Vikan - 21.05.1970, Page 14
Strompurinn myndaðist í litlu
gosi, sem varð 1. janúar 1967 og hálf-
fyllti Lónið. Nú er fiægt að ganga
þurrum fótum þar sem Lónið var
áður.
í Surtsey eru fjöll og dalir eins
og vera ber í íslenzku landslagi. Þar
er hraun, þar er stöðuvatn og þar er
falleg baðströnd með fínum sandi.
Þar er allt eins og það á að vera.
Surtsey hefur verið
sannkallað óskabarn
jarðfræðinga og
vísindamanna.
Um sumarmál í Surtsey
verður hiti á stóru svæði. t fyrra mældist hann 80° C. um 30
cm undir yfirborðinu. Siðan hefur liann breiðzt töluvert út
og er nú nokkur hiti í Svarta-gilinu. Af kollinum á Stromp-
fjalli er gott útsýni yfir eyjuna og til lands, enda rís liann
ca. 150 metra yfir liafið. Við horfum yfir hvosina þar sem
gamli gígurinn var og standa gufustrókarnir víða upp i
loftið.
Þann 24. september 1966 var þarna keilumynduð hraun-
skál á að gizka 30—40 m i þvermál og ca. 10—20 m há. Þá
var hún full af glóandi hraunleðju, sem vall og kraumaði
eins og í grautarpotti. tJt yfir barmana skvettust hraunkless-
urnar, þegar grauturinn þeyttist glóandi hátt í loft upp. Á
nokkrum stöðum runnu út úr skálinni glóandi hraunlækir,
sem liðuðust niður hallandi hraunbreiðuna og mynduðu
glóandi munsturmyndir í bláleitu morgunhúminu. Þar sem
þessir hraunlækir runnu í sjó fram stigu upp voldugir gufu-
bólstrar, sem mynduðust við kælingu á þessum mikla eldi.
Nú eru þetta aðeins minningar. Grautarskálin brotin og
hrunin saman, og grauturinn glóandi er nú storknuð hraun-
hella. Þetta minnir á risa, sem verið liefur i hamförum en
liggur nú yfirunninn og magnþrota, þar sem gufu leggur
upp af likama hans eftir átökin miklu.
Við göngum niður i lægðina miklu vestur af Bunka, þar
er gríðarstór gígur. Þar mun fyrsta hraunrennslið liafa
hyrjað í Surtsey. í gíg þessum hafa verið umbrot rnikil. Þar
sér niður í djúpar gjár eða hellisop, þar sem hraunið hefur
runnið um á leið til sjávar. Yfirborð þar er ójafnt og illt
yfirferðar. Við látum nægja að lita yfir þetta svæði og höld-
um því næst yfir mjög litauðugt hraunið. Þar má sjá marga
fallega steina með fjölbreyttum litum og formum. Við kom-
um við i Grillinu. Það er dálítil lægð í hrauninu með sand-
botni innan um steinana. Að sunnanverðu er svolítill skúti,
en út úr honum gýs þessi notalegi ylur, sé maður í hæfilegri
fjarlægð. Vilji maður grilla kjúkling, pylsu eða annað, þarf
maður bara að festa þetta á tein og stinga þvi lengra inn i
hellismunnann. Þarna komum við gjarnan ef við erum í