Vikan


Vikan - 21.05.1970, Síða 40

Vikan - 21.05.1970, Síða 40
sendi boð eftir klæðskerum og skartgripasölum frá París, lét þá fara yfir þvera Evrópu, til að búa hana nógu skartlega. Hún reyndi að malda í móinn, vildi ekki allan þennan munað, en hann hló að henni. — Hvað gengur á fyrir þér, svarta Dana? Eru þetta ekki okkar peningar? Þetta kemur allt frá fjárhirzlu Hans Hátignar ... Hann kallaði hana aldrei ann- að en Dönu, jafnvel þegar þau voru ein, til að venja sig við það, svo minni hætta væri á að þau kæmu upp um sig. Honum var ljóst að hann mátti aldrei gefa færi á sér, það voru hafðar nán- ar gætur á honum hér eins og í Vín. Hvað Milly viðkom, gat hún vel hugsað sér að lifa svona áfram. En Jóhann Salvator varð óþolinmóður þegar lengra leið, og hann var oft utan við sig. Henni var ljóst að eitthvað ólgaði í honum. En einhver einkenni- leg hlédrægni hélt henni frá því að reyna að komast að því hvað amaði að honum. Eina nóttina kom hann ekki upp í svefnherbergi þeirra. Hún beið eftir honum, án árangurs. Vinnuherbergi hans var rétt fyr- ir neðan og hún heyrði hann ganga um gólf. Það brakaði í parketgólfinu og sporarnir hans glömruðu. Hversvegna kom hann ekki upp? Að lokum fór hún fram úr, klæddi sig í slopp og fór niður. — Gianni, hvað er að? Hann nam staðar og leit á hana. Hann var harður á svip- inn. Það stríkkaði á húðina yfir kinnbeinunum, þegar hann beit á jaxlinn. Milly fékk hjartslátt. — Hvers- vegna kemurðu ekki upp? Er eitthvað að, Gianni? Þú ert svo framandi... Hann var viðutan. Svo sagði hann hægt. — Það eru aðeins tveir möguleikar fyrir okkur, ástin mín. Annað hvort verðum við að bíða dauða hans, eða ég verð að finna upp á einhverju. Það á ekki við mig að bíða í óvissu, ég get ekki haldið það út. — í guðanna bænum, hvað ertu að segja? — Ég er að tala um keisarann. Ég þoli ekki þetta ástand lengur. Sérhver bakarasveinn er sjálf- ráður hverjum hann kvænist. En ekki ég. Þetta er niðurlægjandi. Ég get einfaldlega ekki sætt mig við það. Milly stóð þarna í silki- sloppnum með rauðar töflur á fótunum. Augu hennar voru stór og dökk í lampaljósinu. — Gianni, erum við ekki ham- ingjusöm núna? spurði hún óró- leg. — Hamingjusamari en nokkru sinni áður? Hann gekk til hennar og greip báðar hendur hennar. — Jú, við erum hamingjusöm, en það er gervihamingja, sem við erum að stelast til að njóta. f augum Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510 heimsins ert þú Dana Lubowska, ástmey erkihertogans. — Já, og hvað um það? Hvað kemur okkur heimurinn við. — Ekki það minnsta, sagði hann. — Þú veizt það. En samt þoli ég þetta ekki. Geturðu ekki skilið það? Það er óþolandi að fá ekki að vera sjálfs sín ráðandi. Fari þetta allt til fjandans, — ég vil fá að kvænast þér! Gera sam- band okkar opinbert. Ég vil að þú verðir eiginkona mín, fyrir Guði og mönnum! Þessvegna verð ég að gera eitthvað. Ég veit lika hvað ég á að gera ... Milly varð ennþá skelfdari. — Ég er svo hrædd við ákvarðanir þínar, Gianni. María Vetsera er líka hrædd. Hún er líka ham- ingjusöm, meðan allt er óbreytt. Hvað hefir þú hugsað þér? Upp- reisn gegn keisaranum? Held- urðu að ef Rúdolf krónprins verði konungur í Ungverjalandi, að þá... — Já, þá fengi ég að kvænast þér, tók hann fram í fyrir henni. — Ef ég gengi í þjónustu hans, í frjálsu Ungverjalandi. En ég er ekki að hugsa um það nú. Rúdolf er of bundinn, og hér get ég ekki hjálpað honum. Þessvegna verð- um við að leggja þá hugmynd á hilluna. — Hvað ertu þá að hugsa núna? Nú brosti hann. — Vertu ró- leg, vina mín, ég ætla ekki að myrða keisarann. Þvert á móti. Ég ætla að milda hugarfar hans. — Milda hann? Hvernig ætl- arðu að fara að því? spurði Milly tortryggnislega. — Með því að þjóna föður- landinu dyggilega! Með því að opna augu hans fyrir þessum uppblásnu fábjánum, sem sitja í hernaðarmálaráðuneytinu hans. Ég hefi athugað varnarbúnaðinn hér við landamærin. Það er hrein hrollvekja að sjá hve aumlegur hann er! Ónýtar eða engar varn- ir. Ég ætla að senda keisaranum nákvæma skýrslu um þetta og koma með hugmyndir um endur- bætur. Það getur verið að karlinn sjái þá að ég hefi vit á þessum málum. Milly leit upp og horfði spyrj- andi á hann. — Heldurðu í raun og veru að hann gefi leyfi til hjónabands okkar? — Jóhann erkihertogi fékk leyfi til að kvænast borgaralegri stúlku, árið 1827. Þá gerði keisar- inn hana einfaldlega að greifafrú af Meran og þar með var málinu bjargað! — Já, en það var ekki núver- andi keisari, það hlýtur að hafa verið afi hans! — Það er rétt. En Franz Jósef er ekki eins þver og fólk vill vera láta. Sökin er hjá hirðklíkunum, sem gera sitt til að æsa hann gegn mér. Hann hefir enga ástæðu til að fella dóm yfir mér! Þú skalt sjá að ég hamra þetta leyfi í gegn ... Framhald í næsta blaði. Jack London Framhald af bls. 23. á þeim tíma, þegar svo mik- ið var ógert lieima í Ame- ríku. Og nú helltu þau sér yfir hann og ásökuðu hann fyrir að hafa svikið málstað sinn, og skotið almenningi skelk i hringu og f.jarlægjast flokkinn, sem var friðsamur lýðræðisflokkur og vildi koma sósíalismanum á með aukinni menntun, löggjöf og almennum kosningarétti, en ekki með götuhardögum. En þrátt fyrir allt þetta, voru jafnaðarmennirnir búnir að taka hann í sátt þrem mán- uðum siðar, já, þeir fóru jafnvel fram á það við hann, að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni jafnaðarmanna við kosningu Bandarikjafor- seta. En Jack hélt loforð sitt og fór með „Mariposa“ ásamt Charmian til þess að halda áfram ferðalagi sínu um- hverfis jörðina. Þann 9. apr- íl sigldi hann á „Snarken“ frá Tahiti til Bora-Bora, perlu Suðurhafseyjanna. Á leiðinni til Fidji-eyjanna lentu þau i ofviðri og voru að villast í marga daga, af því að krónómeterinn hafði hrotnað. Þau komu til Suva i júní. Warren skipstjóri, sem farinn var að þjást af þunglyndi og hafði tvisvar fengið æðisköst á leiðinni, fór þar í land og kom ekki aftur. XJpp frá þvi stýrði Jack sjálfur og gekk það allt slysalaust. Hann sigldi inn á milli Salomons-eyjanna og bjó á koprabúgörðunum, „nær hinu upprunalega frumeðli náttúrunnar en nokkurs staðar annars stað- ar á þessari jörð.“ I Malaita, þar sem svo margir hvítir menn hafa orðið liinum villtu mannæt- um að bráð, kynntist hann skipshöfninni á „Minota“, sem var að fara í leiðangur til að ná i innfædda verka- menn fyrir búgarðana. Jaclc fékk leyfi til að fara með þeim. Á leiðinni urðu þeir fyrir óvæntri árás innfæddra manna, sem ætluðu að ræna skipið og „kai-kai“ (éta) hina hvítu áhöfn. Skipið var rétt strandað á kóralrífi og á sama augna- bliki var skotið á þá úr Snid- er-rifflum og með eitruðum örvum og heill floti af ein- trjáningum þyrptist að úr ölluin áttum. Skipshöfnin á „Minota“ stóð með hlaðna riffla, og svertingjarnir héldu sér í hæfilegri fjarlægð, vit andi það, að ef þeir voguðu sér nær, væri þeim dauðinn vís. „Þetta er ævintýralegasti viðburður ævi minnar!“ hrópaði Jack. . . . Hann skrifaði um allt, sem fyrir augun bar, tók myndir, safnaði eintrjáningum, kór- algreinum, trémyndum, spjótum, leirkerum, sltálum, mottum, tapa-klæði, gim- steinum og alls konar sér- kennilegum skartgrípum — þar var heilt Kyrraliafssafn, þegar hann var kominn með það allt heim til Glen Ellen. Og hvar sem hann kom — á Fidji-eyjarnar, Marquesas- eyjarnar og Samoa — ef hann aðeins gat hóað saman tíu hvítum mönnum, hélt hann fyrirlestur um bylting- una! Hann var alls staðar um- kringdur af holdsveiki, ele- fantiasis, malaríu, hringorm- um, gari-gari — hræðilegur húðsjúkdómur — yaws — kvalarfull kýlapest, sem að- eins þekkist i hitabeltislönd- unum — og óteljandi öðrum hitaheltissjúkdómum, og „Snarken“ breyttist því brátt í fljótandi sjúkrahús. í hvert skipti sem einhver af skips- höfninni fékk skrámu, um borð i hátnum, eða hruflaði 40 VTKAN »•tb]-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.