Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 6
SKÓLARITVÉLIN NYTSAMASTA FERMINGARGJÖFIN \ SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. OTTO A. MICHELSEN Hverfisgötu 33 Sími 20560 PERSTORP HARÐPLAST ER SÆNSK GÆÐAVARA • ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI í MIKLU OG FALLEGU LITAVALI * MJÖG HAGSTÆTT VERÐ SMIÐ3UBUÐIN VIÐ HÁTEIGSVEG - SÍMI 21222 Skemmdarvargar Kæri Póstur! É'g fæ nú ekki lengur orða bundizt vegna máls, sem snertir mig og raunar alla íbúa höfuð- staðarins. Ég kom mér upp af vanefnum en með töluverðum dugnaði, þótt ég segi sjálfur frá, ofurlitlum sumarbústað í ná- grenni Reykjavíkur. Þessi bústað- ur hefur verið stolt mitt um nokk- urt árabil og fjölskyldu minni til mikillar ánægju. Þegar ég byggði bústaðinn á sínum tíma með ærinni fyrirhöfn, eins og fyrr greinir, grunaði mig ekki, að sá tími kæmi, að eigur manna ættu eftir að vera í hættu fyrir skemmdarvörgum og fengju ekki að standa í friði yfir veturinn, nema þær væru vaktaðar nótt sem nýtan dag. En þetta hefur því miður gerzt. Bústaðurinn minn hefur orðið fyrir stórfelld- um skemmdum næstum hvern einasta vetur að undanförnu, svo að ég hef orðið að kosta miklu til hans á hverju vori til þess að geta notað hann yfir sumarmán- uðina. Nú er svo komið, að ég hef alls ekki lengur ráð á að standa í þessu ár eftir ár. Ég fæ til dæmis ekki séð, að ég hafi nokkur tök á að lagfæra þær svívirðilegu skemmdir, sem unn- ar hafa verið á honum nú í vet- ur. Mér er alveg óskiljanlegt, hvernig á þessu stendur. Hvers lags fólk er hér um að ræða? Látum vera, þótt einhverjir flökkumenn brjótist inn í sum- arbústaði til þess að leita sér þar húsaskjóls eða reyna að finna eitthvað ætilegt. Slíkt athæfi væri skiljanlegt, þótt auðvitað sé það engan veginn verjandi. En þessu er alls ekki að heilsa. í sumarbústöðum hér í nágrenni Reykjavíkur eru unnin slík spjöll, að ég hef aldrei séð annað eins og fæ ekki betur séð en hér. séu óðir menn á ferð. öllu er snúið við og allt sem hægt er að hugsa sér skemmt í algeru til- gangsleysi. Nú væri enn hægt að skilja, þótt þetta kæmi fyrir öðru hverju. Það eru alltaf til sjúkir menn, sem ganga lausir. En þegar þetta kemur fyrir ár eftir ár og í jafn ríkum mæli og raun ber vitni um, þá er eitt- hvað meira en lítið að. Hverjir eru það, sem stunda þessa líka þokkalegu iðju að vinna stór- felld spellvirki á sumarbústöðum alveg að ástæðulausu og hjá fólki, sem það á ekkert sökótt við? Mér finnst vera hér um að ræða svo alvarlegt mál, að ekki verði lengur skotið skollaeyrum við því. Við verðum að gera eitthvað í málinu. Skyldu vera hér unglingar á ferð, eða er það fullorðið fólk, sem hegðar sér svona? Mér þætti fróðlegt að heyra álit þitt á þessu máli, Póstur góður, og ef þú skyldir luma á einhverjum tillögum í málinu, þá bið ég þig endilega að þegja ekki yfir þeim. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna og beztu kveðjum. Sumarbústaðareigandi. Þetta mál hefur veriff talsvert rætt í blöffunum og auffvitað fordæma allir heiibrigðir menn slíkt athæfi. Þaff er óskiljanlegt, hvers konar fólk hér er á ferff- inni og óhætt aff fullyrffa, aff þaff sé meira en lítiff sjúkt. Al- menn fordæming á skemmdar- verkaæffinu virffist ekki ætla aff duga neitt og er þá nokkuff hægt aff gera nema fá mann eða menn til aff vakta bústaðina á vetrum? Ef lesendur hafa einhverjar snjallar tillögur á taktelnum til aff klekkja á skemmdarvörgun- um, þá væri gaman aff fá aff heyra þær. Lög unga fólksins Kæra Vika! Eg get ekki látið það bíða lengur að skrifa þér um mál, sem ég held að mætti ráða bót á og breyta. Þetta er um þáttinn „Lög imga fólksins“ í útvarp- inu. Hvernig stendur á því, að hann er felldur niður til að lýsa síðari hálfleik í heimsmeistara- keppni milli íslendinga og Jap- ana? Ég trúi því ekki, að ekki hefði mátt færa annað hvort lýs- inguna eða þáttinn aðeins til. Það hefur svo sem komið fyrir áður, að þátturinn hefur verið felldur niður vegna annarra dagskrárliða. Mér finnst þetta óréttlátt, vegna þess, að „Lög unga fólksins" er einn vinsælasti þáttur íslenzkra unglinga. Nú skora ég á alla unglinga að láta álit sitt í ljósi á þessu máli. Ég þakka þér svo fyrir allt gamalt og gott, kæra Vika, og vona að þetta bréf lendi ekki í bréfakörfunni. Hippi, Stöðvarfirði. Viff fáum alltaf öffru hverju bréf varffandi dagskrá útvarpsins. Við höfum áffur bent á pósthólfiff hans Guffmundar Jónssonar, og þar eiga auffvitaff slikar um- kvartanir hcima. En viff komum þessu hérmeff á framfæri engu aff siffur. 6 VIKAN 14 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.