Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 34

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 34
HF HREINN rósir... oxan WNcon aiian ^VOIT Niu rauðar væru tilvalin gjöf handa sérhverri húsmóður. En rósir standa ekki lengi, því miður. Á hinn bóginn eru skýrir litir og hvítari áferð OXAN þvottarins óendanlegur ánægjuauki fyrir allar hús- mæður. OXAN lágfreyðandi þvottaefni er gert fyrir konuna, sem hefur ánægju af rauðum rósum og fallegum þvotti. LÁGFREYÐANDI ÞVOTTAEFNI JAFNGOTT í ALLAN ÞVOTT. SIJÖRNUSPÁ^^ • Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú kemst ekki hjá a!5 endurskoða fyrirætlanir þín- ar vegna atviks sem gerist mjög bráðlega. Maður nokkur falar af þér fé og ættirðu að fara fram á einhverja tryggingu, það gæti komið sér betur. Nautsmerkið (21. aprd — 21. mai): Þú hefur mikla möguleika á að auka tekjur þínar. Þú skemmtir þér óvenju mikið og gefst einnig tæki- færi á að kynna þér hluti sem þú hefur áhuga á. Bezti dagur vikunnar er föstudagurinn. ff Tvíburamerkið (22. ma( — 21. júní): Þú nærð skjótum árangri i verki þlnu, en eigi að síður gerirðu fljótfærnisglappaskot sem á eftir að tefja þig talsvert. Þú ert ekkert hrifinn og kýst fremur einveru en félagsskap. Krabbamerkið (22. júní — 23. júÍf): Láttu ekki aðra koma áhyggjum sfnum yfir á þig. Þú getur ekki leyft þér mikla hjálpsemi núna, því þú hefur nóg á þinnl könnu. Þú ferð f samkvæmi og verður ánægður með sjálfan þfg. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Þú átt erfitt verk fyrir höndum, en þú átt lfka góð- an aðstoðarmann sem reynist þér nú ómetanlegur eins og oft áður. Reyndu að haida svolftið f við sjálfan þig, þú veizt hvar þú ert veikur fyrir. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú leggur mikið á þig fyrir óvissuna, en likurnar með þér eru þó sterkari, svo þú skalt imdirbúa þig vel. Þú skalt umfram allt gæta þess að þú hvllist nóg. Heillalitur er gulur. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú lendir f tfmaþröng með starf sem þú hefur nýlega tekið að þér. Timi þinn nýtist betur ef þú byrjar daginn snemma. Það verður lítið úr þeirri aðstoð sem þú átt von á um helgina. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember); Farðu gætilega með eigur þfnar. Ákveðin persóna hefur mætur á hlut sem þú átt, en fargaðu hornun ekki að sinni. Þú færð fréttir af nánum ættingja sem koma óþægilega við þig. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Það er nauðsynlegt fyrir þig að halda sem beztu samstarfi við aðra svo þú komir af þér öUu þvf sem á þér hvílir. Þú kynnist nýrri hlið á einum félaga þínum. Heillatala er þrír. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar); Þú ert einn á báti og ert ekki alveg viss um hvert þú átt að snúa þér. Þú hefur nóg af áhugamálum, en auðvitað kosta þau öll eitthvað. Leggðu ekki fram fé fyrir aðra, þótt farið verði fram á það. ^ggar Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Vikan er ekki sérlega vei fallin til neinna stór- ákvarðana, en þú getur notað tímann til að kynna þér ýmis skyld mál. Þú ferð á félagsskemmtun og verður fyrir ágangi einhverrar persónu. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú gerir samning sem á eftir að verða þér og þfnum til mikils góðs. Þú tekur ákveðna afstöðu á máli sem hefur lengi flækzt fyrir þér. Þú hefur ágirnd á hlut sem þú getur ekki veitt þér að sinni. 34 VIKAN 14-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.