Vikan - 21.05.1970, Side 6
Winther bríhiól
fást í þrem stærðum.
Einnig reiðhjól í öllum stærðum.
örnhn
Spítalastíg 8 — Sími 14661 — Pósthólf 671
Allt gengur betur og
auðveldar meS
HHHX
hrærivélina við höndina.
Sterkur 180W mótor með 3 hraðastillingum
Fjöldi ódýrra fylgihluta
BORÐSTOÐ • HRAÐBLANDARI • HNOÐAR-
AR • Kartöfluafhýðari • Grænmetiskvörn •
Stálskál • Hnífa- og skærabrýni •
Berjahræra.
Eina vélin á markaðinum með 3 ára ábyrgð
Húsmóðirin
verður
ánægð með
nnHx
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10A • Sími 16995
NORSK HÖNNUN NORSK GÆÐI
Fyrirmyndir úr
sjónvarpinu
Kæri Póstur!
Það hefur verið rætt mikið um
óróa og óspektir imgs fólks hér
á landi að undanförnu. Það þarf
ekki að minnast á hina svoköll-
uðu ellefumenninga, sem „gerðu
garðinn frægan“ í Svíþjóð. En
það er eitt, sem mig langar til
að minnast á, sem ég hef hvergi
séð koma fram. Og það er ein-
faldlega þetta: Orsök þessara
óláta er fyrst og fremst sú, að
næstum daglega sjáum við í
fréttum sjónvarpsins svipaðar að-
gerðir erlendis. Þetta virðist
hreinlega vera orðin tízka, og
því ekki að undra, þótt hún ber-
ist hingað til lands, þegar hún
er auglýst svona líka hressilega
í sjónvarpinu. Eg skil ekkert í
fréttamönnum sjónvarpsins að
vera að birta myndir af slíkum
viðburðum út um allan heim.
Það var auðvitað fréttnæmt,
þegar slíkar aðgerðir voru að
byrja, en nú eru þær fyrir löngu
orðið daglegt brauð og þess
vegna engin ástæða til að vera
að tíunda alls staðar að úr heim-
inum, þar sem krakkaskammir
með skítuga lubba eru með
spjöld og háreisti og halda að
þeir séu eitthvað. Ég skora á
sjónvarpið að hætta að birta
slíkar „fréttir“. Auglýsingamátt-
ur sjónvarpsins er óhugnanlegur
og sést það bezt á viðbrögðunum
og eftiröpuninni hjá unga fólk-
inu hér á landi.
Með þökk fyrir birtinguna.
Haukur.
Líklega vilja ekki allir sam-
þykkja það athugasemðalaust, að
sjónvarpið eitt eigi sök á mót-
mælaaðgerðum skólafólksins. En
það er engu að síður rétt hjá
bréfritara, að fyrirmyndin er
augljóslega þaðan komin og
þetta þykir afskaplega „fínt“ nú
á dögum.
Gert upp á milli barna
Kæri Póstur!
Ég skrifa þér þetta bréf, af
því að mig langar til að leita
ráða hjá þér.
Svo að ég byrji nú á byrjun-
inni, þá á ég eina systur, sem
er nokkrum árum eldri en ég og
þrjá bræður. Við systurnar er-
um mjög ólíkar og það sem am-
ar að er, að mér finnst mamma
halda svo mikið upp á hana.
Henni er til dæmis alveg sama,
hvort ég læri eða hvað ég læri.
Hún hefur ekki minnsta áhuga
á, hvernig mér gengur í prófum
eða öðru. Hún talar aldrei við
mig svona eins og fólk talar
saman. Hún er annaðhvort að
setja út á mig eða hreita í mig
ónotum. Systir mín og mamma
eru aftur á móti mjög samhent-
ar og hafa sameiginleg áhuga-
mál. Ef ég minnist á þetta við
mömmu, bregzt hún hin versta
við og segir, að ég sé ekki með
öllum mjalla. Það getur verið,
að þetta sé tímabil og ég sé á
erfiðum aldri. Þó er ég að reyna
að líta á þetta frá öðrum sjón-
armiðum og finna sök hjá sjálfri
mér, en það er nú ekki svo auð-
velt. Eins og þú skilur, þá er það
erfitt að geta ekki komið til
mömmu sinnar og trúað henni
fyrir vandamálum sínum.
Kæri Póstur! Nú vona ég, að
þú birtir þetta bréf og gefir mér
ráð.
Með fyrirfram þökk,
Ein óhamingjusöm.
Þegar systkini eru mörg, finnst
líklega öllum einhvern tíma, að
foreldrar þeirra haldi meira upp
á hin systkinin. Langflestir, sem
komnir eru til fullorðinsára,
muna eftir þeirri tilfinningu, að
þeim þótti þeir hafðir útundan.
En oftast er þetta á misskilningi
byggt og stafar af leyndri ósk
um að hljóta athygli og aðdáun
foreldranna óskipta. Þess eru
vissulega dæmi, að foreldrar hafi
meira dálæti á einu barna sinna
en öðru, en það er mjög sjald-
gæft. Yfirleitt reyna foreldrar
eftir beztu getu að sýna öllum
börnum sínum jafnmikla ástúð
og eftirtekt. Þú segist sjálf vera
á erfiðum aldri og sú er áreið-
anlega meginorsökin fyrir þess-
ari óþægilegu tilfinningu þinni.
Sannaðu til, að þegar þú ert
komin á þann aldur, sem systir
þín er nú á, þá muntu eiga mörg
sameiginleg áhugamál með móð-
ur þinni og geta talað við hana
eins og jafningja. Þú skalt reyna
að hugsa ekki um þetta og minn-
ast þess, að svotil allir hafa ein-
hvern tíma þurft að ganga í
gegnum það sama og þú.
Vikan og sjónvarpið
Kæra Vika!
Eg vil þakka þér fyrir allt
gamalt og gott, einkum söguna
Hennar keisaralega tign. Mér
finnst hún fín. Og ekki má
gleyma bezta efninu þínu, sem
er auðvitað Pósturinn.
Jæja, nú langar mig til að snúa
6 VIKAN
21. tbl.