Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 27

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 27
Af skreytinguniim vakti mesta athygli heil hnísa, sem stillt var upp á borð. Til hægri sést Ómar Ragnarsson virða fyrir sér skepnuna. KLITMAGAKVÖLD HJÁ LiONS-KLÚBBNUM Lionsklúbburinn Ægir í Reykjavík heldur árlega sérstæða skemmtun, sem kallast Kútmaga- kvöld. Skemmtun þessi er býsna óvenjuleg að því leyti, að allur matur, sem á boðstólum er, er úr sjó, og eingöngu karlmenn mega vera viðstaddir. Við innganginn stóð maður í sjóstakk og tók við aðgöngumiðum og matborðið var fagurlega skreytt ýmsum táknum í sambandi við sjósókn og sjómennsku. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til Sólheima í Grímsnesi, sem er heimili fyrir vangefin börn. VIKAN brá sér á síðasta Kútmagakvöld, sem haldið var að Hótel Sögu fyrir skömmu, og á þessum síðum sjáum við nokkrar svipmyndir frá þessari frumlegu og skemmtilegu samkomu. Á þessari mynd er Konráð Guðmundsson, hótel- stjóri Sögu, ásamt gestum sínum. Talið frá vinstri: Óli Bárðdal, forstjóri, Valdimar Krist- insson, viðskiptafræðingur, Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, Jón Magnússon, lögfræðingur, Þórir Skarphéðinsson, stórkaupmaður, Konráð Guðmundsson, hótelstjóri, Haraldur J. Hamar, ritstjóri, Guðjón Guðnason, læknir, Njáll Ingj- aldsson, fulltrúi og Guðjón Hólm, lögfræðingur. LJOSMYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÖNSSON

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.