Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 22
ÞÁ ER KOMIN NÝ KVIKMYNDAHETJA FRAM Á SJÓNAR- SVIÐIÐ, EINU SINNI ENNÞÁ. ROBERT REDFORD BRÆÐIR HJÖRTU STÚLKNANNA, EINS OG RUDOLPH VALENTINO OG DOUGLAS FAIRBANKS BRÆDDU HJÖRTU FORMÆÐRA ÞEIRRA! Fólk fer til að sjá Paul Newman í „Butch Cassidy og Sundance Kid“, en kemur út úr kvikmyndahúsinu, yfir sig hrifið af Robert Redford. Hann hefur slegið í gegn. Hlutverk lestarræningjans Sundance Kid er eins og skapað fyrir Robert Redford. Hann er mjög sannfærandi með yfirvararskeggið og barðabreiðan kúrekahatt. Það er mikið talað um Robert Redford. En hvers vegna? Hann er ekkert sérstakur í útliti, lítill og grannur. Hann er ekki sérlega svipmikill og hlutverk hans í þessari kvikmynd var ekki neitt hetjuhlutverk. En hann hefur eitthvert leynilegt aðdráttarafl. Menn grunar ósjálfrátt að bak við þetta rólega útlit leynist sterkur maður, — skógarmaður, sem ekki lætur sig muna um að slengja konum upp á öxlina. Hann er spennandi, — og vekur forvitni. En hver er hann? Robert Redford er glaðlyndur og hressi- legur náungi og alltaf til í ævintýri. Hann er nokkuð villtur og er ekki metnaðargjarn. Hann segir sjálfur að hann hafi aldrei lagt mjög mikið að sér til að ná settu takmarki. Robert Redford er fæddur i Los Angeles. Hann er 32 ára. Hann var frekar erfiður i uppvextinum; lenti oft í kasti við lögregluna, lenti í áflog- um og ók alltaf of liratt. Þegar hann lék i kvikmyndinni um Sun- dance Kid, sagði hann: — Ef ég væri fæddur 75 árum fyrr, og hefði búið á svipuðum stað og Sundance, þá liefði ég eflaust lifað á ránum, eins og hann. 22 VIKAN 14-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.