Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 45
Fæst núna í fyrsta sinni úr Ijósum Loksins. Loksins eftir allt tekkið: Pira- System gefur yður kost á að Iffga uppá híbýli yðar. Ljósar viðartegundir eru sem óðast að komast í tlzku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. Skrifborð úr Ijósri eik. Uppistöðurnar svartar eða Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröðunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki að velja ódýrustu tausnina, þegar hún er um leið sú fallegasta. Lífgið uppá skammdegisdrungann með Ijósum viði. Skiptið stofunni með Plra- vegg. Frístandandi. Eða upp við vegg. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. Bæði ( dökku og Ijósu. Komið og skoðið úrvalið og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ekkl annarsstaðar. RIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM Á ÍSLANDI F HIIS 09 SKIP Ármúla 5 - Sími 84415 - 84416 reykingafólki öllu og þó enn frekar unglingunum, sem þá myndu aldrei byrja. Mjög myndi áreiðanlega draga úr hósta og lungnakvefi. Þeir sem þegar hefðu lungnakvef myndu þjást minna af sjúk- dómnum en áður, og krans- æðastiflutilfellum hjá mið- aldra og einkum ungum mönnum, sem nú leggja þá óft dg snögglega í gröfina fyrir aldur fram, myndi fækka stórlega. Einnig myndi draga úr hættunni á lungnakrabba. Maður, sem reykt hefur í tuttugu ár er þegar í miklu meiri hættu af völdum lungnakrabba en jafnaldri hans sem ekki hef- ur reykt, en jafnskjótt og liann hættir að reykja, þá fer jafnframt að draga úr vaxandi krabbahættu með aldrinum, sem hann annars yrði að horfast í augu við. Geti hann stillt sig um að snerta sígarettu i tuttugu eða tuttugu og fimm ár, verður hann í engu meiri krabba- hættu en jafnaldrinn sem aldrei reykti. Sígarettan veldur tíunda hluta allra dauðsfalla i Bret- landi eins og sakir standa. Þótt sígarettan yrði gerð út- læg, þá myndi fólk auðvitað eklci þar fyrir verða ódauð- legt, en miklu færri myndu deyja fyrir aldur fram en áður og úr veilcindaforföll- um í starfi myndi draga um fimmtung. Engin orsök af þeim, sem hægt er að koma í veg fyrir, veldur jafnmörg- um ótimabærum dauðsföll- um og sjúkdómstilfellum í Bretlandi í dag og sígarett- an. Ekkert væri hægt að gera sem bætti betur upp á heilsu hrezku þjóðarinnar en að gera sígarettuna útlæga úr landinu, og það sama er að segja um allar aðrar þær þjóðir, sem reykt hafa eins lengi og mikið og Bretar, — eða nærri því eins. ■ú Hann bræSir hjörtu stúlknanna Framhald af bls. 23. ur en liann lék Sundance Kid, las liann alll sem hann gat um sögu Villta Vesturs- ins. — Ég las allt sem ég koinst yfir um Sundance Kid, segir hann. — Ég fann þó nokkrar upplýsingar um hann, en ég lagði mig elck- ert sérstaldega fram, ef satt skal segja. Mér finnst hezt að leika persónur, sem ég veit ekki mikið um. Ég reyni alltaf að skapa mér eigin hugmyndir um hlutverkin, og leilc þau svo á minn hátt. Þetta gerði ég líka í kvik- myndinni um skíðamann- inn, það var skemmtilegt hlutverk fyrir mig, ég veit mikið um skiðaferðir. Það er heðið með eftir- væntingu eftir því að sjá Robert Redford í nýjum hlutverkum; það er ekki mikið um karlmannlegar kvikmyndahetjur um þessar mundir.. . . Ný brennandi ást.... Framhald af bls. 15. Larsen“. I hvert, sinn sem ó- næðið varð of mikið heima fór hann út á sió og skrifaði þar 1500 orð á hverjum morgni. Þetta voru annríkir og ánægjulegir tímar. Jafnaðar- manna-timarit eitt birti „í djúpum stórborgarinnar“ sem neðanmálsgrein, sem skipaði honum á bekk með forvígis- mönnum amerískra jafnaðar- manna. Alls staðar af landinu streymdu að honum bréf frá skoðanabræðrum hans. Þau bvrjuðu öll á „Kæri félagi“ og enduðu á „Með byltingar- kveðju“. Jack svaraði sjálfur hverju einasta bréfi og notaði sömu ávörp og kveðjuorð. Eftir því sem frægð hans óx, fjölgaði kunningjunum, og þó að vinnukonurnar væru nú orðnar tvær á heimilinu, og Jenny gamla til að gæta barnanna, var alltaf nóg að gera. Bessie hafði ekki náð sér vel eftir síðari sængurleg- una og var því oft þreytt og gröm yfir þessum gestagangi. Hún var heldur ekkert ánægð vfir því, hvernig kvenfólkið flykktist i kring um Jack. En þrátt fyrir ýmsar smáerjur var samkomulag þeirra hjóna gott. Það eina, sem hann ásakaði hana fyrir, var, að hún læsi ekki framar isvo mik- ið, að þau gætu talað um það helzta, sem kæmi lit af nýjum bókum. Bessie sagði, að það væri ekkert, sem hún frekar vildi, en barnið vekti sig klukkan sex á hverjum morgni og allt fram til klukk- an tíu á kvöldin væri hún bundin við dagleg heimilis- störf. Jack klappaði henni vingjarnlega á hendina og sagði, að hann vissi það vel, en þegar börnin væru orðin stór, mundi hún fá tínia fil að lesa. Þó að margir fullyrða nú, þrjátíu óg fimm árum síðar, að þau lijónin hafi verið mjög ólík — Bessie leit út eins og kona á fimmtugs aldri, og Jack eins og fjörmikill ung- lingur, — þá eru þó allir sam- mála um, að sanibúð þeirra hafi verið góð. En það kvaldi Jack — og það kenmr greni- lega fram í því, sem hann i4. tbi. viKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.