Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 31
Þcssi mynd var tekin at BRAVÓ árið 1965, og sjást þeir hér i rúminu á Hótel Sögu. Frá vinstri: Kristján, Sævar — og myndin fyrir ncðan cr af honum eins og hann lítur út í dag, þá Helgi og Þorleifur. (Ncðri myndina tók Páll Pálsson). Og söngvari þessarar hljómsveit- ar, sem allir norðlendingar geta verið stoltir af, er Freysteinn Sig- urSsson — sem ég vildi endilega kalla Zorba. Þetta sama kvöld var haldinn dansleikur í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, og einhverra hluta vegna var mér nauðsynlegt að vera þar um stund. Óvissa lék fyrir dansi. Þó Ijótt sé frá að segja, þá hafði ég ekki ýkja mikla trú á þeim, hvernig sem á því stendur, en eftir að hafa hlustað á þá um stund, komst ég á allt aðra skoðun. Nú um helgina verða haldnir hljómleikar á Akureyri, þar sem að koma fram Trúbrot, Ríótríó, Óvissa og ef til vill fleiri, en þegar þess- TÖNAR Þessi mynd fannst í myndasafni blaðsins nýlega. og þótti alveg upp- lagt að birta hana til að rifja upp gamlar endurminningar. Hún er af hljómsveitinni TÓNAR, eins og hún var árið 1965, en þá var þessi hljóm- sveit ein sú vinsælasta og bezta á landinu. Flestir eiga þeir fclagar úr Tónum það samcigilnegt að vera enn í fremstu víglínu popptónlistarinnar, cn þeir eru frá vinstri: Finnur Stef- ánsson, gítarleikari Óðmanna, Guðni Pálsson, saxófónleikari Roof Tops, Sigþór Skaftason, sem nú er i Kan- ada, Jón Þór Hannesson, sem vinnur ar línur eru ritaðar, hefur ekki verið endanlega gengið frá þeim mál- um. Eins og við sögðum frá um dag- inn, þá hætti hljómsveitin Geislar að troða upp s.l. haust, og fara ýmsar sögur af ástæðunni. Hvað með það; þeir bræður í þeirri hljómsveit, Sigurður og Páll Þor- geirssynir, stofnuðu aðra hljóm- sveit, sem þeir nefndu því frum- lega nafni Hver dó? Spurningunni hefur verið svarað: Það var hljóm- sveitin. Þriðja hljómsveitin sem spratt upp á Akureyri í haust er Nói trillu- smiSur. Síðar reynum við að gera þeim skil. nú við upptökur hjá sjónvarpinu og hcfur tekið upp flestar plöturnar sem Fálkinn hefur sent frá sér undan- farið — og svo er það sjálfur Trú- brytingurinn Gunnar Jökull. Ja, það má nú segja, að tfmarnir breytast og mennirnir með — eða öfugt. ☆ Úti er Ævintýri Því var spáð að „Ævintýri barn- anna" myndi ekki endast lengi. Það hefur enzt og mun endast enn — þó nú hafi orðið nokkrar breytingar þar á. Trommuleikari hljómsveitar- innar, Sveinn Larsson, er nú hættur og í staðinn hefur komið Sigurður Karlsson, sem var áður með Pónik og til skamms tíma með hljómsveit- inni Acropolis. Breytingar þessar áttu sér stað um páskana og við spjölluðum við Sig- urjón Sighvatsson, bassaleikara Ævintýris, um þessar sviptingar. „Astæðan fyrir þessu er ósam- komulag innan hljómsveitarinnar, og endaði það með því að Sveinn hætti," sagði Sigurjón. „Þá vorum við þegar búnir að fá augastað á Sigurði, og ég segi fyrir mig per- sónulega, að ég er stórhrifinn af honum. Satt að segja hef ég ekki heyrt í jafngóðum trommara lengi. Jafnframt þessum breytingum ætlum við að breyta til um músik — fara meira út í framúrstefnuna, og við vinnum enn að því að æfa upp nýtt og betra prógramm. Hing- að til höfum við haldið okkur að- allega við þetta svokallaða „comm- ercial"-popp, enda er svo komið að við erum stimplaðir hæfileikalaus- ir súkkulaðidrengir. Það getum við alls ekki fallist á, og nú ætlum við að sýna hvað í okkur býr — eða þá að viðurkenna villu okkar, sem ég hef ekki trú á að sé fyrir hendi. Já, það er rétt, vinsældir okkar hér í bænum, meðal yngstu kyn- slóðarinnar, hafa dalað alveg óskap- lega, og við gerum okkur grein fyrir því. Að vísu er það erfitt fyrir suma að horfast í augu við þetta, en við vorum búnir að fá nóg. Þetta var of langt gengið. Héðan í frá ætl- um við að reyna að skapa heild úr hljómsveitinni en ekki svona ein- staklingssýningar, og við erum all- ir sammála um það. Þegar við er- um komnir út í þessa músik sem við einbeitum okkur nú að, fellur meiri ábyrgð og meira álag á okkur hina, og það ætti að vera til þess að við verðum allir ein hljómsveit en ekki fjórir undirleikarar hjá poppstjörn- unni Björgvin Halldórssyni. Hann hefur ekki farið bezt út úr þessu tilstandi öllu, það er ábyggi- legt, og hann vonar jafn innilega og við hinir að við verðum metnir að verðleikum." Það geta víst allir tekið undir þetta, því stjörnudýrkunin eins og hún var á tímabili var hálf-ógeðs- leg. Því hlaut að koma að því að allt fyki um koll einn góðan veð- urdag — að minnsta kosti í Tóna- bæ. En það er slæmt, að nú sé svo komið að „plastikpíurnar" séu farnar að baula á Ævintýri og „geggjaðasta persónuleika ársins". u. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.