Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 5
Gaf bróður sínum nýra - var vikið úr starfi Rúmlega þrítugur danskur verkstjóri, Erik Kestenholz, lá fyrir dauðanum. Læknarnir höfðu gefið hann upp á bátinn; hið eina sem gæti bjargað lífi hans var að hann fengi nýtt nýra. En þá kom til skjalanna systir Eriks, Inge Kestenholz, fráskilin kona tuttugu og sex ára og tveggja barna móðir. Hún hikaði ekki við að gefa bróður sínum annað nýra sitt. Aðgerð af þessu tagi er mjög vandasöm, og varð Inge að dvelja fimm vikur á sjúkrahús- inu í Árósum, þar sem nýrað var tekið úr henni og flutt í bróður hennar. Læknarnir lýstu Inge sem sannri hetju, en ekki litu allir svo á málið. Þannig gramdist vinnuveitanda Inge að missa hana úr vinnunni og sagði henni upp fyrirvaralaust. Og ekki nóg með það: húseigandi sá er leigði Inge íbúð hótaði að reka hana út og viðhafði í því sambandi gróf orð, af því að konan, sem enn var veikburða eftir uppskurðinn, gat ekki borgað leiguna á tilskilinni stund. Inge sótti um vinnu hjá yfir tuttugu fyrirtækjum, en fékk alls staðar afsvar. Jafnvel al- mannatryggingarnar neituðu henni um hjálp, þar eð í reglu- gerð þeirra var ekki ráð fyrir því gert að fólk sé að gefa úr sér nýrun. En þar kom að blöðin fréttu af málinu og tóku það upp á sína arma. Vöktu þau slíka sam- úðaröldu með Inge að áður en varði hafði hún fengið ótal at- vinnutilboð, og þar að auki af- sökunarbeiðnir frá þeim, sem verst .höfðu komið fram við hana áður. Inga Kestenholz og Karina dóttir hennar. Hún tórnaði nýranu fyrir bróður sinn, en fékk í fyrstu litla sæmd fyrir. Ár hinna svörtu í Los Angeles hafa framfara- samtök blökkumanna ákveðið að á yfirstandandi ári verði gerðar víðtækar ráðstafanir til að kynna afrek svartra manna í Banda- ríkjunum og heiminum yfirleitt. Verða í því sambandi kynntir framámenn bandarískra blökku- manna, þar á meðal hinir heldur ólíku písiarvottar Martin Luther King og Malcolm X, svo og djassleikarar og aðrir listamenn. Sumt af því, sem fram hefur komið í sambandi við þessa kynningarherferð orkar meira tvímælis, eins og til dæmis það að svertingi sem kallaður hafði verið „E1 Negro“ hafi verið stýri- maður h’á Kólumbusi heitnum, þegar hann sigldi til Ameríku. En í heild má fullyrða að kynn- ingarherferð þessi verði jákvæð í þeim skilningi að sýna Banda- ríkjamönnum fram á, hvað þeir eiga negrum að þakka í menn- ingarefnum og öðru. ☆ • vísur vikunnar Ennþá reikna hér ýmsir skakkt árangur sinna dáða og fátt er þeim víst til lista lagt sem lýði og byggðum ráða. Á valdabrölti er varla hlé og viðreisnin laus í böndum en einkum er talið að alltaf sé æskunni vandi á höndum. Af allskonar dekri er öldin spillt og eitrar vort gróandi þjóðlíf og æskan er dálítið áttavill í ástum og temur sér stóðlíf. Áður nunna - nú model Flótti kaþólskra presta, munka og nunna undan skírlífisoki klaustra sinna og embætta er löngu orðið mikið vandamál fyr- ir páfann og kirkju hans. Hér er eitt dæmið um slíkan flótta: austurísk blómarós að nafni Brigitte Viel, sem til skamms tíma var kennslukona í klaustri en gerðist um síðir svo leið á því starfi að hún hætti því og fékk sér atvinnu sem nektar- módel í Vínarborg. í hjáverkum eignaðist hún son, sem er hér með henni á myndinni. Það fylg- ir með sögunni að Brigitte þessi sé ákaflega hamingjusöm, bæði með nýja starfið og soninn. ☆ SjálfsmorSshvalir Nýlega bar svo til á Flórída- strönd, örskammt frá Kennedy- höfða, að vaða af grindhvölum, tvö hundruð talsins, æddi á land upp og sprakk þar í sandfjör- unni. Ekki er vitað hvaða geggj- un olli þessu fjöldasjálfsmorði, og er ýmsum getum að leitt. — Bátum og mönnum var safnað til að draga hvalina aftur á sjó út og bjarga þeim þannig, en jafnskjótt og þeim hafði verið sleppt, stímuðu þeir aftur á fullri ferð upp í fjöruna. Aðeins tveimur hvölum tókst að bjarga. Það bar til með þeim hætti að einn björgunarbátanna hafði af mistökum fengið tvo hvali í trossuna, og þegar kom- ið var á flot, tóku bátverjar eftir því að þessar tvær skepnur ræddust við með hljóðmerkjum, líkum þeim sem menn áður hafa tekið eftir hjá höfrungum. Og þegar dráttartaugarnar voru leystar af þessum tveimur hvöl- um, syntu þeir í mesta bróðerni á- sjó út. Talið er að skýringin á þessu sé sú að hvalirnir hafi með sér félög, er lúti í einu og öllu vilja „formanns" þess, er velst til for- ustu í þeim. Hér hafi því svo borið við að „formaður“ vöð- unnar hafi geggjazt af einhverj- um ókunnum orsökum og ætt með allan sinn lýð í opinn dauð- ann. En svo algert er vald hans á félagshvölunum að enginn þeirra hafði nógu sterkan kar- akter til að slíta sig frá fordæmi hans, svo lengi sem þeir voru einir. En jafnskjótt og tveir komu saman, skapaðist mögu- leiki á myndun nýs félags. Ann- ar hvalanna varð þar strax „formaður", og sú vegsemd kom fyrir hann vitinu. Því miður uppgötvaðist þetta of seint, því að þegar bjarga átti fleiri hvölum á þennan hátt reyndust þeir allir þegar sprungnir. Hvalavaðan í fjörunni. Þeir voru allir grafnir í einni fjöldagröf, enda þykj- ast Ameríkanar víst of ffnir til að éta hval, ailavega • rekinn. i4. tw. yiKAN .)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.