Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 33
SERSTAKLEGA SKEMMTILEG FRAMHALDSSAGA — Ég meina ... hvað á ég að segja við þig, Benjamín. — Segðu annaðhvort að þú viljir að ég fari eða að ég verði kyrr. — Jæja. — Já. Ef þú þarft endilega að hafa áhyggjur af mér, þá fer ég ekki fyrr en ég hef eitthvað ákveðið í huga. Ætlarðu að hafa áhyggjur af mér? — Hvað heldur þú, Benjamín? Heldurðu að ég hafi komið í símann ef — Á ég að fara eða á ég að vera kyrr? — Mér finnst þú ákaflega grunnhygginn. — Nei, ég er það ekki. — Nú, hvers vegna. . Sérðu ekki hvernig mér líður? — Nei, segðu mér hvernig þér líður. — Vertu sæll, Benjamín. Benjamín gretti sig. — Jæja, á ég að fara? — Já, af hverju ekki? — Af hverju fer ég ekki? — Já. — Allt í lagi, sagði hann. — Þetta var allt og sumt sem þú þurftir að segja. Elaine lagði á. Tveimur klukkustundum síð- ar lauk Benjamín við að ganga frá farangrinum sínum. Hann smellti töskunni aftur og lagði hana á gólfið. Svo fór hann fram á ganginn og inn í baðherberg- ið þar sem hann burstaði í sér tennurnar. Aftur fór hann inn til sín, opnaði töskuna á ný og gekk frá tannburstanum og tannkrem- inu, fór i náttföt og í rúmið. Síðar um nóttina vaknaði hann, bylti sér og var rétt að sofna aftur þegar einhver ræskti sig í herberginu. — Ha? sagði hann. Benjamín settist upp í rúminu en fékk ekkert svar. — Halló? Enn var þögn. Hann sat lengi og starði út í myrkrið þeg- ar ljósið var skyndilega kveikt. Elaine stóð við dyrnar. Hann deplaði augunum. — Elaine? Hún svaraði ekki en stóð graf- kyrr við dyrnar með höndina á rofanum. Benjamín settist lengra upp í rúmið sitt. — Hvað er að ske? sagði hann. Hún lét höndina síga. — Hvað er að ske? sagði Benjamín aftur. Um stund sat hann og horfði á hana en tók svo hægt af sér sængina og fór fram úr. — Hvað er að? sagði hann og gekk hægt í áttina til hennar — íklæddur náttfötun- um. Hún hristi höfuðið. Benjamín stanzaði rétt fyrir framan hana og hallaði sér lítið eitt fram á við. — Varstu að gráta? sagði hann. Hún svaraði ekki en ræskti sig lítillega. — Hvað er að? sagði Benia- mín og kom skrefi nær henni. — Beniamín? — Já? — Viltu kyssa mig? Hann hikaði andartak en kom svo fast upp að henni, tók utan um hana með bóðum höndum og kyssti hana. Langa lengi stóðu þau hreyfingarlaus en svo lyfti Benjamín höfðinu. —■ Elaine? sagði hann og starði yfir höfuð hennar út í dimman ganginn. — Já? — Viltu giftast mér? Hún hristi höfuðið. — Viltu það ekki? — Ég veit það ekki, svaraði hún hljóðlega. — En kannske? Hún kinkaði kolli. — Kannske, ha? — Já, kannske. — Þú vilt kannske giftast mér? — Hvað er klukkan? — Vertu aðeins róleg, sagði Benjamín. Með aðra hendina ut- an um hana hallaði hann sér út á hlið og lokaði dyrunum með hinni hendinni. — Hvað er klukkan? — Fáðu þér sæti, aðeins, sagði hann. — Seztu hérna og við skulum tala svolítið saman. — Ég get það ekki. — Geturðu ekki hvað? Talað? — Nei, ég get ekki stoppað neitt. — Hérna, sagði Benjamín. Hann náði í stólinn sem var við skrifborðið og setti hann niður í miðiu herberginu. — Hvað er klukkan? —■ Seztu hérna, Elaine. — Ég verð að fara. — Fara? — Já, ég verð að vera komin inn klukkan tólf. — Ó, inn á heimavist? Hún kinkaði kolli. — Ja, sagði Benjamín, — við höfum fimm mínútur enn. Seztu, Elaine. — Ég get það ekki. — En þú ætlar kannske að giftast mér, ha? — Ég veit það ekki. — En kannske? Hún kinkaði kolli. — Þú ert ekkert að gera að gamni þínu? — Nei. — Þú ert ekki full eða neitt svoleiðis? — Nei. — Jæja, hvenær? — Hvenær hvað? — Hvenær eigum við að gift- ast? sagði hann. — Á morgun? — Ég veit það ekki, svaraði hún. — Ég veit ekki einu sinni hvernig ég sný. Hann stillti sér aftur upp fyrir framan hana. — Þú veizt ekki hvernig þú snýrð? — Nei. — Þú meinar að þú sért rugl- uð? Hún kinkaði kolli. — Sjáðu nú til, sagði hann. — þú þarft ekki að vera rugluð. Við ætlum að giftast. — Ég veit ekki hvernig það er hægt, sagði hún. — Jú, víst getum við það. — Ég verð að fara. — En Elaine? — Já? — Hvað er að ske? — Ég veit það ekki. Hún snér- ist á hæli og opnaði dyrnar. — Elaine, sagði hann og tók um handlegginn á henni. — Ég meina bér er alvara með þetta? — Ég skal hugsa um það. — Viltu gera það? — Já. Hann snéri henni að sér og kyssti hana. — Elaine? sagði hann svo. — Já? — Hittumst aftur. Hún kinkaði kolli. — Á morgun? — Annað kvöld, sagði hún. — Vertu sæll. Hún fór út og lok- aði á eftir sér. Benjamín horfði á hurðina um stund og hljóp svo út að glugg- anum og opnaði hann. — Elaine? Hún stanzaði á stéttinni fyrir neðan og horfði upp til hans. — Þú ert ekki að grínast, er það? — Nei. — Ætlarðu þá að vera búin að hugsa um þetta annað kvöld? Hún kinkaði kolli. Benjamín horfði á hana niður eftir götunni og hverfa. Svo sneri hann sér við og horfði lengi á einn fótinn á stólnum í miðju herberginu. Loks settist hann. — Guð minn góður! sagði hann um leið og hann togaði í eyrna- snepilinn. 7. KAFLI Skeytið frá frú Robinson var sett undir hurðina hjá honum snemma um morguninn á meðan hann svaf ennþá. Hann tók það upp og skoðaði það í krók og kring áður en hann las það: SKILST Á FORELDRUM ÞÍN- UM AÐ ÞÚ SÉRT f BERK- LEY STOP FARÐU ÞAÐAN f DAG STOP HRINGDU f MIG UM LEIÐ OG ÞÚ FERÐ STOP ALVARLEG VAND- RÆÐI EF ÞÚ GERIR ÞAÐ EKKI. G L ROBINSON. Benjamín las skeytið tvisvar; einu sinni áður en hann klæddi sig og svo aftur. Svo setti hann það á skrifborðið og fór fram til að þvo sér í framan og greiða sér. Þegar hann hafði lokið því fór hann út og stöðvaði fyrstu manneskjuna sem hann sá. — Afsakið, sagði hann, ■— gæt- uð þér sagt mér hvar ég finn skartgripaverzlun? Eftir að hann hafði lokið við hádegisverð gekk hann fram og aftur um herbergið sitt um stund en pakkaði svo niður og fór með fötin sín í sjálfsala- hreinsun, vafin innan í kodda- ver. Engar þurrkvélar voru laus- ar og stór hópur af fólki beið eftir því að nota þá sem fyrir hendi voru, svo hann setti blautt tauið í koddaverið aftur og fór með allt saman upp í herbergi til sín aftur til að þurrka það Framhald á bls. 48. 14 tbl VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.