Vikan - 21.05.1970, Page 46
Fyrsta næturvaktin
Framhald af bls. 17.
— Aðaldyrnar voru líka læstar.
Þær eru það alltaf.
— Hvernig komst þá Birkowitz
inn svona fljótt?
— Ég . . . ég hef lykil, sagði
Birkowitz. — Ég bý hérna.
— Hvað, hrópaði Kelly furðu
lostinn. — Detta mér nú allar dauð-
ar lýs úr hári! Þessi unga dama er
þá ef til vill frú Birkowitz?
— Já, auðvitað, hló hún. — Héld-
uð þér að ég kyssti ókunnugan lög-
regluþjón af slíkri áfergju?
— Nei, auðvitað ekki . . . ég skil
þetta nú ekki almennilega ennþá. Þú
heyrðir heimilisfangið, þegar við
fengum tilkynninguna um innbrotið,
Birkowitz? Hvers vegna sagðir þú
mér ekki, að þú ættir heima hér?
— Af því að ég hélt, að verið
væri að gera gys að mér. Ég hélt,
að þeir á stöðinni væru með spaug
til þess eins að sjá, hvernig ég
brygðist við. Við vorum aðvaraðir á
lögregluskólanum um, að hinir eldri
í faginu væru vísir til að gabba
okkur og reyna að láta okkur verða
til athlægis. En þegar Tina æpti. var
ég sannfærður um, að hér væri
ekkert gabb á ferðum, svo að ég
flýtti mér inn. Er nokkuð rangt við
það?
— Auðvitað ekki, svaraði Kelly.
— Taktu þennan vesaling á öxlina
og svo skulum við fara að koma
okkur niður á stöð til að gefa
skýrslu . . . sögu okkar verður reynd-
ar áreiðanlega ekki trúað . . . Nú, en
það var skemmtilegt að hitta yður,
frú Birkowitz, og svona undir fjög-
ur augu get ég sagt yður, að ef
maðurinn yðar hefði ekki brugðið
eins fljótt við og hann gerði, þá
hefði hann verið sendur beina leið
aftur í lögregluskólann til frekari
þjálfunar.
Ævíntýri á Spáni
Framhald af bls. 25.
nota baðherbergið? Þú mannst að ferðaútvarpstækið er í bílnum. Það
er svo gott að hafa fataskipti undir músik."
Ég gat talið hana á að fara sjálfa eftir bílnum og rétti henni lykilinn.
„Mundu að loka bílnum vel. Ég kæri mig ekkert um, að stolið sé úr honum.
Eg flýtti mér í bað, og var að bursta hárið, þegar Anna kom vaðandi
inn, miklu seinna en ég hafði búizt við henni.
„Því í fjáranum hefurðu verið svona lengi?" spurði ég. „Nú er lítill
tími til fyrir þig að fara í bað sjálf."
„Ég hitti karlmann. Háan, dökkhærðan og laglegan. Vissirðu, að sprung-
ið var á einu hjólinu?"
„Hvernig ætti ég að vita það?"
„Manstu ekki, að þú kvartaðir um að einn hjólbarðinn væri lélegur,
þegar þú keyptir bílinn? Eða var það Arthur Rawson, sem reifst í þessu
fyrir okkur?"
Anna var byrjuð að afklæða sig fyrir steypibaðið. Hún var mjög fallega
vaxin, og gat ég öfundað hana af því. Hún var Ijóshærð og fremur þétt-
vaxin og brjóstamikil, en ég dökkhærð, há og grönn. í Ítalíu var fyrst
haldið, að ég væri þarlend. Og þarna á Spáni var ekki ólíklegt, að ég
væri innfædd, — þar til ég reyndi að gera mig skiljanlega á spænskunni.
„Hvað varstu annars að segja um þennan mann?" spurði ég hana, þegar
hún var búin að skrúfa frá krönunum.
„Ég stóð við sprungna hjólið og bölvaði því, og þá var hann kominn."
„Og leit hann vel út?"
„Umm", söng I Önnu.
„En hvernig gaztu gert þig skiljanlega?"
46 VIKAN »•tbl-
„Það var nú það skemmtilegasta. Hann talaði nefnilega næstum rétta
ensku, eins og hún er töluð heima í Bandarikjunum. Hann sagðist sjálfur
bölva svona, þegar spryngi hjá sér, og það hlyti maðurinn minn líka að
gera. Ég svaraði honum, að ég ætti engan mann. Hann vildi þá vita allt
um ferðalagið okkar og leizt ekkert á, að við skyldum ekki kunna nema
nokkrar setningar í spænsku."
„En hverrar þjóðar er hann?"
„írskur og talar spænsku sem innfæddur. Hann er einna líkastur kvik-
myndaleikurunum með miklar dökkar samvaxnar augnabrúnir. „Hann heit-
ir Desmond og er með stór, grá augu og hrokkið hár. Hann sagðist hafa
lært verkfræði en hafa líka áhuga á fornleifafræði og langar til að sjá
allar gömlu rústirnar, sem við förum fram hjá á leiðinni norðureftir . . . ."
Ég var lögð af stað niður stigann til borðstofunnar og kom mátulega
snemma og var að velja mér borð, þegar þjónninn stöðvaði mig með tals-
verðum orðastraumi.
„Skil ekki," svaraði ég.
Hann kom á eftir mér og talaði óaflátanlega og benti að öðru borði
nær glugganum, þar sem ungur maður sat einn síns liðs. Ég hristi höfuðið
og dró fram stól, en þjónninn var andvígur því.
„Tabla por dos," sagði ég hægt og vandlega og endurtók það á
frönsku og ítölsku.
„Por tres," sagði þjóninn hálfgramur.
„Hann er að reyna að segja yður, að það sé búið að leggja á borð
fyrir þrjá handa yður," sagði nú róleg rödd. „Þér eruð ungfrú Walton,
ekki satt?"
„Jú, en . . ." Ég vatt mér snöggt við. Ungi maðurinn brosti til mín.
Hann rétti þjóninum tuttugu peseta seðil og sagði eitthvað kurteislega við
hann. Þjónninn hneigði sig og hvarf burt.
„Hann reyndi að segja yður, að vinkona yðar hafi beðið um annað
borð, — borð fyrir þrjá." Augabrúnir hans voru mjög dökkar og augun
grá, og því spurði ég: „Eruð þér herra Desmond?"
„Desmond Tracey til að vera alveg nákvæmur, ungfrú Walton. Anna
vinkona yðar hefur sýnilega ekki sagt yður, að ég vildi bjóða ykkur
báðum til miðdegisverðar. Og hún að minnsta kosti tók boðinu."
„Nei." Ég fann mér til undrunar, að ég vildi afsaka Önnu fyrir þessum
grá augum, sem mér þótti heldur stór og Ijós í karlmannsandliti. En þau
bjuggu yfir dáleiðslukrafti, sem ég átti erfitt með að standast.
„Við hittumst við bílageymsluna," hélt maðurinn áfram. „Ég gekk þar
fram hjá og tók eftir, að sprungið var á einu hjólinu á bílnum ykkar. Ég
bauð henni að skipta um hjól eftir matinn." Hann brosti. „Hún sagði mér,
að þið töluðuð spænskuna ekki sérlega vel."
„Réttara er að segja, að við tölum hana alls ekki neitt."
Hann hristi höfuðið. „Það er nokkuð djarft af tveim stúlkum að ferðast
um gjörókunnugt land án þess að kunna eitthvað í málinu."
Meðan þessi orðaskipti fóru fram hafði hann vísað mér að öðru borði
og dró fram stól handa mér. í sama bili kom Anna inn í borðsalinn eins
og hvirfilvindur.
,.Nú, það ert þú," sagði hún glaðlega við manninn. „Þið hafið sjáan-
lega heilazt án þess að ég kynnti ykkur."
Desmond brosti. „Ég sagði vinstúlku þinni, að þú hefðir tekið boði
mínu. Gleymdirðu að segja henni frá því?"
„Já, almáttugur, ég gleymdi þv(. En ég sagði L(su, að ég hefði hitt þig."
Ég flýtti mér að bæta við: „Ég sting upp á, að við borgum hvert fyrir
sig. Við erum sjálfsagt öll jafn peningalítil. Það er svo lítið, sem ferða-
fólk má koma með inn í Spán."
Desmond gerði athugasemd: „Kannske ferðafólk. En ég er ekki venju-
legur ferðamaður, svo þið skuluð ekki hafa áhyggjur af þessari hlið máls-
ins. Ég á nóg af spænskum gjaldeyri, enda vinn ég við opinberar fram-
kvæmdir sem verkfræðingur. Ég get ekki talað nánar um það, þar sem
þetta snertir landvarnirnar. Ég yrði mjög móðgaður, ef ég fengi ekki að
borga reikninginn. Þið gætuð kannske átt eftir að endurgjalda það ( ein-
hverju öðru landi."
Við samsinntum þessu, og hann gaf þjóninum merki. „Eigum við að
fá sherry eða rauðvín meðan við bíðum?"
Ég lét orð falla um, að spænskt rósavín væri sérlega gott eftir því
sem ég hefði heyrt.
„Spænskt vín er ekki eftir mínum smekk," sagði hann. „En við skulum
samt prófa rósavín. Það stendur milli rauðvfns og hvítvíns. Rosado og
Jamilla er það bezta."
Röddin var heimsborgaraleg. Hafi ég haft á tilfinningunni, að hann væri
uppáþrengjandi, hvarf sú tilfinning, er hann fór yfir matseðilinn með okkur.
Og mér til gleði reyndist maturinn langtum betri en ég hafði áður kynnzt.
Þegar við komum að kaffinu og Kkjörnum, vildi hann ekki að við
nytum þess á hótelinu, sagði að á Spáni gæddi fólk sér á kaffi ( kaffi-
stöðum en ekki hótelum. Hann bauð okkur því á lítinn veitingastað, þar
sem sígaunakvartett skemmti, og hann skiptist á með að dansa við okkur.
En hann dansaði prýðilega.
Hann þekkti vel Spán og landsmenn þar, og þeir komu fram við hann
eins og hann væri einn af þeim. Það var öðruvísi með Arthur Rawson.
i-NO------1
geta allir eignast
EXPLORER-
ferðaútvarpstæki
Explorer er sérstaklega
hannað fyrir íslenzkan
markaS.
Langdrægt svo undrun sætir.
• Langbylgja, miðbylgja,
2 stuttbylgjur og sterk báta-
og bílabylgja
• Bassa og diskant stillar
• Kvarðaljós, aðgengilegt
rafhlöðuhólf
• Al transistora
• Langdrægt og einstaklega
hljómgott
• Viðarkassi
- ÁRS ÁBYRGÐ
Við móttöku greiðið þér
aðeins 2.500 kr.
síðan eftirstöðvarnar
með 1000 kr. mánaðar-
greiðslum__________________
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Sími 16995
NORSK HÖNNUN NORSK GÆÐI