Vikan - 21.05.1970, Page 24
Ný og spennandi framhaldssaga
Ævintýri á Spáni
Eftir Jan Andersen
1. hluti
Þjónninn virtist vera undrandi, eins og
hann skildi hvað ég hafði sagt.
Nú heyrðist í ferðatækinu: „Að beiðni
lögreglunnar í Barcelona svipast
lögreglan í Gibraltar eftir manni, sem
spænska lögreglan leitar að.
Öskað er eftir upplýsingum varðandi
morð á spænskri stúlku í Barcelona,
fsabellu Damas, sem fannst
stungin til bana með hnífi í nýtízkulegri
íbúð á þriðjudaginn. Lögreglan álítur,
að morðinginn sé sálsjúkur, og því
er hætta á, að hann fremji fleiri morð ...“
- Anna titraði af hrolli. „Það
gengur þá morðingi laus í Barcelona.
Ég er fegin að við skyldum hafa
verið í Palma á mánudagskvöldið ...“
1. KAFLI
„Ég var svo spennt fyrir að komast burt af skipinu, að ég held ég
hefði getað hlaupið allsber beint úr steypibaðinu í landl" sagði Anna,
er við gengum niður landgöngubrúna.
„Láttu engan hér á Spáni heyra svona nokkuð!" svaraði ég.
Ferðin frá Palma á eyiunni Mallorca til Barcelona hafði verið hin ömur-
legasta, og við vorum bráðfegnar landtökunni. En skipið hafði fengið
slæman mótbyr.
Barcelona er stór borg. Við innsiglinguna er risastór stytta af Kolumbusi,
sæfaranum mikla, og vegna hins þróttmikla iðnaðar í borginni, er Barce-
lona í raun höfuðstaður Spánar.
„Skil ykkur ekki," sagði ég einbeittlega við hóp betlaradrengja, sem
safnaðist að okkur við hafnargarðinn. Og þessi orð notuðum við heilmikið,
þar sem við kunnum ekki spænsku.
Anna leit ekki út fyrir að vera orðin tuttugu og tveggja ára. Flún minnti
á fugl, sem flögrar grein af grein. Hún var fjörmikil stúlka, Ijóshærð og
augun barnslega blá, og spékoppa bar hún í vöngum. Sem betur fór var
hún ekki eins fákæn og hún leit út fyrir að vera.
„Er ekki bezt að byrja á að koma inn á eitthvert kaffihús?" stakk ég
upp á. „Þar getum við lagað okkur eitthvað til. Á eftir getum við fengið
okkur bíl og ekið til hótelsins og tekið þar okkar eigin bíl og haldið áfram."
„Þú veizt, að ég læt þig um allt," viðurkenndi Anna.
En þetta var raunar ékki rétt hjá henni. Hún eftirlét mér einungis vana-
verkin, það leiðinlega. En ég þurfti ekki að kvarta, því ég kunni vel við
Önnu. Og þannig hafði þetta gengið frá því við hittumst í ítalíu og
ákváðum að slá reiturn okkar saman, því það væri skynsamlegra að ferðast
tvær saman en ein. Ég held að Önnu hafi þótt mikils virði, að ég skyldi
tala ítölsku og frönsku allþolanlega. En Anna talaði aðeins ensku.
Við komum til Spánar ásamt fjórum Bandaríkjamönnum og hóp brezkra
stúdenta. Einn þeirra kunni eilítið í spænsku. Hann hafði hjálpað okkur
við að kaupa lítið notaðan Citroen-bíl, og eftir að hafa gengið vel frá
honum í Barcelona fylgdum við hópnum til Balerisku eyjanna. Á hótelinu,
sem við gistum þar, gerðist Anna ásthrifin af ungum Frakka. Þetta varð
til þess, að við urðum viðskila við hópinn, og nú vissum við ekki, hvort
heldur hann var ehn á eyjunum ellegar var þegar kominn aftur til Barce-
lona. En, eins og við, ætluðu þau að halda áfram ferðalaginu í bíl.
Þetta hafði verið skemmtilegur félagsskapur, og ég vonaði, að við ætt-
um eftir að hittast aftur. Ég var orðin smeyk við kunnáttuleysið í spænskunni.
Kaffihúsið, sem við völdum okkur var lítið og illa upplýst. Við settumst
við borð við glugga, og ég pantaði kaffi og tertustykki.
Eftir næringuna leið okkur betur, og með endurnýjuðum kröftum bárum
við töskurnar okkar út á götuna aftur. Ég var svo heppin að koma nærri
strax auga á leigbíl, og er ég sýndi bílstjóranum miða, sem á var skrifað
nafn og götunúmer hótelsins, sem við ætluðum til, sagði hann: „Ah,
Americano?"
Ég kinkaði kolli, og hann ók brosandi af stað. Eitthvað mun hann hafa
gert túrinn dýrari en hann þurfti að vera.
Hótelið var ekki upp á marga fiska, en það stóð, að við fengum sama
herbergið og síðast. Ég opnaði dyrnar, og við Anna gengum inn.
Anna dró gluggatjaldið upp, opnaði glugga, sparkaði af sér skónum
og fleygði sér upp í rúm.
„Er ekki heldur snemmt að leggjast ( leti," sagði ég aðvarandi. „Við
eigum eftir að laga okkur til og hafa fataskipti áður en við borðum."
Hún leit undrandi á mig. „Ertu alltaf með úr í maganum, kæra Lísa?"
svaraði hún í prýðisskapi.
„Já, þegar ég er svöng eins og núna."
Anna gaf frá sér lítið andvarp og kastaði fótleggjunum fram úr rúminu.
„Jæja. Þetta er víst rétt hjá þér. Viltu þá ekki líta eftir bílnum méðan ég
Framhald á bls. 46
24 VIKAN »•tbl-