Vikan


Vikan - 21.05.1970, Side 16

Vikan - 21.05.1970, Side 16
 || " ■ <í •»i **><>. A Kr.<, ♦ Fursta meturuaktin Eftir á að hyggja fannst Kelly eins og þetta minnti allt saman mest á endalok kvikmyndar í sjónvarpinu: lík afbrotámannsins liggur í gólfinu; ungi lögreglumaðurinn stendur með kvenhetjuna í fanginu og fær koss að launum fyrir að hafa komið á vettvang nákvæmlega á réttu andartaki. Og gamli lögregluþjónninn kemur eins og venjulega allt of seint og furðar sig á því, sem gerðist . . En í augum lögregluþjónsins unga, Birkowitz, var þetta miklu meira spennandi en glæpamynd í sjónvarpinu af þrennum ástæðum: í fyrsta lagi af því að þetta var raunveruleiki. I öðru lagi af því að Birkowitz, sem var nýr í starfinu, brann í skinninu eftir að fá að sýna hvað í honum bjó og fékk óvænt gullið tækifæri til þess á fyrstu næturvakt sinni með Kelly. I þriðja lagi, af því að hann var svo heppinn að framkvæma fyrstu handtökuna sína á meðan ung og falleg kona horfði aðdáunaraugum á hann. Þegar Birkowitz mætti á vaktinni á stöð númer sex, leiddi vaktformaður- inn hann fyrir Kelly og sagði: — Sá, sem er vanur að vera með Kelly, hefur verið fluttur, svo að þér getið komið í hans stað og verið í bíl númer 62. Að svo mæltu sneri hann sér að Kelly, sem var mikill vexti, engan veg- inn fríður sýnum og veðurbarinn. Þrátt fyrir ófríðleikann komu mildar og viðkunnanlegar hrukkur undir augun, þegar hann brosti. Vaktformaðurinn sagði: : — Þetta er Louis Birkowitz, nýbakaður lögregluþjónn úr lögregluskólan- um. Farið þið svo að koma ykkur af stað. Kelly og Birkowitz tókust í hendur og fylgdust að út í bíl númer 62 á bílastæðinu. Þeir gáfu hvor öðrum hornauga, eins og þeir væru báðir að hugsa um hvernig þeim mundi nú líka samveran; hvernig þeim gengi nú að komast klakklaust úr þeim næturævintýrum, sem biðu þeirra. Kelly lagði til, að Birkowitz æki bílnum, svo að hann hefði sjálfur frjálsari hendur. Hann ætlaði að stjórna ferðinni og halda á hljóðnemanum og tala í hann, þegar með þyrfti. Umdæmi þeirra var sæmilega friðsamlegt hverfi í norðurhluta borgar- innar — gott hverfi fyrir byrjanda til þess að æfa sig á, fullyrti Kelly. Þeir óku um breiðar, snyrtilegar götur,- eftir verzlunargötum með háum skrif- stofubyggingum, en síðan komu þeir á einn og einn „órólegan stað", en svo kallaði Kelly þau hús, þar sem skemmtistaðir voru. Þegar þeir höfðu ekið um í nokkurn tíma, var strax farið að fara nokkuð vel á með þeim. Birkowitz sagðist vona, að hann mundi með tímanum verða ekki lakari hjálparmaður en fyrirrennari hans í starfinu, 16 VIKAN »•tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.