Vikan


Vikan - 21.05.1970, Qupperneq 32

Vikan - 21.05.1970, Qupperneq 32
Um sumarmál í Surtsey Framhald af bls. 15. Er ég leiði hugann að fram- tíð Surtseyjar, verður mér á að spyrja. Hvernig verður hún á komandi áratugum og öldum? Á hún eftir að gróa upp og verða græn og grös- ug eins og Heimaey og fleiri af Vestmannaeyjum, eða á hún eftir að molna niður í hafróti Atlantshafsins, þar sem eftir standa steinsúlurn- ar sem fastastar eru fyrir og Ægisdætur vinna ekki á, eins og sést á Þrídröngum og víð- ar. Þvi getur framtíðin ein svarað. Reykjavik, 28. april 1970. Karl Sæmundsson. HEIMILIÐ „"Veröld innan veggj«” SÝIMING 22. MAÍ-7. JÚNÍ 1970 SÝNIIMGARHÖLLINIMI LAUGARDAL yr kaupstefnan iD REYKJAVÍK Hann varð að læra allt frá byrjun Framhald af bls. 31. hafði ekki dreymt um að þetta gengi svona vel. Enginn er ánægðari en Júrgen sjálfur. Nú er hann ekki lengur niðurbrotinn. Hann veit að hann verður ekki bæklaður og liann veit að hann getur lært að tala og skrifa. Hann æfir sig oft marga klukkutíma á sömu hreyfingunni, eða sama orð- inu. En það gekk ekki svona vel í fyrstu. Oft var hann að því kominn að gefast upp. En þá kom konan hans til skjalanna. Það var hún sem veitti honum hugrekki, þeg- ar hann var að örvænta, hún, sem veitti honum öryggi, þegar honum fannst allt vera til einskis. Um tima sendi hún lika börnin burtu af heimilinu, til að geta helgað honum allar sinar stundir. Það var lika hún, sem leigði hús í Bayern, i nágrenni við Helmut Herpe, svo að Jurg- en hefði það á tilfinningunni að hann væri heimilisfaðir. Þetta varð allt til að hjálpa honum. Hann varð miklu vonbetri, Berbel hafði á réttu að standa. Nú hefur hann trú á sjálfum sér. Börnin eru komin heim og hann er far- inn að haga sér sem faðir. Berbel vonar að hann geti tekið við starfi sínu, ekki seinna en síðari hluta þessa árs. Herper og Jojuth halda það líka, og Júrgen sjálfur er farinn að trúa því.... ☆ Ferðamál í sveitum Framhald af bls. 21. efstu byggð á Mýrum eða krækja í Langavatn og Hítárvatn, halda svo inn í Hnappadal og ef til vill þaðan vestur í Dali. Þetta eru einar 10—15 dagleiðir, sem menn geta gert sér miserfiðar með því að krækja upp á fjöll sem á leið verða. Eg tek það fram að ég er ekki kunnugur á hluta á þessari leið og veit því ekki gerla, hvar hentugast er að leggja leiðina, þar sem þurrt er og merkilegir staðir verða séðir. Leiðina þarf að merkja vel bæði á korti og sjálfa leiðina og tryggja gisti- staði á henni. Á þeim ættu þeir sem koma úr næsta náttstað að eiga forgangsrétt fyrir öðrum ferðamönnum. Aðra gönguleið þarf að skipu- leggja frá Akureyri. Mér virðist álitlegt að leggja hana austur í Þingeyjarsýslu, fara úr Kaup- angssveit yfir í Fnjóskadal um Bíldsárskarð, fram dalinn og yf- ir fjall til Bárðardals. Úr Bárð- ardal þyrfti að finna greiða leið um Mývatnsheiði til Mývatns og síðan niður Laxárdal, norður í Þeistareyki, en þar yrði gist í óbyggðum, og áfram í Keldu- hverfi. Hér er um 7—8 dagleiðir að ræða. Á Vestfjörðum virðast víða álitlegar leiðir. Mætti þá oftast fara með sjó, en bregða sér iðulega yfir hálsa og fjöll í aðrar sveitir. Krókóttar strendur Barðastrandarsýslu og ísafjarð- ardjúps eru freistandi gönguleið- ir og hæfilega ganga yfir hálsa og heiðar á milli. Það er mikilvægur kostur við slíkar gönguleiðir sá félagsskap- ur, sem menn leita og finna á þeim bæði á göngu og í áfanga- stað. Eins og kunnugt er hefur borgarbragur hér á landi og í næstu löndum breytzt undanfar- ið þannig, að nú þykir mörgum ekki líft heima við nokkurn frí- dag enda heimilin fámenn. Menn eiga heldur varla nokkra ná- granna og eiginlegt mannlíf úti við er mjög fátæklegt. Þess vegna hafa þeir ferðahættir sem bjóða upp á nokkurn félagsskap, meira til síns ágætis en einka- bílaferðir um þjóðvegina, þar sem einkabíllinn er eins og ein- angrunarklefi, sem menn stíga inn í að lokinni áningu. Það er auðvitað mest um vert fyrir sveitafólk að efla þá ferða- hætti, þar sem notazt er við gæði landsins. Athygli manna hefur þá löngum beinzt að veiðiskap í ám og vötnum, og er óþarfi að ræða það frekar í þetta sinn. Ferðir á hestum þyrfti líka að skipuleggja, svo að þær gætu aukið eftirspurn eftir gistingu í sveitum, eftir hrossum, tömdum og ótömdum og hestahögum. — Vegna girðinga og bílastraums um allar sveitir er landið nú sízt greiðfærara fyrir ríðandi menn en það var meðan allar ár voru óbrúaðar. Hestamenn hafa því beint ferðum sínum meira inn á afrétti og óbyggðir, þar sem girðingar og bílaumferð eru til minni trafala. Nauðsynlegt er til að auka ferðir hestamanna um sveitir að merkja reiðgötur, opna girðingar fyrir ríðandi mönnum, þó að þær haldi eftir sem áður sauðfé og lausum hrossum, og tryggja áningarstaði fyrir menn og hross. Kæmi þar auglýst gjald ekki aðeins fyrir menn, heldur líka hrossin. Á ein- hvern hátt þyrfti að bæta bænd- um sem eiga land á reiðleiðinni, aukinn átroðning og beit, til dæmis að þeir myndi með sér félag, sem fái arð af gististöðum hestamanna. Gönguleiðin sem ég lýsti um Borgarfjörð úr Mos- fellssveit og vestur á Mýrar og í Hnappadal, mætti um leið verða fyrsta reiðleiðin, sem skipulögð yrði þannig. Hún gæti svo haldið áfram vestur í Dali. Hestamenn þyrftu að geta feng- ið sams konar fyrirgreiðslu og göngufólkið til að spara farang- ur sem mest. Önnur kjörin reið- leið er um Suðurland. Mætti hún líka byrja í Mosfellssveit, liggja austur Mosfellsheiði í Þingvalla- sveit og Grafning, um Lyngdals- heiði til Laugardals, með hlíðum í Biskupstungum austur að Brú- arhlöðum og niður Hreppa, aust- ur að Búrfelli og niður Land og Rangárvelli niður í Landeyjar. Mætti þar eða undir Þríhyrningi vera endastöð eða öllu heldur miðstöð hestamanna. — Grösug- ar sveitir Húnavatnssýslu bíða eftir að reiðleiðir verði skipu- lagðar þar. Gæta verður þess að sneiða hjá fjölförnum bílvegum. í Húnavatnssýslu má fara úr Miðfirði norður á Vatnsnes og inn í dalina, Víðidal, Vatnsdal, Svínadal, Blöndudal, Svartárdal og Laxárdal og út á Skaga og þar yfir til Skagafjarðar. Þó að ég nefni fleiri en eina leið sem til greina koma, er trúlega hyggi- legt að skipuleggja aðeins eina leið í einu og bíða með að skipu- leggja og auglýsa nýja leið, þangað til ferðir eru orðnar tíð- ar á fyrstu leiðinni og nýting gististaða nokkur. Þeir ferðahættir sem ég hef rætt, hafa allir miðazt við sum- artímann, — geta þó staðið fram í september. Æskilegt væri að vetrarferðir í snjó gætu hafizt í þeim sveitum, sem snjóalög og landslag leyfir. f marz og stund- um fram eftir apríl hefur und- anfarin ár mátt fara á skíðum um sumar sveitir norðan lands og austan. Mætti íhuga, hvort ekki mætti koma á vetrarferðum um sveitir Suður-Þingeyjarsýslu til að byrja með, þar sem menn gistu á bæjum við lík skilyrði og á sumargönguleiðum. Suður- Þingeyjarsýsla er álitlegust vegna snjóalaga, landslags og skipunar byggðarinnar, en fleiri héruð kunna að koma til greina eins og úthluti Eyjafjarðar, mið- hluti Strandasýslu ásamt dölum Austur-Barðastrandarsýslu og Fljótsdalshérað. Þar sem snjóalög eru svo breytileg frá ári til árs, þyrfti vafalaust að haga seglum eftir vindi og beina vetrarferð- unum þangað hverju sinni sem snjóalög eru heppilegust. —• Reiðleiðirnar mætti skipuleggja í samráði við Landssamband hestamanna, en vetrarferðir ætti að reyna að láta fylgja sumar- gönguleiðum, svo að gestatíðin geti orðið sem lengst á þeim bæjum sem hefðu almenna gist- ingu. Ég vil ekki nefna neinar tölur um verðlag, sem eðlilegt væri að hafa á óbreyttum gististöðum í sveitum, en ekki þarf marga gesti á nóttu, til þess að reytist saman í sæmilegt mánaðarkaup. Ég hef ekki fleiri orð um þá kosti sem bjóðast sveitafólki til að hafa atvinnu og tekjur af ferðaútvegi, en rifja upp þá ferðahætti sem álitlegastir sýn- ast. f fyrsta lagi þarf að tryggja gistingu á einum bæ í öllum venjulegum sveitahreppum fyrir þá sem vilja ferðast ódýrt, hvort sem þeir eru á bíl, ríðandi eða gangandi. í öðru lagi þarf að skipuleggja gönguleiðir um byggðir og niðri við byggð og tryggja göngumönnum gistingu á bæjum, þannig að þeir þurfi ekki að bera með sér annað en nestisbita. f þriðja lagi vantar greiðar reiðleiðir um sveitir með áningarstöðum fyrir menn og hesta, og í fjórða lagi þarf að byggja að vetrarferðum um sveitir norðan lands og austan. Mikilsvert er að vanda svo til í upphafi að þessir ferðahættir mæli með sér sjálfir. ☆ — Bless, ég er farinn í verkfall! 32 VIKAN 21-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.