Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 43
til að komast í mátulegt stuð. Fíknilyfin nafnfrægu hafa sem sé ekki ennþá náð teljandi út- breiðslu í landinu. Japanskar demonstrasjónir hafa yfirleitt sérstakan svip og bera í senn keim af reglulegum orrustum og leiksýningum. — Átakasveitir þarlendra stúdenta eru miklu betur búnar og þjálf- aðar til síns hlutverks en félag- ar þeirra í Evrópu og Ameríku. Þeir ganga til atlögu með hjálma á höfði og reiddar klubbur, en lögreglan hefur á móti skildi sér til hlífðar að fornum sið. Vest- rænum áhorfendum virðist oft sem óeirðir þessar fari fram eft- ir flóknum en samt ákveðnum reglum eins og Nó-leikir, sem eru merkilegt framlag Japana til leiklistar. En eins og víða vill hér brenna við að róttæknin renni af ungmennunum með ár- unum, og sum fyrirtæki kváðu jafnvel sérstaklega sækjast eftir að ráða til sín unga menn sem hafa verið óeirðasamir og rót- tækir á námsárunum. Þeir eru ólíkt tápmeiri og frumlegri en íhaldssálirnar, sem aldrei vildu eða þorðu að mótmæla neinu, segja iðnjöfrar lands komandi aldar. Kvenfólkið í Japan er auðvit- að að breytast eins og annað. Lengstaf hafa þær getið sér prýðisorð sem þjónustugóðar og undirdánugar heimilisambáttir og geisur, en nú kváðu eiginkon- urnar teknar að gerast harla sjálfráðar og geisunum, þessum listfengustu gleðikonum verald- arinnar (að sögn) fer hraðfækk- andi. Stúlkur, sem áður sáu sér enga atvinnumöguleika nema í vændishúsum og „nuddstofum“ geta nú valið um stöður í hinu blómstrandi atvinnulífi. Þessi þróun mála varð landsfeðrum mikið áhyggjuefni þegar farið var að undirbúa yfirstandandi Expó í Ósaka. Allir vita að vændiskonur eru það fyrsta og síðasta sem þorri karltúrista spyr um hvar sem þeir koma, og með tilliti til ferðamannastraumsins sem von var á á sýninguna var ekki annað að sjá en að eftir- spurnin á geisunum færi langt fram úr framboðinu, í fyrsta sinn í sögu landsins. Nú voru góð ráð dýr, og þá var það að einum ungum og bráðsnjöllum bissnissmanni á þessu sviði hug- kvæmdist að virkja giftar konur í bransann. En ekki kváðu allir hlutaðeigandi eiginmenn jafn- ánægðir með þá ráðstöfun. Engan skyldi undra þótt hinar ógnarhröðu þjóðlífsbreytingar hefðu komið nokkru rutli á jap- anska þjóðarsál, enda er það svo. Mótsagnirnar í skapgerð þess- arar þjóðar eru með mesta móti. Japanir geta til skiptis verið gífurlega frekir og framúrskar- andi hlédrægir, þrællyndir og uppreisnargjarnir, trölltryggir og svikráðir, fræknir og blauðir, afturhaldssamir og framfarasinn- aðir. Þorri Japana verður dag lega að lúta ströngum og marg- brotnum hegðunarreglum, og þetta á eflaust mikinn þátt í því að þeir eru almennt mjög taugaspenntir. Óaðfinnanlega fágaður og háttvís skrifstofu- stjóri, sem labbar út úr húsnæði fyrirtækis síns klukkan fimm, er kannski tíu mínútum síðar eftir einn drykk á barnum á næsta horni orðinn að bullandi fífli. Engir sýna ættingjum sínum og vinum meiri kurteisi og nær- gætni en Japanir og engir ganga betur um heimili sín en þeir. En utan heimilis eru þeir flestir heldur þjösnalegir, vægast sagt. Á japönsku er til orðskviður, sem er nokkurn veginn sömu merkingar og íslenzki húsgang- urinn alkunni: Þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera, því að allan andskotann er þar hægt að gera. Siðareglur, sem ná þúsundir ára aftur í tímann, segja Japön- um fyrir hvernig þeir eiga að hegða sér heima fyrir og við ná- grannana í sveitaþorpunum, en hins vegar hafa iðnaðarborgir nútímans vaxið of hratt til að neinar hliðstæðar reglur hafi náð að festa rætur um mannleg samskipti þar. Þess vegna er það svo að Japani, sem biður kunn- ingja sinn jafnvel afsökunar á móðgun, sem hann alls ekki hef- ur auðsýnt honum, lætur sér ekki til hugar koma að biðja forláts þótt hann stígi ofan á tærnar á einhverjum ókunnug- um eða reki sig á hann í búð eða undirgangi. Þess vegna seg- ir það sig sjálft að það er óvenju mikið um hrindingar og pústra í ösinni á gangstéttum, í verzlun- um og á járnbrautarstöðvum Japans. Hvergi kemur þó þessi ruddaskapur Japana utan heim- ilis betur fram en þegar „hetj- urnar harðfengu Árljómalands" fara út að stríða. Þeir þykja að vísu berjast vasklega, en auð- sýna jafnframt óþokkaskap með mesta móti, eins og alræmt er úr síðari heimsstyrjöld. Hins sama þykir enn kenna í fari Japana, þótt þeir nú reyni ekki að leggja undir sig lönd með eldi og sverði, heldur með kaupskap og framkvæmdum. — Þótt japanskar vörur, allt frá transistortækjum upp í stál- bræðslur, hafi gengið út eins og heitar lummur erlendis, hafa vinsældir seljendanna ekki vax- ið að sama skapi. Sérstaklega eru japanskir kaupsýslumenn og túr- istar miðlungi vinsælir í öðrum Asíulöndum. Þar hefur „ljóti Japaninn" þegar stolið senunni af „ljóta Ameríkananum". Ofan á hefðbundna ókurteisi Japana þegar þeir eru að heiman bætist það, að þrátt fyrir sína æva- gömlu, fáguðu hámenningu eru flestir þeirra ennþá grófir, kauðalegir og fráhrindandi þeg- ar þeir reyna að taka á sig vest- rænt gervi. Þeir þykja frekir og ruddalegir, drykkfelldir og yfir- gengilega kvensamir. Mútuþægni og spilling fylgir hvarvetna í kjölfar þeirra, eða svo er sagt. Leiðinlegar endurminningar um fyrri kynni af þessari þjóð eiga skiljanlega sinn þátt í viðhorfi margra nágranna til hennar. Japanskt fjármagn og japanskar vörur streyma nú inn í lönd eins og Malasíu, Indónesíu, Filipps- eyjar, Taívan, Suður-Víetnam og Taíland í straumum svo stríð- um, að þeir virðast alla sam- keppni ætla að kæfa. „Fólkinu hérna finnst að það hafi orðið fyrir innrás,“ sagði taílenzkur framámaður nýlega, „þótt að þessu sinni sé hún ekki hernað- arleg.“ Aðrir Asíumenn segja um Japani að þeir séu fullir minni- máttarkenndar gagnvart Evrópu- og Ameríkumönnum, en bæti það upp með hroka og derringi gagnvart fólki úr eigin álfu. Líkt og Bandaríkjamenn eru Japanir að sínu leyti frægir fyrir að flytja Japan sitt með sér hvert sem þeir fara. Hvar sem nokkr- ir þeirra eru samankomnir forð- ast þeir að umgangast lands- menn, en flytja inn með sér eig- in bjór, eigin blöð, vín, rétti og skóla. En einn af mörgum þver- stæðukenndum eiginleikum í fari Japana er sjálfsgagnrýni, sem stundum nálgast sjálfskval- arsýki. Japanskur ambassador, Itsjíró Kavasaki að nafni, gaf ekki alls fyrir löngu út bók er hann nefndi Japan grímulaust. Þar úthúðaði hann löndum sín- um svo eftirminnilega að mörg- um þótti nóg um, allavega Jap- önum sjálfum, enda missti am- bassadorinn embættið fyrir vik- ið. Meðal annars hélt Kavasaki því fram að japanskir karlmenn væru manna ljótastir í augum útlendra kvenmanna og kvæði svo rammt að sénsleysi þeirra erlendis að þeir yrðu yfirleitt að borga tvöfalt verð á vændis- húsum þar. Skemmtanalíf og menning hefur auðvitað eins og annað tekið breytingum eftir vestræn- um fyrirmyndum. Nýjustu tízku- pilsin frá París og síðustu popp- plöturnar koma næstum jafn- snemma til Tókíó og New York. Japanir framleiða ósköpin öll af ofboðslega ómerkilegum skemmtikvikmyndum, og eru flestar þeirra klámkenndar í meira lagi. En hins er ekki síð- ur vert að geta að japönsk fag- urmenning hefur fyllilega hald- ið í við þá vestrænu. í því sam- EllifliHllÍil VK MYNDATöKUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA * VIÐ MYNDUM RÆÐI í SVART-HVlTU OG í LIT # FERMINGARKIRTLAR Á STOFUNNI * I Garðastræti 2 - Reykjavik - Sími 20900 u. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.