Vikan


Vikan - 21.05.1970, Qupperneq 21

Vikan - 21.05.1970, Qupperneq 21
□ □ EFTIR BJÖRN STEFÁNSSON má neyta á tveimur stöðum ef vill. Slík fyrirgreiðsla miðast að- eins við það ferðafólk, sem ekki gerir miklar kröfur. Vegna lítils tilkostnaðar getur hún orðið sæmilegt búsílag, þó að verðlag sé ekki haft hátt. Til þess að ein- hver brögð geti orðið að slíkum ferðaháttum, þarf að vera hægt að ferðast um allt landið á þenn- an hátt. Menn þurfa að geta fengið ferðabækling með yfirliti yfir alla slíka ódýra gististaði með auglýstu verðlagi. Um leið þarf að sjá þeim sem taka á móti fólkinu fyrir leiðbeiningum um kost og gistingu, svo að bæði ferðafólk og gestgjafar viti hvers vænta má. Búnaðarfélag fslands ætti með aðstoð menntaðs ferða- málamanns og héraðsráðunauta að tryggja í öllum venjulegum sveitahreppum landsins einn gististað af þessu tagi og leið- beina gestgjöfum um móttöku gesta, aðbúnað og matreiðslu. Frá öðrum löndum er vitað, að aðstaða slíkra gestgjafa, sem nota eigin húsakost og vinnuafl heimilisfólks, er mjög sterk í samkeppni við venjulegan gisti- húsarekstur. Hefur því komið fyrir, að reynt hafi verið að bregða fæti fyrir þá starfsemi af stærri gistihúsaeigendum. Til að halda þessum litlu keppinautum niðri eru alls konar opinberar reglugerðir hentugar, til dæmis reglugerð um útbúnað á gisti- stöðum. Vel mætti samt setja reglugerð um útbúnað vegna auglýstrar gistingar á sveitabæj- -4^. Á gönguleiðum má jafnvel innrétta útihús fyrir göngufólk. Á þessum bæ var búið í fjárhúsinu um alllangt skeið, áður cn bæjarhúsin voru reist, og taldi bóndi, að farið hcfði vel um fólkið. — Frá Ástúni á Ingjaldssandi i Vestur- ísafjarðarsýslu. Víða cru hlýlegir áningarstaðir, þótt umhverfið sé hrjóstrugt. um án þess að spilla fyrir. Þær reglur skyldu fyrst og fremst vera til þess gerðar, að gestir viti á hvarju þeir megi eiga von. Það er þekkt úr öðrum löndum, að gististaðir eru flokkaðir og gerðar misstrangar kröfur til út- búnaðar á þeim. Eins mætti gera hér. - Þess má geta, að Flugfé- lag íslands hefur nú byrjað að útvega erlendum ferðamönnum gistingu á sveitabæjum. Er þá um að ræða dvöl um nokkurra daga skeið á sama stað. Ég hef hins vegar í huga jöfnum hönd- um dvöl um lengri eða skemmri tíma og næturgistingu með kvöldverði og morgunmat, þar sem menn geta nestað sig til dagsins. Mér virðist, að þeir sveitabæir sem Flugfélagið býð- ur erlendum ferðamönnum til gistingar í sumar, séu betur hýst- ir en nauðsynlegt er á óbreytt- um gististöðum. Annar ferðaháttur sem ekki er greitt nóe fyrir i sveitum lands- ins er skipulaeðar gönguleiðir. Menn telja að vísu að íslending- ar séu ekki mikið fyrir göngur, en hitt er víst, að hér á landi er ekkí hoðið upp á skipulaeðar gönguleiðir eins og gert er í Nor- egi og í Svíþjóð og víðar, þar sem menn geta gengið milli nátt- staða án þess að bera með sér meira en nestisbita og klæði. Ég te1 hins i'pgar víst. að slíkar leið- ir yrðu vinsælar hér á landi, ef þær kæmust á. Það er mikið fyr- ir sknrt á fyrirrrreiðslu í sveit- um, að allur fjöldinn af ferða- fólki hefur undanfarið leitað inn i óbv<?gðir. Veðrátta í byggð og niðri undir bvggð er hér á landi einmitt við hæfi göngufólks og lík því sem er á vinsælustu gönguleiðum til fjalla í Noregi. Gönguleiðirnar þarf að skipu- leggja þannig, að hæfilega langt sé á milli náttstaða, en það eru 20—30 kílómetrar. í náttstað eiga menn að geta fengið aðalmáltíð dagsins um kvöldverðarleytið eða litlu fyrr og morgunmat áð- ur en langt er upp að morgni og nestað sig um leið til dagsins. Til að létta af mönnum viðlegu- útbúnaði og tryggja hreinlæti í náttstað má nota það fyrirkomu- lag, sem tíðkast á skipulögðum gönguleiðum í Noregi. Þar bera menn með sér tvö lök eða laka- poka, sem þeir liggja í, en fá í náttstað lánaðar ofan á sig ábreiður í rúmið. Húsakynni mega vera fábrotin; má jafnvel innrétta fjós til gistingar, og göngumótt fólk þarf ekki upp- hituð herbergi að sumarlagi. Nauðsynlegt er að gönguleiðirn- ar sneiði hjá bílaleiðum. Ég nefni nokkur dæmi um álitlegar göngu- leiðir, sem liggja bæði í byggð og niðri undir byggð. Ein leiðin gæti byrjað fyrir austan Reykjavík á Mosfells- heiði. ganga þaðan yfir í Kjós og yfir fjall í Brynjudal og Botnsdal í Hvalfirði, þaðan áfram upp á Botnsheiði um Síld- armannagötur niður í Skorradal, yfi’- Emlandsháls eða frá Háa- felli til Lundarrevkjadals. yfir Lundarháls um framanverðan Flókadal til Reykholtsdals um FáTsasveit í Húsafellsskóg. Úr Húsafellsskóei má hálda í Hvít- arsíðu yfir Síðufjall að Kjarrá og niður í Þverárhlíð, þaðan vfir að Hreðavatni og fylgja síðan Framhald á bls. 32. 21. tbi VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.