Vikan - 21.05.1970, Qupperneq 15
Það er ólýsanleg
tilfinning að vera í
Surtsey — ótruflaður
af allri menningunni.
Karl Sæmundsson og Ævar Jóhann- t
csson í einni eldrásinni. Þeir eru háð-
ir í Surtseyjarfélaginu, hafa komið út
í eyna oft og eru orðnir þaulkunnug-
ir öllum staöháttum þar.
-V- Á leiðinni upp að Strompi. Það
er bratt þangaö upp, en það hefst
samt sem áður. Við skoðuðum hann f
krók og kring og stundum var erfitt
að fóta sig í halianum.
blautum fötum og þorna þau þá á skammri stundu. Eftir
að liafa dvalið þarna í rólegheitum góða stund og notið yls-
ins í grillinu og litafegurðarinnar allt í kring, auk þess að
vera þarna ótruflaðir af allri menningunni, þá er mál að
fara að lialda aftur áleiðis heim i Pálsbæ. Þórólfur ætlaði að
vera kominn um kl. 6 og flytja okkur í land.
Við höldum niður að ströndinni austur með Strompfjalli.
Við suður- og austurströndina liafa myndazt háir hamrar.
Þar nauðar brimið dag eftir dag, mánuð eftir mánuð,
ár eftir ár, og hefur orðið töluvert ágengt. Á einum vetri
hefur losnað mikið magn af grjóti úr björgunum og borizt
norður með ströndinni. Eru það þá orðnir vel slípaðir og
ávalir fjörugrjótsbnullungar. Svo liratt gerist þessi mikla
framkvæmd. Þarna eru þúsundir tonna af hraungrjóti mul-
ið niður og hver steinn slípaður á alla kanta. Ef við lítum í
kringum okkur í ríki náttúrunnar, þá eru mörg undrin sem
gerast við fætur olckar. Við erum komnir langleiðina heim
og göngum fjörusandinn. Er við komum nokkuð frá strönd-
'inni, má líta þar alls konar hluti, sem skolað liefur á land í
stórbrimunum. Þar liggja alls konar hlutir úr áli og plasti.
Þar eru stærðar tré og fallega formaðar rótarhnyðjur, sem
væru talin verðug listaverk ef þær stæðu í einhverju nútíma
listasafninu og væru húin að fá á sig þekkt nafn.
Við göngum framhjá Einbúa á leið heim í Pálsbæ. Áður
var Einbui áfastur við Bólfell, en nú hafa veður og vindar
ásamt sjónum, sem bi’aut sér leið sinn i Lónið, unnið á hon-
um, svo að hann er nú svipur hjá sjón við það sem áður var
og er stöðugt að minnka. Sennilega hverfur hann með árun-
um.
Þegar við komum heim í Pálsbæ er Hálfdán með lieitt
kaffi á borðum, sem við njótum vel eftir göngutúrinn.
Flugvélin kemur og við erum selfluttir til Vestmannaeyja
°g fljúgum svo þaðan með annarri vél til Reykjavíkur. Þetta
hefur verið vel lieppnaður dagur og ferðin tekizt ágætlega.
Oft hafa Surtseyjarferðir verið slarkkenndar, þegar farið
liefur verið með bátum í alls konar veðrum, því að á skömm-
um tíma skipast veður í lofti. Stundum getur landtaka ver-
ið slæm á gúmmíbát, í öldurótinu sem stöðugt nauðar á
Sur tseyj arströndum.
Framhald á bls. 32.
Zí.tbi. VIKAN 15