Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 7
Blessaðir þingmennirnir Háttvirta Vika! Það er ekki oft sem ég sezt niður og rita bréf. 35g ætla nú samt sem áður að gera það núna. Ég les Póstinn hjá ykkur með mikilli athygli, eins og fleira gott efni, sem í blaðinu er. Ekki var nú tilgangur minn sá með þessu bréfi að skammast eða hæla hinu og þessu í Vikunni. Og heldur ekki ætla ég að fá að vita, hvort þessi stelpa eða hin elskar mig eða ekki. Kg læt alla ungbarnaástarrómantík hvíla í friði. Þið fáið víst nóg af svoleiðis bréfum. Nei, ég ætla að skrifa um annars konar ást og hatur. Það eru blessaðir þing- mennirnir okkar, sem ég ætla að ræða ofurlítið um. Ég er nú reyndar hálfgert ungbarn ennþá, aðeins 17 ára gamall, og hef því anzi takmark- að vit á stjórnmálum. Samt er ég fyrir löngu búinn að mynda mér mínar eigin skoðanir á þeim. Ég ætla þó að reyna að skrifa þetta bréf í algeru hlut- leysi, eins og vera ber. Þing- mennirnir okkar hafa mjög þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna og bera þunga ábyrgð á sínum herðum, eins og við vitum öll. En nú kem ég loksins að aðal- efni bréfsins. Þegar forustumenn stjórnmálaflokka koma fram í sjónvarpinu er fróðlegt að at- huga viðbrögð fólks. Menn brosa sínu breiðasta, þegar engillinn úr flokknum þeirra birtist á skerminum. Hvert orð, sem hrýtur af munni hans, er gleypt ómelt og ekki fundið að hinu minnsta smáatriði, hvorki í út- liti eða framkomu. En bíðum nú við! Á eftir koma hinir og hvað gerist þá? Jú, þá er engu líkara en fjandinn sjálfur sé kominn á skerminn. Það er fundið að hverju orði og skopazt að útliti og framkomu. Stjórnmálamenn reyna yfir- leitt að gera sem flestum til hæf- is og vinna gagn. En svo fá þeir bara skammir fyrir. Eigum við ekki að reyna að bæta þetta hugarástand okkar? Hvað segir þú um það, Póstur góður? Ert þú kannski hlutlaus, eins og Vik- an? Með beztu kveðjum. XABDGI, Vestmannaeyjum. Þetta er eitt af sárafáum bréf- um, sem Pósturinn hefur á sinni löngu ævi fengið og fjallar um stiórnmál. Og ekki höfum við oft áður fundið slíka hlýju í garð stjórnmálamanna ALLRA flokk- anna. En þótt bréfritari sé ung- ur að árum, og kannski einmitt þess vegna, hefur hann mikið til síns máls. Okkur hættir alltof mikið til að vera einsýn og jafn- vel staurblind á stjórnmálamenn; ofmetum þá sem við fylgjum að málum, en finnum hinum flest til foráttu og getum ekki unnt þeim sannmælis, enda þótt þeir standi sig líka með prýði. Við tökum undir ósk hins imga Eyja- búa um að breyting verWi á þessu hugarástandi, og við reyn- um að meta stjórnmálamenn eft- ir verðleikum þeirra á hlutlaus- an hátt. Þrettán ára glaumgosi Elsku Póstur! Ég grátbið þig að svara mér fljótt. Þú hefur hjálpað svo mörgum og ég vona að þú getir líka hjálpað mér. Þannig er mál með vexti, að ég er alveg ofboðslega hrifin af strák í mínum bekk, en ég er í 13 ára bekk. Á seinasta balli bauð hann mér upp í einn dans, en mér sámaði svo, að hann skyldi ekki bjóða mér upp aftur allt kvöldið. En eins og ég hef áður sagt, þá er hann í sama bekk og ég og situr rétt hjá mér. Ég og stelpan, sem situr við hliðina á mér, tölum stundum við hann í tímum. Þótt hann sé ekki nema 13 ára, er hann byrj- aður að reykja og drekka. En mér er alveg sama þótt hann geri þetta hvort tveggja. Ég gæti vel hugsað mér að koma heim til hans í partý og vera með honum. Elsku Póstur! Hvað á ég að gera til þess að hann sjái, að ég elska hann hreint og beint? Svaraðu mér fljótt! Helga. Þarna kemur eitt dæmigert bréf um „ungbarnaástarrómantíkina“ eins og bréfritarinn hér á und- an minntist á. En okkur þykir skörin heldur betur vera farin að færast upp í bekkinn, þegar þrettán ára strákar eru bæði farnir að reykja og drekka og halda partý heima hjá sér í of- análag! Og þegar stelpurnar sjá ekkert athugavert við þetta og vilja ólmar vera með slíkum strákum, — þá er málið farið að vandast. Við getum ekki annað en ráðlagt þér að forðast allt samneyti við hann. En gaman væri að vita, hvort þetta bréf er ekkert einsdæmi og hvort það gerist nú algengt, að þrettán ára unglingar séu farnir að „lifa“ sisona. — Hvernig getur hann elskað þig, þegar hann slær þitt eigið hold og blóðl ADDIS STERKAR Fæst aðeins í lyfjabúðum UU LlU MEÐ ÓKEYPIS d FERÐAHYLKI ADDIS TANNBURSTI TANNBURSTI Á HEIMSMÆLIKVARÐA Pv 11 'fl SKARTGRIPIR U V/U^r^Li^7 LL^U Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAR OG PÁLMI - Hverfisgötu 16a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910 14. tbi. yiKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.