upp á frú Kensington." „Hún er fröken, ekki frú. Ert þú gift?" ,,N-nei." „Einmitt ekki, annars hótirðu ekki Lori Kensington. Ég er akki heldur gift. En þetta er á leiðinni. Komdu, við getum komizt í eldhúsið gegnum þessar dyr." Þær komu inn í litinn, mjög dimman -gang, og Lori taldi fjórar dyr á hvora hönd áður en komið var í annað anddyri, sem lá að bakhlið húss- irts. Þaðan lágu sex þrep til vistarveru, sem leit út fyrir að vera matstofa, sem skki væri notuð. Enn fann Lori til ónota, sem hvarf þegar þær komu inn í myndarlegt eldhús. Eldhúsið var langt og breitt og lágt til lofts, og til annarrar hliðar var útskot til að strjúka lín. Til hinnar hliðarinnar var langt eldhúsborð með vaski, og á öðrum endanum stóð gömul járndæla, fljótt á litið ónothæf. Þunnvaxna konan með hauksandlitið, sem snéri sér frá borðinu, var greinilega fyrir grænan lit, því græn jurt hringaði sig um dæluna. Gljá- andi liturinn var í samræmi við augnlit Aline Kensington. Hún var sól- brún, en gráleit í andliti og fyrirgengileg. „Þér hljótið að vera Aline Kensington," sagði Lori og gekk til hennar með framrétta hönd. „Það hlýt ég að vera, já," viðurkenndi konan kraftmikilli röddu. Hún þerraði af beinaberum höndunum með handklæðinu og tók í hönd Lori án sérstakrar hlýju. „Ekki er hægt að segja, að þú líkist grútarháleistinum honum bróður mínum," bætti hún við af eilitlum þótta. „Ég hef aldrei séð móður þína." Aftur datt Lori í hug að segja frá högum sínum, en eitthvað aðvaraði hana á ný með að gera það. Hún fann, að þetta fólk var henni ekki vinsamlegt. Var ekki hætt við, að óvild þeirra yrði enn meiri. fengju þau að vita, að það var aðeins nafnið eitt, sem hún átti sameiginlegt með þeim? „Ég vona að þið hafið ekki haft mjög mikið fyrir mér," sagði Lori og leit á allan matinn á borðinu. „Ég hef ekki ætlazt til þess, og svo borð- aði ég í lestinni." „Við borðum daglega hér í húsinu nákvæmlega klukkan hálfsjö," sagði Aline. „Kemur Jim, Peggy?" „Hann 'sagðist verða að gera það," svaraði Peggy og yppti öxlum. „Þetta er húsið hennar," minnti Aline þau á. „Leggið á stóra borð- ið. En fylgið henni fyrst upp, svo hún geti þvegið sig og snyrt." „Hefur gamli skröggurirn sett í stand snyrtiherbergið á þriðiu hæð?" spurði Peggy og bætti við Lori til skýringar: „Það er nokkuð langt niður á aðra hæð." „Frank annast þau verk, sem honum er trúað fyrir," svaraði Aline kaldlega. „Komið ykkur nú af stað." „En þeir hælar," sagði Peggy við Lori. „Ég vona að þú hafir með þér eitthvað af lághæla skóm, því þú átt eftir að ganga mikið um húsið." Skyndilega varð l.ori sér þess meðvitandi, að þessar manneskjur létu sér þó hag henna einhverju skipta, báru að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir henni. Það var ekki hennar sök, að stjúpfaðir hennar hafði af einhverri dularfullri ástæðu arfleitt hana að þessu öllu. Peggy nam staðar fyrir framan könnuna og glösin í bókaherberginu. „Aftur í glas?" spurði hún. „Já, gjarnan." Svo heyrðist frá dyrunum: „Passaðu þig, Lori, — þetta er lúmskur drykkur. Fyrirgefðu, hvað ég var lengi, en ég vildi sjá um, að allt væri í lagi." Það var Jim sem talaði. „Nú vona ég bara, að rautt fari ekki í taugarnar á þér." „Hún var mikið fyrir að klæðast rauðu," sagði Paggy við hana. „Sama segi ég," greip Lori fram í. „Jæja, það er víst bezt að fara upp og hafa fataskipti fyrir matinn. Takk fyrir hjálpina, Jim." „Ég hafði ánægju af því. Ætlarðu að vísa henni upp, Peggy? Ég ætla að skreppa niður til Aline og kveðja." „Það þarf ekki að vísa mér upp," sagði Lori við Peggy. „Ég get sjálf fundið nýja, rauða herbergið mitt." „Vísaðu henni heldur upp," sagði Jim við Peggy. „Þú skalt ekki ganga ein um húsið, Lori, fyrr en þú þekkir það. Við sjáumst við matborðið." Lori þótti meira en nóg um ráðríki Jims, og hún reyndi að yfirbuga beyginn, sem greip hana. Henni fannst gljáandi handriðið hart sem grjót undir óstyrkum fingrum sínum. Spennandi framhaldssaga eftir Carolyne Farr 24 VIKAN 14-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.